Langar raðir flytjenda og tónleikagesta Jónas Sen skrifar 29. júní 2017 09:30 Rosanne Philippens og István Várdai. Vísir/Andri Marinó Á lokatónleikum Reykjavík Midsummer Music var eins konar óvissudagskrá, því hún var ekki prentuð. Maður vissi ekki fyrirfram hvað átti að leika, sem var spennandi. Gaman var að fólki skyldi komið á óvart, verri var óvissan í miðasölunni á undan. Allmargir gestir, e.t.v. flestir, voru með hátíðarpassa sem gilti á alla tónleika hátíðarinnar. Tónleikarnir nú voru haldnir í Eldborg, þar sem eru númeruð sæti, en ekki í Norðurljósum eins og hinir viðburðir hátíðarinnar í Hörpu. Þegar fólk ætlaði inn í salinn var þeim sagt að fara niður í miðasölu til að velja sér sæti. Þar myndaðist löng og mikil röð, því aðeins einn var að afgreiða. Er tónleikarnir voru alveg að fara að hefjast, og röðin enn hin lengsta, var gestum hins vegar tilkynnt að þeir ættu að flýta sér upp í sal og mættu velja sér sæti í tilteknum röðum. Þetta skapaði merkjanlegan pirring meðal fólks að vera þannig sent fram og til baka að ástæðulausu. Eftir þessa byrjunarörðugleika hófust tónleikarnir. Dagskráin var bland í poka og var í fjörlegri kantinum. Þar kenndi margra grasa. Atriðin voru flest stutt og óþarfi að telja þau öll upp. Það fyrsta var Passakalían eftir Halvorsen sem þau Rosanne Philippens fiðluleikari og István Várdai sellóleikari léku af eftirminnilegum glæsibrag. Síðan tók við runa af verkum sem voru flutt af tveimur eða fleiri hljóðfæraleikurum, og smám saman komu fram allir flytjendur hátíðarinnar. Víkingur Heiðar Ólafsson kynnti dagskrána. Hann sagði í leiðinni frá hljóðfærunum sem var leikið á, og ekki var laust við að það færi um mann að heyra hversu verðmæt þau voru. Þarna var t.d. sellóið sem einn frægasti sellisti 20. aldarinnar, Jaqueline du Pré, lék á, en hún lést langt fyrir aldur fram. Enn merkilegri var fiðlan sem enginn annar en Napoleon Bonaparté átti, en það var Sayaka Shoji sem spilaði á hana. Andrúmsloftið var létt á tónleikunum. Víkingur var hinn skemmtilegasti sem kynnir og mörg atriðin voru frábær. Fyrsti kaflinn í g-moll píanókvartettinum eftir Brahms var sérlega vel fluttur, sama má segja um rúmenska dansa eftir Bartók, vals eftir Cage, sönglag eftir Fauré í sellóútsetningu og spuna. Opening eftir Philip Glass sem Víkingur lék ásamt Strokkvartettinum Sigga var hrífandi fagurt, og þeim mun aðdáunarverðara sem strokkvartettinn var nýbúinn að flytja kvartett eftir Morton Feldman í Mengi fyrr um daginn. Hann tók rúma fimm klukkutíma! Tónleikarnir nú voru líka heldur langir, þrír tímar er ansi ríflegt, verður að segjast. Að öðru leyti var þetta notaleg stund og flottur endir á metnaðarfullri hátíð. Niðurstaða: Lokatónleikar Reykjavík Midsummer Music voru líflegir og áheyrilegir. Tónlistargagnrýni Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Á lokatónleikum Reykjavík Midsummer Music var eins konar óvissudagskrá, því hún var ekki prentuð. Maður vissi ekki fyrirfram hvað átti að leika, sem var spennandi. Gaman var að fólki skyldi komið á óvart, verri var óvissan í miðasölunni á undan. Allmargir gestir, e.t.v. flestir, voru með hátíðarpassa sem gilti á alla tónleika hátíðarinnar. Tónleikarnir nú voru haldnir í Eldborg, þar sem eru númeruð sæti, en ekki í Norðurljósum eins og hinir viðburðir hátíðarinnar í Hörpu. Þegar fólk ætlaði inn í salinn var þeim sagt að fara niður í miðasölu til að velja sér sæti. Þar myndaðist löng og mikil röð, því aðeins einn var að afgreiða. Er tónleikarnir voru alveg að fara að hefjast, og röðin enn hin lengsta, var gestum hins vegar tilkynnt að þeir ættu að flýta sér upp í sal og mættu velja sér sæti í tilteknum röðum. Þetta skapaði merkjanlegan pirring meðal fólks að vera þannig sent fram og til baka að ástæðulausu. Eftir þessa byrjunarörðugleika hófust tónleikarnir. Dagskráin var bland í poka og var í fjörlegri kantinum. Þar kenndi margra grasa. Atriðin voru flest stutt og óþarfi að telja þau öll upp. Það fyrsta var Passakalían eftir Halvorsen sem þau Rosanne Philippens fiðluleikari og István Várdai sellóleikari léku af eftirminnilegum glæsibrag. Síðan tók við runa af verkum sem voru flutt af tveimur eða fleiri hljóðfæraleikurum, og smám saman komu fram allir flytjendur hátíðarinnar. Víkingur Heiðar Ólafsson kynnti dagskrána. Hann sagði í leiðinni frá hljóðfærunum sem var leikið á, og ekki var laust við að það færi um mann að heyra hversu verðmæt þau voru. Þarna var t.d. sellóið sem einn frægasti sellisti 20. aldarinnar, Jaqueline du Pré, lék á, en hún lést langt fyrir aldur fram. Enn merkilegri var fiðlan sem enginn annar en Napoleon Bonaparté átti, en það var Sayaka Shoji sem spilaði á hana. Andrúmsloftið var létt á tónleikunum. Víkingur var hinn skemmtilegasti sem kynnir og mörg atriðin voru frábær. Fyrsti kaflinn í g-moll píanókvartettinum eftir Brahms var sérlega vel fluttur, sama má segja um rúmenska dansa eftir Bartók, vals eftir Cage, sönglag eftir Fauré í sellóútsetningu og spuna. Opening eftir Philip Glass sem Víkingur lék ásamt Strokkvartettinum Sigga var hrífandi fagurt, og þeim mun aðdáunarverðara sem strokkvartettinn var nýbúinn að flytja kvartett eftir Morton Feldman í Mengi fyrr um daginn. Hann tók rúma fimm klukkutíma! Tónleikarnir nú voru líka heldur langir, þrír tímar er ansi ríflegt, verður að segjast. Að öðru leyti var þetta notaleg stund og flottur endir á metnaðarfullri hátíð. Niðurstaða: Lokatónleikar Reykjavík Midsummer Music voru líflegir og áheyrilegir.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira