Sólríkur sunnudagur fram undan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2017 10:25 Spákortið fyrir næstkomandi sunnudag er nokkuð sumarlegt. veðurstofa íslands Það er sólríkur sunnudagur fram undan nánast um allt land næstu helgi ef marka má spákortin á vef Veðurstofu Íslands. Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur, segir að ástæðan fyrir spánni sé sú að búist sé við hæðarhrygg yfir landinu á sunnudag. „Nýjustu spár gera ráð fyrir að þá fari hæðarhryggur yfir landið og fyrir þá sem vilja sólríkt, rólegt og gott veður þá er það draumastaðan en ekki lægðirnar. Hæðarhryggurinn færir okkur sólina svo við vonum bara að þessi spá rætist fyrir þá sem telja sig sóllitla þetta sumarið sem eru nú kannski svolítið margir,“ segir Teitur. Aðspurður hvort að sólin haldist eitthvað í kortunum fram í næstu viku segir Teitur svo ekki vera. „Það kemur lægð í kjölfarið svo það er gert ráð fyrir að það rigni á mánudaginn og það má því segja að þetta sé hæðarhryggurinn á milli lægðanna.“Veðurhorfur í dag og næstu daga:Fremur hægur vindur, skýjað með köflum og skúrir á víð og dreif, einkum seinnipartinn. Suðaustan 5-13 á morgun, en austlægari við norðurströndina. Víða rigning, einkum syðst, en þurrt að kalla austanlands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast við suðausturströndina í dag en í innsveitum norðaustantil á morgun.Á fimmtudag:Suðaustan og austan 8-15 m/s, en heldur hægari vindur eftir hádegi. Þurrt norðanlands framan af degi, annars víða rigning eða skúrir. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á Norðvesturlandi.Á föstudag:Sunnan 8-13 og rigning á sunnanverðu landinu. Hægari breytileg átt og bjart með köflum norðantil, en stöku skúrir síðdegis. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast fyrir norðan.Á laugardag:Hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað og dálítil væta norðanlands. Skýjað með köflum og síðdegisskúrir sunnan heiða. Hiti frá 7 stigum við norðurströndina, upp í 16 stig á Suðurlandi.Á sunnudag:Fremur hæg vestlæg átt. Víða léttskýjað á landinu og hiti 12 til 18 stig.Á mánudag:Útlit fyrir sunnanátt með rigningu, en þurrt og fremur hlýtt á Norður- og Austurlandi. Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Það er sólríkur sunnudagur fram undan nánast um allt land næstu helgi ef marka má spákortin á vef Veðurstofu Íslands. Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur, segir að ástæðan fyrir spánni sé sú að búist sé við hæðarhrygg yfir landinu á sunnudag. „Nýjustu spár gera ráð fyrir að þá fari hæðarhryggur yfir landið og fyrir þá sem vilja sólríkt, rólegt og gott veður þá er það draumastaðan en ekki lægðirnar. Hæðarhryggurinn færir okkur sólina svo við vonum bara að þessi spá rætist fyrir þá sem telja sig sóllitla þetta sumarið sem eru nú kannski svolítið margir,“ segir Teitur. Aðspurður hvort að sólin haldist eitthvað í kortunum fram í næstu viku segir Teitur svo ekki vera. „Það kemur lægð í kjölfarið svo það er gert ráð fyrir að það rigni á mánudaginn og það má því segja að þetta sé hæðarhryggurinn á milli lægðanna.“Veðurhorfur í dag og næstu daga:Fremur hægur vindur, skýjað með köflum og skúrir á víð og dreif, einkum seinnipartinn. Suðaustan 5-13 á morgun, en austlægari við norðurströndina. Víða rigning, einkum syðst, en þurrt að kalla austanlands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast við suðausturströndina í dag en í innsveitum norðaustantil á morgun.Á fimmtudag:Suðaustan og austan 8-15 m/s, en heldur hægari vindur eftir hádegi. Þurrt norðanlands framan af degi, annars víða rigning eða skúrir. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á Norðvesturlandi.Á föstudag:Sunnan 8-13 og rigning á sunnanverðu landinu. Hægari breytileg átt og bjart með köflum norðantil, en stöku skúrir síðdegis. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast fyrir norðan.Á laugardag:Hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað og dálítil væta norðanlands. Skýjað með köflum og síðdegisskúrir sunnan heiða. Hiti frá 7 stigum við norðurströndina, upp í 16 stig á Suðurlandi.Á sunnudag:Fremur hæg vestlæg átt. Víða léttskýjað á landinu og hiti 12 til 18 stig.Á mánudag:Útlit fyrir sunnanátt með rigningu, en þurrt og fremur hlýtt á Norður- og Austurlandi.
Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira