Ný ógn Óttar Guðmundsson skrifar 24. júní 2017 07:00 Ég var á dögunum á fundi með skandinavískum geðlæknum. Viðfangsefnið var m.a. að ræða fyrirbæri sem Svíar kalla „utmattningsdepression“ eða örmögnunarþunglyndi sem fer hratt vaxandi. Lýsingin gæti verið þessi: Manneskja á aldrinum 30-60 ára í krefjandi starfi. Vinnan verður með tímanum æ flóknari og kröfurnar um alls kyns tæknikunnáttu æ meiri. Fólk verður að tileinka sér tækninýjungar sem smám saman verða yfirþyrmandi. Kröfurnar í einkalífinu aukast að sama skapi. Skutla þarf heimilisfólki í alls konar tómstundastarf og sjá um heimilisstörf, eldamennsku, þvott og bílinn. Og ekki þarf að fjölyrða um það að samlíf hjóna versnar eftir því sem álagið eykst. Heimilið breytist smám saman í fyrirtæki sem verður að halda gangandi og sjá til þess að allir standist kröfur skólans, vinnunnar og einkalífsins. Þessu fylgja ótrúlegar nýjungar í samskiptatækni svo að allir séu alltaf ínáanlegir. Símarnir gelta stanslaust með nýjar kröfur, nýjar myndir og skilaboð. Hraðinn eykst. Skyndilega var eins og viðkomandi keyrði á fullri ferð á vegg. Hann gafst upp, missti kjark og trú á sjálfan sig og lagðist í rúmið. Mannsheilinn var hreinlega ekki hannaður fyrir þetta álag. Hann gat ekki sinnt öllum verkefnum samtímis. Tæknin hafði tekið öll völd og gert lífið óviðráðanlegt. Þetta minnir á Glám í Grettis sögu. Vinnumaðurinn tók smám saman öll völd á heimili húsbænda sinna og reið húsum fúll á svip. Það varð Gretti dýrkeypt að sigra drauginn enda týndi hann sjálfum sér. Menn eru jafn ráðalausir gagnvart þessum Glámi nútímans. Maðurinn á enga aðra kosti en gangast draugnum á vald með ófyrirsjáanlegum afleiðingum eða hætta að láta tæknina stjórna lífi sínu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ég var á dögunum á fundi með skandinavískum geðlæknum. Viðfangsefnið var m.a. að ræða fyrirbæri sem Svíar kalla „utmattningsdepression“ eða örmögnunarþunglyndi sem fer hratt vaxandi. Lýsingin gæti verið þessi: Manneskja á aldrinum 30-60 ára í krefjandi starfi. Vinnan verður með tímanum æ flóknari og kröfurnar um alls kyns tæknikunnáttu æ meiri. Fólk verður að tileinka sér tækninýjungar sem smám saman verða yfirþyrmandi. Kröfurnar í einkalífinu aukast að sama skapi. Skutla þarf heimilisfólki í alls konar tómstundastarf og sjá um heimilisstörf, eldamennsku, þvott og bílinn. Og ekki þarf að fjölyrða um það að samlíf hjóna versnar eftir því sem álagið eykst. Heimilið breytist smám saman í fyrirtæki sem verður að halda gangandi og sjá til þess að allir standist kröfur skólans, vinnunnar og einkalífsins. Þessu fylgja ótrúlegar nýjungar í samskiptatækni svo að allir séu alltaf ínáanlegir. Símarnir gelta stanslaust með nýjar kröfur, nýjar myndir og skilaboð. Hraðinn eykst. Skyndilega var eins og viðkomandi keyrði á fullri ferð á vegg. Hann gafst upp, missti kjark og trú á sjálfan sig og lagðist í rúmið. Mannsheilinn var hreinlega ekki hannaður fyrir þetta álag. Hann gat ekki sinnt öllum verkefnum samtímis. Tæknin hafði tekið öll völd og gert lífið óviðráðanlegt. Þetta minnir á Glám í Grettis sögu. Vinnumaðurinn tók smám saman öll völd á heimili húsbænda sinna og reið húsum fúll á svip. Það varð Gretti dýrkeypt að sigra drauginn enda týndi hann sjálfum sér. Menn eru jafn ráðalausir gagnvart þessum Glámi nútímans. Maðurinn á enga aðra kosti en gangast draugnum á vald með ófyrirsjáanlegum afleiðingum eða hætta að láta tæknina stjórna lífi sínu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun