FIFA ánægðir með vel heppnaða álfukeppni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. júlí 2017 15:15 Ríkjandi heimsmeistarar Þjóðverja unnu álfukeppnina og verða að teljast líklegir til árangurs næsta sumar Getty Images Álfukeppnin í fótbolta er svokölluð generalprufa fyrir heimsmeistarakeppnina og eru stjórnarmenn alþjóðaknattspyrnusambandsins ánægðir með það sem Rússar buðu uppá síðustu vikur. Keppninni lauk í gær þegar ríkjandi heimsmeistarar sigruðu Síle 2-0 í úrslitaleiknum. „Við höfðum heyrt af óeirðum fyrir keppnina, fótboltabullum, kynþáttaníði og öðru. Það kom ekkert upp hjá okkur, allt gekk eins og í sögu,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, eftir keppnina.Formaður skipulagsnefndar heimsmeistarakeppninnar, Alexey Sorokin, tekur í sama streng. Hann segir álfukeppnina hafa breytt viðhorfi almennings gagnvart Rússum, en það hefur verið mikil gagnrýni á að halda skuli heimsmeistarakeppnina í Rússlandi frá því valið var kunngjört 2010. „Skipulagið á keppninni var á það háu plani að við eyddum öllum áhyggjum og staðalímyndum sem fólk hafði um skipulag stórra viðburða í Rússlandi, og hvernig komið er fram við erlenda áhorfendur. Stuðningsmenn gátu ferðast um án kostnaðar með 217 fríum lestum og boðið var upp á frítt internet inná leikvöngunum. Okkur líður vel með okkar skipulag, nú þarf fólk bara að koma og njóta Rússlands,“ sagði Sorokin.Sorokin telur að ímyndin um rússnesku fótboltabulluna sem hreytir niðrandi kynþáttaníði í andstæðinginn sé eitthvað sem alþjóðapressan hafi búið til og segist fullviss um að það verði ekkert slíkt upp á teningunum í Rússlandi að ári. Það kom ekki upp eitt einasta atvik um kynþáttaníð í álfukeppninni, og þeim fer sífækkandi í Rússlandi, svo Sorokin er viss um að heimsmeistarakeppnin verði alveg laus við það. Rússneska knattspyrnusambandið gaf út svokölluð stuðningsmannaskilríki fyrir álfukeppnina, og munu gera slíkt hið sama fyrir heimsmeistarakeppnina næsta sumar. Þessum skilríkjum þarf að framvísa ásamt aðgöngumiða þegar komið er á vellina og er ætlað til að auka öryggi á leikjum mótsins. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Portúgalar tóku bronsið Portúgal bar sigurorð af Mexíkó, 2-1, í leiknum um bronsið í Álfukeppninni í fótbolta í dag. 2. júlí 2017 14:38 Þjóðverjar flugu inn í úrslitaleikinn Það verða Þýskaland og Síle sem mætast í úrslitaleik Álfukeppninnar. Þýskaland lagði Mexíkó, 3-0, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. 29. júní 2017 19:55 Forseti FIFA: Myndbandsdómarar eru framtíð fótboltans Gianni Infantino, forseti FIFA, er ánægður með hvernig tilraunin með myndbandsdómara í Álfukeppninni í Rússlandi hefur tekist. 2. júlí 2017 09:00 Þjóðverjar unnu Álfukeppnina Þjóðverjar halda áfram að safna titlum í sumar en A-landslið þeirra vann Álfukeppnina í kvöld með 1-0 sigri á Síle í úrslitaleik. 2. júlí 2017 19:53 Bravo hélt hreinu í vítaspyrnukeppninni Claudio Bravo varði Síle inn í úrslitaleik Álfukeppninnar í kvöld er hann lokaði markinu í vítaspyrnukeppni gegn Portúgal í undanúrslitaleik. 28. júní 2017 20:41 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Álfukeppnin í fótbolta er svokölluð generalprufa fyrir heimsmeistarakeppnina og eru stjórnarmenn alþjóðaknattspyrnusambandsins ánægðir með það sem Rússar buðu uppá síðustu vikur. Keppninni lauk í gær þegar ríkjandi heimsmeistarar sigruðu Síle 2-0 í úrslitaleiknum. „Við höfðum heyrt af óeirðum fyrir keppnina, fótboltabullum, kynþáttaníði og öðru. Það kom ekkert upp hjá okkur, allt gekk eins og í sögu,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, eftir keppnina.Formaður skipulagsnefndar heimsmeistarakeppninnar, Alexey Sorokin, tekur í sama streng. Hann segir álfukeppnina hafa breytt viðhorfi almennings gagnvart Rússum, en það hefur verið mikil gagnrýni á að halda skuli heimsmeistarakeppnina í Rússlandi frá því valið var kunngjört 2010. „Skipulagið á keppninni var á það háu plani að við eyddum öllum áhyggjum og staðalímyndum sem fólk hafði um skipulag stórra viðburða í Rússlandi, og hvernig komið er fram við erlenda áhorfendur. Stuðningsmenn gátu ferðast um án kostnaðar með 217 fríum lestum og boðið var upp á frítt internet inná leikvöngunum. Okkur líður vel með okkar skipulag, nú þarf fólk bara að koma og njóta Rússlands,“ sagði Sorokin.Sorokin telur að ímyndin um rússnesku fótboltabulluna sem hreytir niðrandi kynþáttaníði í andstæðinginn sé eitthvað sem alþjóðapressan hafi búið til og segist fullviss um að það verði ekkert slíkt upp á teningunum í Rússlandi að ári. Það kom ekki upp eitt einasta atvik um kynþáttaníð í álfukeppninni, og þeim fer sífækkandi í Rússlandi, svo Sorokin er viss um að heimsmeistarakeppnin verði alveg laus við það. Rússneska knattspyrnusambandið gaf út svokölluð stuðningsmannaskilríki fyrir álfukeppnina, og munu gera slíkt hið sama fyrir heimsmeistarakeppnina næsta sumar. Þessum skilríkjum þarf að framvísa ásamt aðgöngumiða þegar komið er á vellina og er ætlað til að auka öryggi á leikjum mótsins.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Portúgalar tóku bronsið Portúgal bar sigurorð af Mexíkó, 2-1, í leiknum um bronsið í Álfukeppninni í fótbolta í dag. 2. júlí 2017 14:38 Þjóðverjar flugu inn í úrslitaleikinn Það verða Þýskaland og Síle sem mætast í úrslitaleik Álfukeppninnar. Þýskaland lagði Mexíkó, 3-0, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. 29. júní 2017 19:55 Forseti FIFA: Myndbandsdómarar eru framtíð fótboltans Gianni Infantino, forseti FIFA, er ánægður með hvernig tilraunin með myndbandsdómara í Álfukeppninni í Rússlandi hefur tekist. 2. júlí 2017 09:00 Þjóðverjar unnu Álfukeppnina Þjóðverjar halda áfram að safna titlum í sumar en A-landslið þeirra vann Álfukeppnina í kvöld með 1-0 sigri á Síle í úrslitaleik. 2. júlí 2017 19:53 Bravo hélt hreinu í vítaspyrnukeppninni Claudio Bravo varði Síle inn í úrslitaleik Álfukeppninnar í kvöld er hann lokaði markinu í vítaspyrnukeppni gegn Portúgal í undanúrslitaleik. 28. júní 2017 20:41 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Portúgalar tóku bronsið Portúgal bar sigurorð af Mexíkó, 2-1, í leiknum um bronsið í Álfukeppninni í fótbolta í dag. 2. júlí 2017 14:38
Þjóðverjar flugu inn í úrslitaleikinn Það verða Þýskaland og Síle sem mætast í úrslitaleik Álfukeppninnar. Þýskaland lagði Mexíkó, 3-0, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. 29. júní 2017 19:55
Forseti FIFA: Myndbandsdómarar eru framtíð fótboltans Gianni Infantino, forseti FIFA, er ánægður með hvernig tilraunin með myndbandsdómara í Álfukeppninni í Rússlandi hefur tekist. 2. júlí 2017 09:00
Þjóðverjar unnu Álfukeppnina Þjóðverjar halda áfram að safna titlum í sumar en A-landslið þeirra vann Álfukeppnina í kvöld með 1-0 sigri á Síle í úrslitaleik. 2. júlí 2017 19:53
Bravo hélt hreinu í vítaspyrnukeppninni Claudio Bravo varði Síle inn í úrslitaleik Álfukeppninnar í kvöld er hann lokaði markinu í vítaspyrnukeppni gegn Portúgal í undanúrslitaleik. 28. júní 2017 20:41