Dennis Rodman á leiðinni til Norður-Kóreu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júní 2017 23:15 Dennis Rodman. vísir/getty Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. CNN spurðist þá fyrir um heimsókn Rodman hjá embættismönnum í Pyongyang og fengust þá þau svör að körfuboltamaðurinn fyrrverandi væri væntanlegur þangað á morgun. Rodman hefur heimsótt Norður-Kóreu að minnsta kosti fjórum sinnum áður en þar af voru þrjár af ferðum hans á árunum 2013 og 2014. Hann er einn af fáum Bandaríkjamönnum sem hitt hafa einræðisherra landsins, Kim Jong Un. Ekki er vitað hvert er tilefni heimsóknar Rodman núna en síðasta heimsóknin hans var í janúar 2014. Þá fór hann til Norður-Kóreu ásamt nokkrum öðrum fyrrverandi leikmönnum úr NBA-deildinni og léku þeir nokkurs konar sýningar-körfuboltaleik sem sagður var vera afmælisgjöf til Kim Jong Un. Rodman hefur varið ferðir sínar til Norður-Kóreu og sagst vera þar í erindrekstri fyrir körfuboltann. Eins og þekkt er er Norður-Kórea afar einangruð, bæði í efnahagslegu og pólitísku tilliti, auk þess sem stjórnvöld þar í landi hafa brotið á mannréttindum þegna sinna í áraraðir. Rodman virðist þó ekki láta það á sig fá en hann lék meðal annars með Chicago Bulls, San Antonio Spurs og Detroit Pistons í NBA á 10. áratugnum. Norður-Kórea Tengdar fréttir Prófun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna heppnaðist Höfuðstöðvar Bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hafa skotið niður tilraunasprengihleðslu sína yfir Kyrrahafinu. Með þessari tilraun hefur lykiltakmarki í þróun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna verið náð. 30. maí 2017 21:14 Yfirvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskotið hafa heppnast vel Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu hefur staðfest að tilraunaskot á miðdrægri eldflaug, sem skotið var á loft fyrr í dag, hafi tekist eins og áætlað var. 21. maí 2017 23:55 Norður-Kóreumenn gagnrýna Trump vegna Parísarsamkomulagsins "Þetta er hámark sjálfselskunnar og siðferðislegs tómarúms sem sækist aðeins eftir eigin velferð á kostnað allrar plánetunnar,“ segir utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu um að Donald Trump hafi ákveðið að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. 7. júní 2017 17:27 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. CNN spurðist þá fyrir um heimsókn Rodman hjá embættismönnum í Pyongyang og fengust þá þau svör að körfuboltamaðurinn fyrrverandi væri væntanlegur þangað á morgun. Rodman hefur heimsótt Norður-Kóreu að minnsta kosti fjórum sinnum áður en þar af voru þrjár af ferðum hans á árunum 2013 og 2014. Hann er einn af fáum Bandaríkjamönnum sem hitt hafa einræðisherra landsins, Kim Jong Un. Ekki er vitað hvert er tilefni heimsóknar Rodman núna en síðasta heimsóknin hans var í janúar 2014. Þá fór hann til Norður-Kóreu ásamt nokkrum öðrum fyrrverandi leikmönnum úr NBA-deildinni og léku þeir nokkurs konar sýningar-körfuboltaleik sem sagður var vera afmælisgjöf til Kim Jong Un. Rodman hefur varið ferðir sínar til Norður-Kóreu og sagst vera þar í erindrekstri fyrir körfuboltann. Eins og þekkt er er Norður-Kórea afar einangruð, bæði í efnahagslegu og pólitísku tilliti, auk þess sem stjórnvöld þar í landi hafa brotið á mannréttindum þegna sinna í áraraðir. Rodman virðist þó ekki láta það á sig fá en hann lék meðal annars með Chicago Bulls, San Antonio Spurs og Detroit Pistons í NBA á 10. áratugnum.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Prófun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna heppnaðist Höfuðstöðvar Bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hafa skotið niður tilraunasprengihleðslu sína yfir Kyrrahafinu. Með þessari tilraun hefur lykiltakmarki í þróun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna verið náð. 30. maí 2017 21:14 Yfirvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskotið hafa heppnast vel Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu hefur staðfest að tilraunaskot á miðdrægri eldflaug, sem skotið var á loft fyrr í dag, hafi tekist eins og áætlað var. 21. maí 2017 23:55 Norður-Kóreumenn gagnrýna Trump vegna Parísarsamkomulagsins "Þetta er hámark sjálfselskunnar og siðferðislegs tómarúms sem sækist aðeins eftir eigin velferð á kostnað allrar plánetunnar,“ segir utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu um að Donald Trump hafi ákveðið að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. 7. júní 2017 17:27 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Prófun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna heppnaðist Höfuðstöðvar Bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hafa skotið niður tilraunasprengihleðslu sína yfir Kyrrahafinu. Með þessari tilraun hefur lykiltakmarki í þróun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna verið náð. 30. maí 2017 21:14
Yfirvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskotið hafa heppnast vel Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu hefur staðfest að tilraunaskot á miðdrægri eldflaug, sem skotið var á loft fyrr í dag, hafi tekist eins og áætlað var. 21. maí 2017 23:55
Norður-Kóreumenn gagnrýna Trump vegna Parísarsamkomulagsins "Þetta er hámark sjálfselskunnar og siðferðislegs tómarúms sem sækist aðeins eftir eigin velferð á kostnað allrar plánetunnar,“ segir utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu um að Donald Trump hafi ákveðið að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. 7. júní 2017 17:27