Meintir einræðistilburðir Macron Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. júlí 2017 07:00 Emmanuel Macron Frakklandsforseti, eða Júpíter eins og hann er gjarnan kallaður í frönskum fjölmiðlum, hélt ræðu í Versölum í gær. Nordicphotos/AFP „Macron fer yfir strikið og reynir, líkt og einhvers konar faraó, að koma á einræði forseta,“ sagði Jean-Luc Mélénchon, formaður sósíalistaflokksins Óbeygt Frakkland, um Emmanuel Macron Frakklandsforseta í gær. Flokkur Mélénchon var einn þriggja sem sniðgengu stefnuræðu Macron í Versalahöll í gær. Þá var Mélénchon einnig einn mótframbjóðenda Macron í forsetakosningunum. Fékk hann tæp 20 prósent atkvæða. Macron lagði í gær til að þingmönnum Frakklands yrði fækkað um þriðjung. Yrðu þannig 385 í fulltrúadeildinni í stað 577 og 232 í öldungadeildinni í stað 348. „Þannig munum við gera ríkisstjórnina skilvirkari og koma Frakklandi á nýja og róttæka leið,“ sagði forsetinn. Í ljósi úrslita forsetakosninganna sem og þingmeirihlutans sem bandamenn forsetans fengu í nýliðnum þingkosningum sagðist forsetinn telja sig hafa umboð til að gera róttækar breytingar á frönsku stjórnkerfi. Sagði hann að ef þingið myndi ekki samþykkja ofangreindar breytingar innan árs myndi forsetinn efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Hingað til hefur verklag verið ofar niðurstöðum, reglur ofar frumkvæði og það að sjúga spena skattgreiðenda verið ofar sanngirni,“ sagði Macron og bætti því við að hann myndi endurreisa virðingu Frakklands. Fækkun þingmanna er þó ekki eina málið sem Macron setti á dagskrá í gær. Ætlar hann einnig að breyta kosningakerfi landsins með það að markmiði að fjöldi kjörinna þingmanna endurspegli betur skoðanir almennings. Þá ætlar Macron að aflétta neyðarástandinu sem ríkt hefur í landinu frá hryðjuverkaárásunum í París í síðasta lagi í haust. Mélénchon var einkar harðorður í garð forsetans í gær. Auk þess sem áður segir líkti hann Macron við Napóleon Bónaparte í Facebook-færslu sinni.Frakkar eru hrifnir af þessum Júpítersstíl en þeir búast samt við því að Júpíter stigi niður af himnum þegar þess gerist þörf Fleiri eru þó ósáttir við forsetann en Mélénchon. Á forsíðu franska fréttablaðsins Libération í gær mátti sjá Macron í líki rómverska goðsins Júpíters þar sem hann handlék eldingar. Lýsti blaðið áhyggjum sínum af því að fundur Macron í Versölum væri nýjasta dæmið um alræðishyggjuna sem byggi innra með forsetanum. Hefur valið á fundarstað einnig verið gagnrýnt. Macron er þó ekki fyrsti forsetinn til að kalla þing saman í Versölum, höll Loðvíks fjórtánda Frakklandskonungs. Gerði FranÇois Hollande slíkt hið sama eftir hryðjuverkin í París og þá gerði Nicolas Sarkozy það árið 2009. Politico greinir frá því að hinn svokallaði Júpítersstíll forsetans gangi út á að stýra ríkinu af mikilli festu. Þannig hafi hann minnkað samskipti sín við fjölmiðla til muna frá því hann tók við. „Frakkar eru hrifnir af þessum Júpítersstíl en þeir búast samt við því að Júpíter stigi niður af himnum þegar þess gerist þörf,“ sagði fyrrverandi aðstoðarmaður Macron í samtali við Politico. Svo virðist sem aðstoðarmaðurinn hafi rétt fyrir sér. Ef marka má könnun Reuters frá því í lok júní nýtur Macron stuðnings 64 prósenta Frakka. Skýrt dæmi um stjórnunarstíl Macron má sjá í frétt Le Monde um að Macron hyggist ekki halda blaðamannafund á Bastilludaginn, eins og hefð er fyrir að forsetar geri. Vitnaði blaðið til heimildarmanna sem sögðu Macron ekki vilja halda blaðamannafund þar sem þankagangur hans væri of flókinn fyrir fjölmiðla. Frakkland Tengdar fréttir Talinn hafa haft í hyggju að myrða Macron Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 23 ára karlmann vegna orða sem hann lét falla á spjallsvæði á netinu. 3. júlí 2017 10:32 Macron vill fækka þingmönnum um þriðjung Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í ræðu sinni að Frakkland væri nú reiðubúið að gera róttækar breytingar og feta nýja braut. 3. júlí 2017 14:17 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
