Fornleifauppgröfturinn á Dysnesi merkilegur fyrir margar sakir Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2017 14:00 Fornleifafræðingar að störfum á Dysnesi í byrjun vikunnar. Vísir/Auðunn Tvö bátskuml og víkingasverð eru á meðal þess sem fundist hefur við fornleifauppgröft á Dysnesi norðan Akureyrar í vikunni. Hinn eiginlegi uppgröftur hefst þó í dag en hingað til hefur jarðvegi aðeins verið lyft af nesinu. Fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni segir fundinn merkilegan fyrir margar sakir. „Hinn eiginlegi fornleifauppgröftur er í raun ekki hafinn. Við erum bara að mestu búin að vera að hreinsa svæðið. Við fundum svo fyrsta kumlið því að á einhverjum tímapunkti hefur það verið rænt, það hefur semsagt verið opnað aftur,“ segir Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni. Vísir flutti fréttir af uppgreftrinum í byrjun vikunnar en þá höfðu fræðingar komið niður á eitt kuml. Eftir að staðfesting fékkst á því að um kuml væri að ræða var uppgreftrarsvæðið stækkað. Nú hefur nær allt Dysnesið verið „opnað,“ þ.e. grasið á svæðinu hefur verið tekið ofan af jarðveginum.Sverðið verður flutt á ÞjóðminjasafniðVið opnunina komu þrjú kuml í ljós til viðbótar við það sem fannst fyrst. Tvö kumlanna eru bátskuml en að sögn Hildar hafa þau orðið nokkuð illa fyrir barðinu á sjávarrofi. Í öðru þessara bátskumla fannst sverð. „Í öðru þeirra fannst sverðið, sem við lyftum í gær með jarðveginum sem það lá í. Það kom forvörður hingað í gær og gerði það. Sverðið fer svo á Þjóðminjasafnið samkvæmt lögum, þar sem fleiri forverðir taka við því. Það verður í raun grafið upp á rannsóknarstofu,“ segir Hildur. Sverðið er mjög brotið og úr því vantar stóran part. Hildur segir ásigkomulag sverðsins af náttúrunnar völdum. „Það er ofboðslega illa farið og kom í raun beint undan sverðinum þegar grasið var tekið ofan af. Sjórinn hefur rofið stærstan hluta kumlsins og á einhverjum tímapunkti hefur sverðið því legið á yfirborði eða rétt undir yfirborðinu í einhverja áratugi.“Nær allt gras hefur nú verið fjarlægt af nesinu. Eiginlegur uppgröftur hefst í dag.Hildur GestsdóttirFundurinn um margt óvenjulegurHildur segir uppgröftinn á Dysnesi þýðingarmikinn fyrir fornleifarannsóknir á Íslandi. „Stærsti uppgrafni kumlateigurinn sem hefur fundist á landinu er um 14 kuml og fyrir nokkrum árum fundust svo 10 saman. Það sem er merkilegast við þennan fund er að þarna eru tveir bátar, að minnsta kosti enn sem komið er, en þetta er bara í annað skiptið sem tvö bátakuml finnast á sama stað. Hitt dæmið var í Dalvík.“ Auk bátskumlanna tveggja, sem eru sjaldgæfur fundur, er sverðið einnig mjög merkilegt en aðeins hafa fundist um 15-20 sverð við fornleifauppgröft á Íslandi. Hildur segir einnig að stærðin á haugnum, eða kumlinu, sem fannst fyrst sé mjög óvenjuleg. „Hann er mjög stór virðist vera, kannski svona 5 eða 6 metrar á lengd. Sem er óvenjustórt. Það er því ekki fjöldinn heldur skalinn sem er óvenjulegur í þessum fornleifauppgreftri.“ Hinn eiginlegi uppgröftur á svæðinu, þar sem grafið verður í kumlin, hefst í dag. Hildur segir að rannsakendur muni vinna að uppgreftrinum út næstu viku í það minnsta en þau eru vongóð um að hafa fleiri fornleifar upp úr krafsinu. Fornminjar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira
Tvö bátskuml og víkingasverð eru á meðal þess sem fundist hefur við fornleifauppgröft á Dysnesi norðan Akureyrar í vikunni. Hinn eiginlegi uppgröftur hefst þó í dag en hingað til hefur jarðvegi aðeins verið lyft af nesinu. Fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni segir fundinn merkilegan fyrir margar sakir. „Hinn eiginlegi fornleifauppgröftur er í raun ekki hafinn. Við erum bara að mestu búin að vera að hreinsa svæðið. Við fundum svo fyrsta kumlið því að á einhverjum tímapunkti hefur það verið rænt, það hefur semsagt verið opnað aftur,“ segir Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni. Vísir flutti fréttir af uppgreftrinum í byrjun vikunnar en þá höfðu fræðingar komið niður á eitt kuml. Eftir að staðfesting fékkst á því að um kuml væri að ræða var uppgreftrarsvæðið stækkað. Nú hefur nær allt Dysnesið verið „opnað,“ þ.e. grasið á svæðinu hefur verið tekið ofan af jarðveginum.Sverðið verður flutt á ÞjóðminjasafniðVið opnunina komu þrjú kuml í ljós til viðbótar við það sem fannst fyrst. Tvö kumlanna eru bátskuml en að sögn Hildar hafa þau orðið nokkuð illa fyrir barðinu á sjávarrofi. Í öðru þessara bátskumla fannst sverð. „Í öðru þeirra fannst sverðið, sem við lyftum í gær með jarðveginum sem það lá í. Það kom forvörður hingað í gær og gerði það. Sverðið fer svo á Þjóðminjasafnið samkvæmt lögum, þar sem fleiri forverðir taka við því. Það verður í raun grafið upp á rannsóknarstofu,“ segir Hildur. Sverðið er mjög brotið og úr því vantar stóran part. Hildur segir ásigkomulag sverðsins af náttúrunnar völdum. „Það er ofboðslega illa farið og kom í raun beint undan sverðinum þegar grasið var tekið ofan af. Sjórinn hefur rofið stærstan hluta kumlsins og á einhverjum tímapunkti hefur sverðið því legið á yfirborði eða rétt undir yfirborðinu í einhverja áratugi.“Nær allt gras hefur nú verið fjarlægt af nesinu. Eiginlegur uppgröftur hefst í dag.Hildur GestsdóttirFundurinn um margt óvenjulegurHildur segir uppgröftinn á Dysnesi þýðingarmikinn fyrir fornleifarannsóknir á Íslandi. „Stærsti uppgrafni kumlateigurinn sem hefur fundist á landinu er um 14 kuml og fyrir nokkrum árum fundust svo 10 saman. Það sem er merkilegast við þennan fund er að þarna eru tveir bátar, að minnsta kosti enn sem komið er, en þetta er bara í annað skiptið sem tvö bátakuml finnast á sama stað. Hitt dæmið var í Dalvík.“ Auk bátskumlanna tveggja, sem eru sjaldgæfur fundur, er sverðið einnig mjög merkilegt en aðeins hafa fundist um 15-20 sverð við fornleifauppgröft á Íslandi. Hildur segir einnig að stærðin á haugnum, eða kumlinu, sem fannst fyrst sé mjög óvenjuleg. „Hann er mjög stór virðist vera, kannski svona 5 eða 6 metrar á lengd. Sem er óvenjustórt. Það er því ekki fjöldinn heldur skalinn sem er óvenjulegur í þessum fornleifauppgreftri.“ Hinn eiginlegi uppgröftur á svæðinu, þar sem grafið verður í kumlin, hefst í dag. Hildur segir að rannsakendur muni vinna að uppgreftrinum út næstu viku í það minnsta en þau eru vongóð um að hafa fleiri fornleifar upp úr krafsinu.
Fornminjar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira