Bretar taka hygge í formlega notkun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júní 2017 23:49 Þetta er nokkuð hygge, er það ekki? Þó nokkur ný orð bættust í Oxford-orðabókina í dag þegar hún var endurnýjuð, líkt og gert er á hverjum ársfjórðungi. Danska orðið hygge er þeirra á meðal. Danska orðið hygge hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarin misseri, þá sérstaklega í Bretlandi og Bandaríkjunum. Það var tilnefnt sem orð ársins árið 2016 hjá Oxford-orðabókinni en hefur hins vegar ekki fengið pláss í henni fyrr en nú. Hygge merkir að skapa þægilegt andrúmsloft vellíðunar og er sagt nokkurs konar einkenni danskrar menningar, þar sem fólk lifi í núinu og njóti þess sem lífið hafi upp á að bjóða.Ekki það sama og að hafa það kósý Danskir fjölmiðlar fjalla um málið og segja marga telja orðið hafa sömu merkingu og að hafa það kósý – eða notalegt – sem sé hins vegar alrangt. Þá leiðrétta þeir frændur sína Breta sem flestir segi „higgy“ en bæta það upp með nokkurs konar talkennslu í greinarskrifum sínum þar sem þeir taka það fram að ypsilon-ið sé borið fram sem u. Vinsældir orðsins eiga rætur sínar að rekja til hugljúfrar fréttar á vef breska ríkisútvarpsins árið 2015. Fréttin fjallaði um breskan framhaldsskóla sem hóf að kenna nemendum sínum hugmyndafræði hygge. Þar er merkingu orðsins lýst sem svo:„Þú situr við arineld á kaldri vetrarnóttu, í lopapeysu með heitt jólaglögg, á meðan þú strýkur hundinum, umkringdur kertaljósum.“ Dönum þótti Bretum takast nokkuð vel til við þýðinguna, en þess ber að geta að Danmörk er ein hamingjusamasta þjóð heims. Our June 2017 update sees the inclusion of 'woke', 'tennis mum', and many more words, phrases, and senses. https://t.co/Ps7wWEJGxw— The OED (@OED) June 26, 2017 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira
Þó nokkur ný orð bættust í Oxford-orðabókina í dag þegar hún var endurnýjuð, líkt og gert er á hverjum ársfjórðungi. Danska orðið hygge er þeirra á meðal. Danska orðið hygge hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarin misseri, þá sérstaklega í Bretlandi og Bandaríkjunum. Það var tilnefnt sem orð ársins árið 2016 hjá Oxford-orðabókinni en hefur hins vegar ekki fengið pláss í henni fyrr en nú. Hygge merkir að skapa þægilegt andrúmsloft vellíðunar og er sagt nokkurs konar einkenni danskrar menningar, þar sem fólk lifi í núinu og njóti þess sem lífið hafi upp á að bjóða.Ekki það sama og að hafa það kósý Danskir fjölmiðlar fjalla um málið og segja marga telja orðið hafa sömu merkingu og að hafa það kósý – eða notalegt – sem sé hins vegar alrangt. Þá leiðrétta þeir frændur sína Breta sem flestir segi „higgy“ en bæta það upp með nokkurs konar talkennslu í greinarskrifum sínum þar sem þeir taka það fram að ypsilon-ið sé borið fram sem u. Vinsældir orðsins eiga rætur sínar að rekja til hugljúfrar fréttar á vef breska ríkisútvarpsins árið 2015. Fréttin fjallaði um breskan framhaldsskóla sem hóf að kenna nemendum sínum hugmyndafræði hygge. Þar er merkingu orðsins lýst sem svo:„Þú situr við arineld á kaldri vetrarnóttu, í lopapeysu með heitt jólaglögg, á meðan þú strýkur hundinum, umkringdur kertaljósum.“ Dönum þótti Bretum takast nokkuð vel til við þýðinguna, en þess ber að geta að Danmörk er ein hamingjusamasta þjóð heims. Our June 2017 update sees the inclusion of 'woke', 'tennis mum', and many more words, phrases, and senses. https://t.co/Ps7wWEJGxw— The OED (@OED) June 26, 2017
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira