Braut gegn tíu ára stjúpdóttur sinni á afmælisdegi hennar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. júní 2017 21:59 Stúlkan var tíu ára þegar maðurinn braut á henni. vísir/valli Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann í síðustu viku í tíu mánaða fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn stjúpdóttur hans árið 2015. Kynferðisbrotið átti sér stað á tíu ára afmælisdegi stúlkunnar. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa káfað á kynfærum og rassi stúlkunnar og kysst hana á maga, bak og munn. Hann var ölvaður þegar hann braut gegn stúlkunni og bar fyrir sig minnisleysi við meðferð málsins, en neitaði sök í málinu.„Spurðu hann“ Móðir stúlkunnar tilkynnti atvikið. Henni hafði þótt dóttir sín öðruvísi en vanalega, en morguninn eftir atvikið átti stúlkan erfitt með að vakna og var nokkuð þreytuleg. Móðirin spurði stúlkuna hvort hún hefði verið að lesa bækur um nóttina og við það varð stúlkan skrítin á svipinn, að því er konan sagði fyrir dómi. Stúlkan hafi hálfpartinn glott, sagt: „spurðu hann“ og bent á manninn. Konan sagðist þá hafa fengið ónotatilfinningu því hún vissi að maðurinn hafði fengið sér í glas kvöldið áður. Stúlkan sagði mömmu sinni að maðurinn hefði komið inn í herbergi til hennar um nóttina. Hann hefði haldið í hönd hennar og kysst hana á höndina, magann og bakið. Hún hafi hins vegar gripið fyrir munninn þegar hann reyndi að kyssa hana á munninn. Þá sagði hún manninn hafa strokið bak sitt og „potað í hitt“ eða kynfæri hennar. Hún sagðist ekki hafa meitt sig en sagðist vera ótrúlega hrædd. Hún sagðist svo ekki þora að segja meira. Þá vildi stúlkan ekki segja dómara hvað maðurinn hefði gert og þegar hún var spurð hvað hún héldi að myndi gerast sagði hún: „Eitthvað hræðilegt.“Mundi tveimur árum síðar eftir að hafa komið inn í herbergið Maðurinn sem fyrr segir neitaði sök. Hann sagðist hafa drukkið einn pela af vodka en bar að öðru leyti fyrir sig algjöru minnisleysi við skýrslutöku lögreglu. Við aðalmeðferð málsins, tveimur árum síðar, sagðist hann hins vegar muna til þess að hafa komið í tvígang inn til stúlkunnar eftir að hafa heyrt í henni og talið að hún hefði fengið martröð og sagði hana hafa verið sofandi allan tímann. Hann neitaði sömuleiðis að vera haldinn barnagirnd. Hann var fyrir um tíu árum sakaður um kynferðisbrot gegn barni, en maðurinn sagði að það hefði verið rannsakað af lögreglu og hann verið hreinsaður af öllum grun. Hann hefur ekki hlotið refsidóm áður. Dómurinn taldi framburð mannsins ótrúverðugan og sagði að útlit væri fyrir að maðurinn hefði reynt að laga framburð sinn að frásögn stúlkunnar. „Við ákvörðun refsingar ber að líta til þess að brot hans beindist að stjúpdóttur hans á tíu ára afmælisdegi hennar. Með broti sínu brást hann trúnaðarskyldum sínum gagnvart stjúpdóttur sinni og liggur fyrir að brotið hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola,“ segir í niðurstöðu dómsins. Manninum var gert að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann í síðustu viku í tíu mánaða fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn stjúpdóttur hans árið 2015. Kynferðisbrotið átti sér stað á tíu ára afmælisdegi stúlkunnar. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa káfað á kynfærum og rassi stúlkunnar og kysst hana á maga, bak og munn. Hann var ölvaður þegar hann braut gegn stúlkunni og bar fyrir sig minnisleysi við meðferð málsins, en neitaði sök í málinu.„Spurðu hann“ Móðir stúlkunnar tilkynnti atvikið. Henni hafði þótt dóttir sín öðruvísi en vanalega, en morguninn eftir atvikið átti stúlkan erfitt með að vakna og var nokkuð þreytuleg. Móðirin spurði stúlkuna hvort hún hefði verið að lesa bækur um nóttina og við það varð stúlkan skrítin á svipinn, að því er konan sagði fyrir dómi. Stúlkan hafi hálfpartinn glott, sagt: „spurðu hann“ og bent á manninn. Konan sagðist þá hafa fengið ónotatilfinningu því hún vissi að maðurinn hafði fengið sér í glas kvöldið áður. Stúlkan sagði mömmu sinni að maðurinn hefði komið inn í herbergi til hennar um nóttina. Hann hefði haldið í hönd hennar og kysst hana á höndina, magann og bakið. Hún hafi hins vegar gripið fyrir munninn þegar hann reyndi að kyssa hana á munninn. Þá sagði hún manninn hafa strokið bak sitt og „potað í hitt“ eða kynfæri hennar. Hún sagðist ekki hafa meitt sig en sagðist vera ótrúlega hrædd. Hún sagðist svo ekki þora að segja meira. Þá vildi stúlkan ekki segja dómara hvað maðurinn hefði gert og þegar hún var spurð hvað hún héldi að myndi gerast sagði hún: „Eitthvað hræðilegt.“Mundi tveimur árum síðar eftir að hafa komið inn í herbergið Maðurinn sem fyrr segir neitaði sök. Hann sagðist hafa drukkið einn pela af vodka en bar að öðru leyti fyrir sig algjöru minnisleysi við skýrslutöku lögreglu. Við aðalmeðferð málsins, tveimur árum síðar, sagðist hann hins vegar muna til þess að hafa komið í tvígang inn til stúlkunnar eftir að hafa heyrt í henni og talið að hún hefði fengið martröð og sagði hana hafa verið sofandi allan tímann. Hann neitaði sömuleiðis að vera haldinn barnagirnd. Hann var fyrir um tíu árum sakaður um kynferðisbrot gegn barni, en maðurinn sagði að það hefði verið rannsakað af lögreglu og hann verið hreinsaður af öllum grun. Hann hefur ekki hlotið refsidóm áður. Dómurinn taldi framburð mannsins ótrúverðugan og sagði að útlit væri fyrir að maðurinn hefði reynt að laga framburð sinn að frásögn stúlkunnar. „Við ákvörðun refsingar ber að líta til þess að brot hans beindist að stjúpdóttur hans á tíu ára afmælisdegi hennar. Með broti sínu brást hann trúnaðarskyldum sínum gagnvart stjúpdóttur sinni og liggur fyrir að brotið hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola,“ segir í niðurstöðu dómsins. Manninum var gert að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira