Tatu með eigin tónlist í farteskinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. júní 2017 10:15 Tatu hefur síðustu ár einbeitt sér að eigin tónsmíðum. Finnski harmóníkuleikarinn Tatu Kantomaa setti lit á íslenskt tónlistarlíf um tólf ára skeið fyrir 2008 en hvarf þá til nyrstu slóða Finnlands. Nú er hann á landinu og spilar í Flóanum í Hörpu í kvöld undir merki Arctic Concerts. „Það er eigin tónlist sem ég ætla að leika,“ upplýsir hann. „Ég hef samið talsvert undanfarin ár, einkum fyrir nútímasirkus, danssýningar og leikhús. Sumir segja þá tónlist undir áhrifum af franskri harmóníkutónlist og argentínskum tangó, hún verður í fyrri hluta dagskrárinnar og í síðari hlutanum eru lög sem tengjast mínu heimasvæði, Lapplandi.“ Tatu býr í borginni Rovaniemi, rétt norðan við heimskautsbaug. „Rovaniemi er jólasveinabær með í kringum 30-40 þúsund íbúa. Skógur er alls staðar í kring og litlir bæir líka. Ég kenni í tónlistarskóla, spila í sirkus, leikhúsi og víðar þar sem vantar tónlist,“ lýsir hann glaðlega. Tatu kom með nýjan tón í harmóníkumenninguna á Íslandi, hélt tónleika um allt land, lék með íslenskum tónlistarmönnum og kenndi í skólum. Var í hljómsveitinni Rússíbönum og lék í leikhúsum, meðal annars í Sjálfstæðu fólki, Cyrano og Édith Piaf í Þjóðleikhúsinu. Skyldi harmóníkan vera sterk í Finnlandi? „Það eru margir sem spila á harmóníku ég get samt ekki sagt að hún sé vinsælt hljóðfæri í dag, en hún var það, eins og á Íslandi,“ svarar Tatu sem talar svo góða íslensku að maður gleymir strax að hann sé útlendingur. „Ég var rúm tólf ár á Íslandi, svo ég hafði góðan tíma til að læra,“ segir hann. Tatu kveðst hafa lært á harmóníku í tvö ár í Hannover en þá verið búinn að læra í fimmtán ár heima. Mynd eftir Tatu Kanomaa úr hans nærumhverfi í Lapplandi.Nú er hann líka búinn að læra ljósmyndun. „Ég tók prófið í nóvember í fyrra, eftir tveggja ára nám. Það er skemmtilegt að fara í skóla um fertugt, besti tíminn. Ég var búinn að taka myndir í mörg ár áður og komst í annarri tilraun inn í skólann, það var ekki einfalt því maður þurfti að sýna að maður kynni að vinna sem ljósmyndari. Ég ætla að reyna að vinna við ljósmyndun í framtíðinni. En allt gengur í bylgjum og um leið og ég var búinn að læra fagið varð fullt að gera í músíkinni, því hef ég ekki haft mikinn tíma til að sinna myndatökum. En það er gott að hafa kunnáttuna.“ Menning Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira
Finnski harmóníkuleikarinn Tatu Kantomaa setti lit á íslenskt tónlistarlíf um tólf ára skeið fyrir 2008 en hvarf þá til nyrstu slóða Finnlands. Nú er hann á landinu og spilar í Flóanum í Hörpu í kvöld undir merki Arctic Concerts. „Það er eigin tónlist sem ég ætla að leika,“ upplýsir hann. „Ég hef samið talsvert undanfarin ár, einkum fyrir nútímasirkus, danssýningar og leikhús. Sumir segja þá tónlist undir áhrifum af franskri harmóníkutónlist og argentínskum tangó, hún verður í fyrri hluta dagskrárinnar og í síðari hlutanum eru lög sem tengjast mínu heimasvæði, Lapplandi.“ Tatu býr í borginni Rovaniemi, rétt norðan við heimskautsbaug. „Rovaniemi er jólasveinabær með í kringum 30-40 þúsund íbúa. Skógur er alls staðar í kring og litlir bæir líka. Ég kenni í tónlistarskóla, spila í sirkus, leikhúsi og víðar þar sem vantar tónlist,“ lýsir hann glaðlega. Tatu kom með nýjan tón í harmóníkumenninguna á Íslandi, hélt tónleika um allt land, lék með íslenskum tónlistarmönnum og kenndi í skólum. Var í hljómsveitinni Rússíbönum og lék í leikhúsum, meðal annars í Sjálfstæðu fólki, Cyrano og Édith Piaf í Þjóðleikhúsinu. Skyldi harmóníkan vera sterk í Finnlandi? „Það eru margir sem spila á harmóníku ég get samt ekki sagt að hún sé vinsælt hljóðfæri í dag, en hún var það, eins og á Íslandi,“ svarar Tatu sem talar svo góða íslensku að maður gleymir strax að hann sé útlendingur. „Ég var rúm tólf ár á Íslandi, svo ég hafði góðan tíma til að læra,“ segir hann. Tatu kveðst hafa lært á harmóníku í tvö ár í Hannover en þá verið búinn að læra í fimmtán ár heima. Mynd eftir Tatu Kanomaa úr hans nærumhverfi í Lapplandi.Nú er hann líka búinn að læra ljósmyndun. „Ég tók prófið í nóvember í fyrra, eftir tveggja ára nám. Það er skemmtilegt að fara í skóla um fertugt, besti tíminn. Ég var búinn að taka myndir í mörg ár áður og komst í annarri tilraun inn í skólann, það var ekki einfalt því maður þurfti að sýna að maður kynni að vinna sem ljósmyndari. Ég ætla að reyna að vinna við ljósmyndun í framtíðinni. En allt gengur í bylgjum og um leið og ég var búinn að læra fagið varð fullt að gera í músíkinni, því hef ég ekki haft mikinn tíma til að sinna myndatökum. En það er gott að hafa kunnáttuna.“
Menning Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira