Maður féll í Gullfoss Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. júlí 2017 17:40 Mikill viðbúnaður er við Gullfoss. vísir/magnús hlynur Víðtæk leit stendur yfir að manni sem féll í Gullfoss laust fyrir klukkan fimm í dag. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út, en auk þess er allt tiltækt lið lögreglu, sjúkraliðs og björgunarsveita á staðnum. Björgunarsveitir eru á hæsta forgangi. Fyrri þyrlan fór í loftið klukkan rúmlega 17 og var hún komin á vettvang rúmum tuttugu mínútum síðar. Um hálftíma síðar var ákveðið að senda aðra þyrlu með sérhæfða björgunarsveitarmenn á vettvang. Stjórn aðgerða er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi. Gert er ráð fyrir að leitað verði fram á nótt, og aftur í fyrramálið.Nýjustu upplýsingar hér að neðan:Uppfært klukkan 23.12Lögregla telur sig nú vita með nokkurri vissu hver maðurinn sem féll í Gullfoss er. Bílar á svæðinu voru skoðaðir og út frá því fann lögregla út nafn mannsins. Þó er enn unnið að staðfestingu, að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. „Við teljum okkur farin að vita það, já. Það er ákveðin skoðun í gangi,“ segir Sveinn Kristján í samtali við Vísi, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um það að svo stöddu. Nánar hér. Uppfært klukkan 22.35 Landsbjörg hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu: „Núna um klukkan 22:30, eru 145 björgunarmenn skráðir í aðgerðina á 28 tækjum, bílum, bátum og Jetskium. Ætlunin er að leita áfram fram á nótt með útkíkki í nótt og í fyrramálið verður leit haldið áfram. Björgunarmenn eru að leita á brún gilsins við mjög erfiðar aðstæður þar sem brúnin er hál, eins eru bátar að leita neðar í Hvítá. Ferðaþjónustuaðilar hafa einnig lánað búnað til leitarinnar.“Uppfært klukkan 21.10 Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar er komin aftur til Reykjavíkur, á meðan hin verður áfram við leitina. Viðbragðsaðilar komu saman til stöðufundar klukkan 21. Björgunarsveitarfólki hefur verið fjölgað, og eru nú allt að 150 manns að leita.Uppfært klukkan 20.50 Ekki er vitað hver maðurinn er né af hvaða þjóðerni, að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Ekki er talið að hann hafi verið með hópi og þá hefur enginn leitað til lögreglu sem saknar hans. Unnið er eftir ákveðnum vísbendingum til þess að komast að frekari upplýsingum um manninn og meðal annars er verið að skoða bíla á svæðinu.Uppfært klukkan 19.00 Drónar hafa bæst við leitina og göngumenn hafa verið fengnir til þess að leita meðfram árbakkanum. Þá er jafnframt notast við sérhæfðan straumvatnsbúnað.Uppfært klukkan 18.27 Yfir hundrað manns frá björgunarsveitum á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu taka þátt í leitinni. Kafarar og bátar hafa sömuleiðis verið sendir á vettvang.Um hundrað björgunarsveitarmenn eru á staðnum.vísir/magnús hlynurvísir/magnús hlynurvísir/magnús hlynur Leit við Gullfoss Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Sjá meira
Víðtæk leit stendur yfir að manni sem féll í Gullfoss laust fyrir klukkan fimm í dag. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út, en auk þess er allt tiltækt lið lögreglu, sjúkraliðs og björgunarsveita á staðnum. Björgunarsveitir eru á hæsta forgangi. Fyrri þyrlan fór í loftið klukkan rúmlega 17 og var hún komin á vettvang rúmum tuttugu mínútum síðar. Um hálftíma síðar var ákveðið að senda aðra þyrlu með sérhæfða björgunarsveitarmenn á vettvang. Stjórn aðgerða er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi. Gert er ráð fyrir að leitað verði fram á nótt, og aftur í fyrramálið.Nýjustu upplýsingar hér að neðan:Uppfært klukkan 23.12Lögregla telur sig nú vita með nokkurri vissu hver maðurinn sem féll í Gullfoss er. Bílar á svæðinu voru skoðaðir og út frá því fann lögregla út nafn mannsins. Þó er enn unnið að staðfestingu, að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. „Við teljum okkur farin að vita það, já. Það er ákveðin skoðun í gangi,“ segir Sveinn Kristján í samtali við Vísi, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um það að svo stöddu. Nánar hér. Uppfært klukkan 22.35 Landsbjörg hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu: „Núna um klukkan 22:30, eru 145 björgunarmenn skráðir í aðgerðina á 28 tækjum, bílum, bátum og Jetskium. Ætlunin er að leita áfram fram á nótt með útkíkki í nótt og í fyrramálið verður leit haldið áfram. Björgunarmenn eru að leita á brún gilsins við mjög erfiðar aðstæður þar sem brúnin er hál, eins eru bátar að leita neðar í Hvítá. Ferðaþjónustuaðilar hafa einnig lánað búnað til leitarinnar.“Uppfært klukkan 21.10 Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar er komin aftur til Reykjavíkur, á meðan hin verður áfram við leitina. Viðbragðsaðilar komu saman til stöðufundar klukkan 21. Björgunarsveitarfólki hefur verið fjölgað, og eru nú allt að 150 manns að leita.Uppfært klukkan 20.50 Ekki er vitað hver maðurinn er né af hvaða þjóðerni, að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Ekki er talið að hann hafi verið með hópi og þá hefur enginn leitað til lögreglu sem saknar hans. Unnið er eftir ákveðnum vísbendingum til þess að komast að frekari upplýsingum um manninn og meðal annars er verið að skoða bíla á svæðinu.Uppfært klukkan 19.00 Drónar hafa bæst við leitina og göngumenn hafa verið fengnir til þess að leita meðfram árbakkanum. Þá er jafnframt notast við sérhæfðan straumvatnsbúnað.Uppfært klukkan 18.27 Yfir hundrað manns frá björgunarsveitum á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu taka þátt í leitinni. Kafarar og bátar hafa sömuleiðis verið sendir á vettvang.Um hundrað björgunarsveitarmenn eru á staðnum.vísir/magnús hlynurvísir/magnús hlynurvísir/magnús hlynur
Leit við Gullfoss Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Sjá meira