„Macron fer yfir strikið og reynir, líkt og einhvers konar faraó, að koma á einræði forseta,“ sagði Jean-Luc Mélénchon, formaður sósíalistaflokksins Óbeygt Frakkland, um Emmanuel Macron Frakklandsforseta í gær. Flokkur Mélénchon var einn þriggja sem sniðgengu stefnuræðu Macron í Versalahöll í gær. Þá var Mélénchon einnig einn mótframbjóðenda Macron í forsetakosningunum. Fékk hann tæp 20 prósent atkvæða. Macron lagði í gær til að þingmönnum Frakklands yrði fækkað um þriðjung. Yrðu þannig 385 í fulltrúadeildinni í stað 577 og 232 í öldungadeildinni í stað 348. „Þannig munum við gera ríkisstjórnina skilvirkari og koma Frakklandi á nýja og róttæka leið,“ sagði forsetinn. Í ljósi úrslita forsetakosninganna sem og þingmeirihlutans sem bandamenn forsetans fengu í nýliðnum þingkosningum sagðist forsetinn telja sig hafa umboð til að gera róttækar breytingar á frönsku stjórnkerfi. Sagði hann að ef þingið myndi ekki samþykkja ofangreindar breytingar innan árs myndi forsetinn efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Hingað til hefur verklag verið ofar niðurstöðum, reglur ofar frumkvæði og það að sjúga spena skattgreiðenda verið ofar sanngirni,“ sagði Macron og bætti því við að hann myndi endurreisa virðingu Frakklands. Fækkun þingmanna er þó ekki eina málið sem Macron setti á dagskrá í gær. Ætlar hann einnig að breyta kosningakerfi landsins með það að markmiði að fjöldi kjörinna þingmanna endurspegli betur skoðanir almennings. Þá ætlar Macron að aflétta neyðarástandinu sem ríkt hefur í landinu frá hryðjuverkaárásunum í París í síðasta lagi í haust. Mélénchon var einkar harðorður í garð forsetans í gær. Auk þess sem áður segir líkti hann Macron við Napóleon Bónaparte í Facebook-færslu sinni.Frakkar eru hrifnir af þessum Júpítersstíl en þeir búast samt við því að Júpíter stigi niður af himnum þegar þess gerist þörf Fleiri eru þó ósáttir við forsetann en Mélénchon. Á forsíðu franska fréttablaðsins Libération í gær mátti sjá Macron í líki rómverska goðsins Júpíters þar sem hann handlék eldingar. Lýsti blaðið áhyggjum sínum af því að fundur Macron í Versölum væri nýjasta dæmið um alræðishyggjuna sem byggi innra með forsetanum. Hefur valið á fundarstað einnig verið gagnrýnt. Macron er þó ekki fyrsti forsetinn til að kalla þing saman í Versölum, höll Loðvíks fjórtánda Frakklandskonungs. Gerði FranÇois Hollande slíkt hið sama eftir hryðjuverkin í París og þá gerði Nicolas Sarkozy það árið 2009. Politico greinir frá því að hinn svokallaði Júpítersstíll forsetans gangi út á að stýra ríkinu af mikilli festu. Þannig hafi hann minnkað samskipti sín við fjölmiðla til muna frá því hann tók við. „Frakkar eru hrifnir af þessum Júpítersstíl en þeir búast samt við því að Júpíter stigi niður af himnum þegar þess gerist þörf,“ sagði fyrrverandi aðstoðarmaður Macron í samtali við Politico. Svo virðist sem aðstoðarmaðurinn hafi rétt fyrir sér. Ef marka má könnun Reuters frá því í lok júní nýtur Macron stuðnings 64 prósenta Frakka. Skýrt dæmi um stjórnunarstíl Macron má sjá í frétt Le Monde um að Macron hyggist ekki halda blaðamannafund á Bastilludaginn, eins og hefð er fyrir að forsetar geri. Vitnaði blaðið til heimildarmanna sem sögðu Macron ekki vilja halda blaðamannafund þar sem þankagangur hans væri of flókinn fyrir fjölmiðla.
Frakkland Tengdar fréttir Talinn hafa haft í hyggju að myrða Macron Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 23 ára karlmann vegna orða sem hann lét falla á spjallsvæði á netinu. 3. júlí 2017 10:32 Macron vill fækka þingmönnum um þriðjung Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í ræðu sinni að Frakkland væri nú reiðubúið að gera róttækar breytingar og feta nýja braut. 3. júlí 2017 14:17 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Talinn hafa haft í hyggju að myrða Macron Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 23 ára karlmann vegna orða sem hann lét falla á spjallsvæði á netinu. 3. júlí 2017 10:32
Macron vill fækka þingmönnum um þriðjung Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í ræðu sinni að Frakkland væri nú reiðubúið að gera róttækar breytingar og feta nýja braut. 3. júlí 2017 14:17