Emmsjé Gauti tók húh-ið og hékk með Bjarna Ben Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júlí 2017 06:00 Íslensku stuðningsmennirnir voru ánægðir með Glowie á torginu í miðbæ Tilburg í gær. Vísir/Vilhelm „Maður hefur brotið allar siðferðislegar reglur sem maður hefur sett sér. Ég er búinn að hanga með Bjarna Ben og taka húh-ið. Ég veit ekki hvað er eftir,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti, einn listamannanna sem tróðu upp í Tilburg í Hollandi í gær fyrir viðureign okkar kvenna gegn Frökkum á EM. Amabadama lék einnig fyrir Íslendinga sem voru á þriðja þúsund er mest var. Sara Pétursdóttir, Glowie, naut sín í sólinni í gær.Rosalega gaman að styðja stelpuliðið „Ég hef aldrei farið á svona stóran fótboltaleik og er ekki mikil fótboltamanneskja. En það er rosalega gaman að vera hluti af þessu, sérstaklega þar sem við erum að styðja stelpuliðið,“ segir Glowie. Tónlistarmennirnir voru á vegum menntamálaráðuneytisins. Ráðherrann, Kristján Þór Júlíusson, segir þau upprennandi listafólk sem ráðuneytið vilji styðja við í tengslum við jafn stóran viðburð og EM sé. „Við erum hér til að peppa okkur upp, liðið og stuðningsfólkið. Það er frábært að það sé hugsað vel um stelpurnar,“ segir Salka Sól Eyfeld. Hún nefnir að lag sveitarinnar, Hossa hossa, hafi notið óvæntra vinsælda í Hollandi og hlær. Glowie segi mikinn heiður að hafa verið fengin út. Aðspurð hvort þau eigi von á að verða „uppgötvuð“ á erlendri grundu með því að troða upp á stuðningsmannatorgi á EM hugsa þau málið.Algjör forréttindi „Ég hef ekki verið að stefna á erlendan markað en endaði til dæmis í Kosice í Slóvakíu út af einni manneskju,“ segir Gauti. Í raun sé það heiður í hvert skipti þegar einhver ákveði að taka frá tíma til að hlusta á hann. „Að ein manneskja mæti til að hlusta á þig er geggjað. Að hugsa sér fólk sem mætir til einhvers í vinnuna til að horfa á hann vinna. Þetta eru forréttindi.“ Glowie skrifaði nýlega undir útgáfusamning í Bretlandi og Bandaríkjunum. „Glowie er allt annað dæmi, það er korter í að það standi tveir lífverðir á milli okkar,“ segir Gauti sem viðurkennir að umgjörðin hafi komið sér á óvart. „Ég hélt að það væru 500 Íslendingar hérna, ekki þrjú þúsund manns. Það er yndislegt.“Sá fyrir sér bjórbumbu og læti Ekkert þeirra þriggja fylgist mikið með fótbolta en þau kunna öll að meta stemninguna. „Ég hefði varla gert mér ferð hingað. Það er svo gaman að fá að upplifa svona í gegnum tónlistina,“ segir Salka. Hún gæti vel hugsað sér að fara með fjölskylduna á mót erlendis í framtíðinni. „Þetta eru kannski fordómar í mér en ég sé fyrir mér þennan týpíska fótboltaaðdáanda sem fertugan gaur með bumbu og bjór og öskrandi. Gaman að sjá fólk á öllum aldri og alls konar stemningu.“ Salka Sól á mágkonu sem á son og dóttur sem æfa bæði fótbolta. „Hún fór í fyrra með strákinn sinn sem er að æfa fótbolta. Svo á hún líka stelpu sem er að æfa fótbolta og það var „no brainer“ að fara með stelpuna hingað nú þegar þær eru að spila.“ EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
„Maður hefur brotið allar siðferðislegar reglur sem maður hefur sett sér. Ég er búinn að hanga með Bjarna Ben og taka húh-ið. Ég veit ekki hvað er eftir,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti, einn listamannanna sem tróðu upp í Tilburg í Hollandi í gær fyrir viðureign okkar kvenna gegn Frökkum á EM. Amabadama lék einnig fyrir Íslendinga sem voru á þriðja þúsund er mest var. Sara Pétursdóttir, Glowie, naut sín í sólinni í gær.Rosalega gaman að styðja stelpuliðið „Ég hef aldrei farið á svona stóran fótboltaleik og er ekki mikil fótboltamanneskja. En það er rosalega gaman að vera hluti af þessu, sérstaklega þar sem við erum að styðja stelpuliðið,“ segir Glowie. Tónlistarmennirnir voru á vegum menntamálaráðuneytisins. Ráðherrann, Kristján Þór Júlíusson, segir þau upprennandi listafólk sem ráðuneytið vilji styðja við í tengslum við jafn stóran viðburð og EM sé. „Við erum hér til að peppa okkur upp, liðið og stuðningsfólkið. Það er frábært að það sé hugsað vel um stelpurnar,“ segir Salka Sól Eyfeld. Hún nefnir að lag sveitarinnar, Hossa hossa, hafi notið óvæntra vinsælda í Hollandi og hlær. Glowie segi mikinn heiður að hafa verið fengin út. Aðspurð hvort þau eigi von á að verða „uppgötvuð“ á erlendri grundu með því að troða upp á stuðningsmannatorgi á EM hugsa þau málið.Algjör forréttindi „Ég hef ekki verið að stefna á erlendan markað en endaði til dæmis í Kosice í Slóvakíu út af einni manneskju,“ segir Gauti. Í raun sé það heiður í hvert skipti þegar einhver ákveði að taka frá tíma til að hlusta á hann. „Að ein manneskja mæti til að hlusta á þig er geggjað. Að hugsa sér fólk sem mætir til einhvers í vinnuna til að horfa á hann vinna. Þetta eru forréttindi.“ Glowie skrifaði nýlega undir útgáfusamning í Bretlandi og Bandaríkjunum. „Glowie er allt annað dæmi, það er korter í að það standi tveir lífverðir á milli okkar,“ segir Gauti sem viðurkennir að umgjörðin hafi komið sér á óvart. „Ég hélt að það væru 500 Íslendingar hérna, ekki þrjú þúsund manns. Það er yndislegt.“Sá fyrir sér bjórbumbu og læti Ekkert þeirra þriggja fylgist mikið með fótbolta en þau kunna öll að meta stemninguna. „Ég hefði varla gert mér ferð hingað. Það er svo gaman að fá að upplifa svona í gegnum tónlistina,“ segir Salka. Hún gæti vel hugsað sér að fara með fjölskylduna á mót erlendis í framtíðinni. „Þetta eru kannski fordómar í mér en ég sé fyrir mér þennan týpíska fótboltaaðdáanda sem fertugan gaur með bumbu og bjór og öskrandi. Gaman að sjá fólk á öllum aldri og alls konar stemningu.“ Salka Sól á mágkonu sem á son og dóttur sem æfa bæði fótbolta. „Hún fór í fyrra með strákinn sinn sem er að æfa fótbolta. Svo á hún líka stelpu sem er að æfa fótbolta og það var „no brainer“ að fara með stelpuna hingað nú þegar þær eru að spila.“
EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira