Varað við nýrri hrinu tölvuárása Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júní 2017 17:52 Smitleið óværunnar sé ekki ljós að fullu á þessu stigi. vísir/getty Ekki hafa borist upplýsingar um tölvuárásir hér á landi líkt og gerðar voru í nokkrum Evrópulöndum í dag. Póst- og fjarskiptastofnun sér hins vegar ástæðu til þess að vara við slíkum árásum og biður fólk um að láta verði það fyrir tölvuárás. Um er að ræða nýtt afbrigði af hugbúnaði sem þekktur er undir nafninu „Petya“. Búnaðurinn hefur herjað á tölvukerfi í nokkrum löndum, svo sem í Danmörku, Bretlandi, Úkraínu og Rússlandi. Spilliforritið er gagnagíslataka þannig að gögn viðkomandi tölvu eru dulkóðuð og krafist er lausnargjalds í skiptum fyrir gögnin. Stofnunin segir að vísbendingar séu um að þetta afbrigði noti sömu smitleið og WannaCry, sem fréttir bárust af í síðasta mánuði, en Microsoft hefur þegar gefið út öryggisuppfærslu sem lokar þeirri smitleið. Á vefsíðu netöryggissveitarinnar CERT-ÍS segir að smitleið óværunnar sé ekki ljós að fullu á þessu stigi, en að vitað sé til þess að óværunni hafi verið dreift með viðhengi í tölvupósti. Netöryggissveitin óskar eftir tilkynningum um atvik sem kunna að eiga sér stað á netfangið cert@cert.is. Tölvupóstunum skuli fylgja sem ítarlegastar upplýsingar, til að mynda fjárkúgunarbréf og spillikóða. Þá mælir Póst- og fjarskiptastofnun með að gætt sé að því að:Afritataka sé trygg og regluleg svo viðkvæm gögn tapist ekki í árásum sem þessum. Afrit skal helst geyma þannig að þau séu ekki tengd við tölvur eða net.Stýrikerfi og varnarbúnaður svo sem vírusvarnir séu uppfærð með nýjustu öryggisuppfærslum frá framleiðendum.Að ekki sé smellt á viðhengi eða hlekki sem koma í óumbeðnum tölvupósti, burtséð frá því hvort sendanda sé treyst eða ekki.Ef sýking finnst skal tilkynna það til CERT-ÍSEf tölva reynist sýkt skal taka hana úr sambandi við netið strax, bæði netsnúru og WiFi. Annars er hætt við að hún sýki aðrar tölvur.Mikilvægt er að tilkynna smit til Netöryggissveitarinnar CERT-ÍS. Vinsamlega sendið tilkynningar á netfangið cert@cert.is eða í faxnúmer 510-1509.Í tilkynningunni komi fram hver varð fyrir árás, hvaða stýrikerfi er um að ræða, hvernig afleiðingarnar lýsa sér í stuttu máli og nafn, sími og tölvupóstur tengiliðar.Vefsíða netöryggissveitarinnar er á www.cert.is . Þar er að finna tæknilegar upplýsingar sem tengjast árásinni,að því er segir á vef Póst- og fjarskiptastofnunar. Tengdar fréttir Umfangsmikil tölvuárás gerð á Úkraínu Meðal annars var ráðist á ríkisbankann, orkufyrirtæki og stærsta flugvöllinn í Kænugarði. 27. júní 2017 13:41 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Ekki hafa borist upplýsingar um tölvuárásir hér á landi líkt og gerðar voru í nokkrum Evrópulöndum í dag. Póst- og fjarskiptastofnun sér hins vegar ástæðu til þess að vara við slíkum árásum og biður fólk um að láta verði það fyrir tölvuárás. Um er að ræða nýtt afbrigði af hugbúnaði sem þekktur er undir nafninu „Petya“. Búnaðurinn hefur herjað á tölvukerfi í nokkrum löndum, svo sem í Danmörku, Bretlandi, Úkraínu og Rússlandi. Spilliforritið er gagnagíslataka þannig að gögn viðkomandi tölvu eru dulkóðuð og krafist er lausnargjalds í skiptum fyrir gögnin. Stofnunin segir að vísbendingar séu um að þetta afbrigði noti sömu smitleið og WannaCry, sem fréttir bárust af í síðasta mánuði, en Microsoft hefur þegar gefið út öryggisuppfærslu sem lokar þeirri smitleið. Á vefsíðu netöryggissveitarinnar CERT-ÍS segir að smitleið óværunnar sé ekki ljós að fullu á þessu stigi, en að vitað sé til þess að óværunni hafi verið dreift með viðhengi í tölvupósti. Netöryggissveitin óskar eftir tilkynningum um atvik sem kunna að eiga sér stað á netfangið cert@cert.is. Tölvupóstunum skuli fylgja sem ítarlegastar upplýsingar, til að mynda fjárkúgunarbréf og spillikóða. Þá mælir Póst- og fjarskiptastofnun með að gætt sé að því að:Afritataka sé trygg og regluleg svo viðkvæm gögn tapist ekki í árásum sem þessum. Afrit skal helst geyma þannig að þau séu ekki tengd við tölvur eða net.Stýrikerfi og varnarbúnaður svo sem vírusvarnir séu uppfærð með nýjustu öryggisuppfærslum frá framleiðendum.Að ekki sé smellt á viðhengi eða hlekki sem koma í óumbeðnum tölvupósti, burtséð frá því hvort sendanda sé treyst eða ekki.Ef sýking finnst skal tilkynna það til CERT-ÍSEf tölva reynist sýkt skal taka hana úr sambandi við netið strax, bæði netsnúru og WiFi. Annars er hætt við að hún sýki aðrar tölvur.Mikilvægt er að tilkynna smit til Netöryggissveitarinnar CERT-ÍS. Vinsamlega sendið tilkynningar á netfangið cert@cert.is eða í faxnúmer 510-1509.Í tilkynningunni komi fram hver varð fyrir árás, hvaða stýrikerfi er um að ræða, hvernig afleiðingarnar lýsa sér í stuttu máli og nafn, sími og tölvupóstur tengiliðar.Vefsíða netöryggissveitarinnar er á www.cert.is . Þar er að finna tæknilegar upplýsingar sem tengjast árásinni,að því er segir á vef Póst- og fjarskiptastofnunar.
Tengdar fréttir Umfangsmikil tölvuárás gerð á Úkraínu Meðal annars var ráðist á ríkisbankann, orkufyrirtæki og stærsta flugvöllinn í Kænugarði. 27. júní 2017 13:41 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Umfangsmikil tölvuárás gerð á Úkraínu Meðal annars var ráðist á ríkisbankann, orkufyrirtæki og stærsta flugvöllinn í Kænugarði. 27. júní 2017 13:41