Rafræn tónlistarveisla ræst í dag Stefán Þór Hjartarson skrifar 6. júlí 2017 11:00 Á Extreme Chill verður boðið upp á leyndardómsfullt ferðalag. Raftónlistarveislan Extreme Chill Festival hefst í dag með pomp og prakt. Í ár verður hátíðin haldin í Reykjavík en áður fór hún fram annars staðar – til að mynda í Vík í Mýrdal, Berlín og á Hellissandi. Viðburðir Extreme Chill verða á sex mismunandi stöðum í miðborginni – skemmtistaðnum Húrra, Fríkirkjunni, Bíó Paradís, Mengi, Lucky Records og Miðgarði – Center Hotels. Þetta ku vera stærsta hátíðin til þessa, en þetta er áttunda árið sem hún fer fram. Mikið af stórum nöfnum úr rafsenunni ætlar sér að dáleiða gesti með dularfullum og rafskotnum tónum sínum – en þar má nefna úr hópi erlendra listamanna The Orb, Mixmaster Morris, Courtesy, Christopher Chaplin og Studnitzky. Íslenski hópurinn er engu síðri en þar eru til að mynda Jónas Sen, Stereo Hypnosis, Reptilicus og Poco Apollo og margir fleiri. Í Bíó Paradís verður svo í tengslum við hátíðina frumsýnd heimildarmyndin Lunar Orbit sem fjallar um hljómsveitina The Orb, en tónleikar sveitarinnar eru einn hápunktur hátíðarinnar þetta árið. Um er að ræða goðsagnir í rafbransanum. Fyrstu tónleikar hátíðarinnar eru á dagskrá í Lucky Records á Rauðarárstíg klukkan þrjú í dag og gleðin heldur svo áfram fram eftir í Mengi á Óðinsgötu. Tónlist Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Raftónlistarveislan Extreme Chill Festival hefst í dag með pomp og prakt. Í ár verður hátíðin haldin í Reykjavík en áður fór hún fram annars staðar – til að mynda í Vík í Mýrdal, Berlín og á Hellissandi. Viðburðir Extreme Chill verða á sex mismunandi stöðum í miðborginni – skemmtistaðnum Húrra, Fríkirkjunni, Bíó Paradís, Mengi, Lucky Records og Miðgarði – Center Hotels. Þetta ku vera stærsta hátíðin til þessa, en þetta er áttunda árið sem hún fer fram. Mikið af stórum nöfnum úr rafsenunni ætlar sér að dáleiða gesti með dularfullum og rafskotnum tónum sínum – en þar má nefna úr hópi erlendra listamanna The Orb, Mixmaster Morris, Courtesy, Christopher Chaplin og Studnitzky. Íslenski hópurinn er engu síðri en þar eru til að mynda Jónas Sen, Stereo Hypnosis, Reptilicus og Poco Apollo og margir fleiri. Í Bíó Paradís verður svo í tengslum við hátíðina frumsýnd heimildarmyndin Lunar Orbit sem fjallar um hljómsveitina The Orb, en tónleikar sveitarinnar eru einn hápunktur hátíðarinnar þetta árið. Um er að ræða goðsagnir í rafbransanum. Fyrstu tónleikar hátíðarinnar eru á dagskrá í Lucky Records á Rauðarárstíg klukkan þrjú í dag og gleðin heldur svo áfram fram eftir í Mengi á Óðinsgötu.
Tónlist Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira