Hjartasteinn valin á stuttlista LUX Stefán Árni Pálsson skrifar 3. júlí 2017 15:30 Hjartasteinn hefur unnið fjölmörg alþjóðleg verðlaun. Hjartasteinn, hin margverðlaunaða mynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, hefur verið valin á stuttlista LUX Film Prize sem er verðlaunahátíð á vegum Evrópuþingsins. Tilkynnt var um þær tíu myndir sem valdar voru til þátttöku á Karlovy Vary hátíðinni sem fer fram dagana 30. júní til 8 júlí í Tékklandi. Þrjár myndir verða síðan valdar til úrslita og verður tilkynnt um þær myndir á Venice Days fjölmiðlaráðstefnunni í Róm undir lok júlí mánaðar. Eina íslenska myndin sem áður hefur hlotið þennan heiður er myndin Hrútar eftir Grím Hákonarson en engin íslensk mynd hefur enn komist í úrslit hátíðarinnar. Á síðasta ári vann þýska myndin Toni Erdmann eftir Maren Ade og hlaut sú mynd einnig flest verðlaun í Evrópsku Kvikmyndaverðlaununum 2016 og var tilnefnd til Óskars, Golden Globes og Bafta verðlauna.Tíu ára gömul verðlaun LUX hátíðin, sem hefur verið starfrækt síðan árið 2007, leggur sérstaka áherslu á kvikmyndir sem varpa sýn á mikilvæg málefni líðandi stundar og sýna fjölbreytileika evrópskrar menningar. Hátíðin var stofnuð með það í huga að stuðla að dreifingu á evrópskum myndum þar sem að Evrópuþingið taldi að eitt helsta vandamál evrópskra kvikmynda væri dreifing þeirra, sem meðal annars væri tilkomið vegna tungumála hindrana. Myndirnar þrjár sem valdar eru til úrslita ferðast til yfir fjörutíu borga og eru þær textaðar á öllum 24 opinberu tungumálunum innan Evrópusambandsins. Verðlaunamyndin verður svo einnig gerð fáanleg fyrir sjón- og heyrnarskerta, og kynnt af Evrópuþinginu. Hjartasteinn er sýnd í Bíó Paradís í sumar en nýlega hófust einnig sýningar á henni í kvikmyndahúsum í Noregi, Portúgal, Danmörku og Svíþjóð. Bíó og sjónvarp Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Hjartasteinn, hin margverðlaunaða mynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, hefur verið valin á stuttlista LUX Film Prize sem er verðlaunahátíð á vegum Evrópuþingsins. Tilkynnt var um þær tíu myndir sem valdar voru til þátttöku á Karlovy Vary hátíðinni sem fer fram dagana 30. júní til 8 júlí í Tékklandi. Þrjár myndir verða síðan valdar til úrslita og verður tilkynnt um þær myndir á Venice Days fjölmiðlaráðstefnunni í Róm undir lok júlí mánaðar. Eina íslenska myndin sem áður hefur hlotið þennan heiður er myndin Hrútar eftir Grím Hákonarson en engin íslensk mynd hefur enn komist í úrslit hátíðarinnar. Á síðasta ári vann þýska myndin Toni Erdmann eftir Maren Ade og hlaut sú mynd einnig flest verðlaun í Evrópsku Kvikmyndaverðlaununum 2016 og var tilnefnd til Óskars, Golden Globes og Bafta verðlauna.Tíu ára gömul verðlaun LUX hátíðin, sem hefur verið starfrækt síðan árið 2007, leggur sérstaka áherslu á kvikmyndir sem varpa sýn á mikilvæg málefni líðandi stundar og sýna fjölbreytileika evrópskrar menningar. Hátíðin var stofnuð með það í huga að stuðla að dreifingu á evrópskum myndum þar sem að Evrópuþingið taldi að eitt helsta vandamál evrópskra kvikmynda væri dreifing þeirra, sem meðal annars væri tilkomið vegna tungumála hindrana. Myndirnar þrjár sem valdar eru til úrslita ferðast til yfir fjörutíu borga og eru þær textaðar á öllum 24 opinberu tungumálunum innan Evrópusambandsins. Verðlaunamyndin verður svo einnig gerð fáanleg fyrir sjón- og heyrnarskerta, og kynnt af Evrópuþinginu. Hjartasteinn er sýnd í Bíó Paradís í sumar en nýlega hófust einnig sýningar á henni í kvikmyndahúsum í Noregi, Portúgal, Danmörku og Svíþjóð.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein