Yoko Ono gerð að meðhöfundi lagsins Imagine Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2017 11:45 Yoko Ono og John Lennon. Vísir/getty Yoko Ono verður gerð að meðhöfundi lagsins Imagine en lagið er eitt vinsælasta lag eiginmanns hennar, Johns Lennon heitins. Tilkynning um ákvörðunina var send út í New York í Bandaríkjunum í gær. BBC greinir frá. Ákvörðunin, sem sögð er hafa komið mörgum á óvart, var gerð opinber á árlegum fundi Sambands tónlistarútgefenda í New York í gær. Málið var útskýrt með þeim hætt að „mikið af því [laginu] – textinn og hugmyndin – er frá Yoko.“ Þá var bútur úr Imagine spilaður fyrir viðstadda og lagið sagt „átt að vera viðurkennt sem lag úr smiðju Lennon og Ono.“ Ono var sjálf viðstödd athöfnina ásamt syni sínum, Sean Ono Lennon, til að taka við verðlaunum fyrir „lag aldarinnar“ til heiðurs áðurnefndu Imagine. Hún var ekki látin vita fyrirfram af ákvörðuninni. „Þegar þau samþykktu þetta opinberlega, í gegnum frásögn föður míns, að móðir mín sé meðhöfundur Imagine, lags aldarinnar, þetta gæti verið stærsti gleðidagur ævi okkar mömmu,“ sagði Lennon í viðtali við tímaritið Billboard í gær. Á síðari árum hefur Yoko Ono lent í nokkrum útistöðum vegna höfundarréttar á lögum eiginmanns síns. Hún hótaði því meðal annars að lögsækja fyrrverandi Bítilinn Paul McCartney fyrir að breyta höfundarskráningu á 19 Bítlalögum sem gefin voru út á plötu hans árið 2002. Ekki er víst hvenær skráning Ono sem meðhöfundur Imagine tekur gildi en talið er að viðbót nafns hennar við lagið gæti mætt einhverri andstöðu.Hér að neðan má hlusta á hinn sögufræga friðarbrag Imagine. Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Yoko Ono verður gerð að meðhöfundi lagsins Imagine en lagið er eitt vinsælasta lag eiginmanns hennar, Johns Lennon heitins. Tilkynning um ákvörðunina var send út í New York í Bandaríkjunum í gær. BBC greinir frá. Ákvörðunin, sem sögð er hafa komið mörgum á óvart, var gerð opinber á árlegum fundi Sambands tónlistarútgefenda í New York í gær. Málið var útskýrt með þeim hætt að „mikið af því [laginu] – textinn og hugmyndin – er frá Yoko.“ Þá var bútur úr Imagine spilaður fyrir viðstadda og lagið sagt „átt að vera viðurkennt sem lag úr smiðju Lennon og Ono.“ Ono var sjálf viðstödd athöfnina ásamt syni sínum, Sean Ono Lennon, til að taka við verðlaunum fyrir „lag aldarinnar“ til heiðurs áðurnefndu Imagine. Hún var ekki látin vita fyrirfram af ákvörðuninni. „Þegar þau samþykktu þetta opinberlega, í gegnum frásögn föður míns, að móðir mín sé meðhöfundur Imagine, lags aldarinnar, þetta gæti verið stærsti gleðidagur ævi okkar mömmu,“ sagði Lennon í viðtali við tímaritið Billboard í gær. Á síðari árum hefur Yoko Ono lent í nokkrum útistöðum vegna höfundarréttar á lögum eiginmanns síns. Hún hótaði því meðal annars að lögsækja fyrrverandi Bítilinn Paul McCartney fyrir að breyta höfundarskráningu á 19 Bítlalögum sem gefin voru út á plötu hans árið 2002. Ekki er víst hvenær skráning Ono sem meðhöfundur Imagine tekur gildi en talið er að viðbót nafns hennar við lagið gæti mætt einhverri andstöðu.Hér að neðan má hlusta á hinn sögufræga friðarbrag Imagine.
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira