Samfélagsskýrslum fyrirtækja fjölgar Fanney Karlsdóttir og Ketill Berg Magnússon skrifar 6. júní 2017 14:15 Fyrirtæki og aðrar skipulagsheildir gera í auknum mæli grein fyrir áhrifum sínum á umhverfið og samfélagið með svokölluðum umhverfis- og/eða samfélagsskýrslum. Líkt og ársreikningar og ársskýrslur fyrirtækja og stofnana þá eru samfélagsskýrslur gjarnan gefnar út árlega með upplýsingum um starfsemi fyrirtækisins síðastliðið ár, en með fókusinn á umhverfis- og samfélagsáhrif fyrirtækisins. Þannig geta fjárfestar, viðskiptavinir, lánadrottnar, samstarfsaðilar og aðrir sem eiga hagsmuna að gæta af rekstri fyrirtækisins fengið ítarlegri upplýsingar um reksturinn og betur metið árangur þess. Sú tíð er liðin þegar fjárhagsleg afkoma fyrirtækja var eini mælikvarðinn á árangur í rekstri. Fyrirtæki hafa víðtæk áhrif á samfélögin sem þau starfa í svo krafan um meira gagnsæi um starfsemi þeirra þykir orðið sjálfsögð. Mikilvægt er að mæla umhverfisáhrif fyrirtækja og þau áhrif sem starfsemi þeirra hefur á félagslega þætti í samfélaginu. Þannig er augljóst að fyrirtæki sem hirðir ekki um mengunarvarnir eða skilur eftir sig sviðna jörð í samskiptum sínum við viðskiptavini hefur ekki eins jákvæð áhrif á samfélagið og fyrirtæki sem með starfsemi sinni lágmarkar umhverfisspor sín og leggur sig fram við að viðskiptin séu siðræn og hafi gagnkvæman ávinning fyrir eigendurna og aðra hagsmunaaðila fyrirtækisins. Undanfarin ár hafa verið þróaðar aðferðir til að meta og mæla umhverfis- og félagsleg áhrif fyrirtækja. Smám saman hafa mælikvarðar orðið samræmdari þannig að auðveldara er að skilja og bera saman árangur fyrirtækja á þessum sviðum. Þróuð hafa verið alþjóðleg ófjárhagsleg árangursviðmið fyrirtækja, meðal annars í Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna, viðmiðum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), af samtökunum Global Reporting Initiative auk þess sem alþjóðasamtök sjálfbærra kauphalla, og þar með Kauphöll Íslands, hafa gefið út leiðbeiningar um birtingu upplýsinga um umhverfismál, samfélagslega þætti og stjórnarhætti. Flest þessara viðmiða eru valfrjáls og velja fjölmörg fyrirtæki að gangast undir þau af fúsum og frjálsum vilja því þau sjá að það bætir árangur fyrirtækjanna og skapar meiri sátt um reksturinn meðal hagsmunaaðila. Á miðju síðasta ári var fest í lög á Íslandi að stór fyrirtæki verða að birta upplýsingar um umhverfis- og félagsleg áhrif sín í ársreikningum sínum. Slík lög hafa verið í gildi í nokkur ár á Norðurlöndunum og verða innleidd í löndum ESB samkvæmt tilskipun ESB frá árinu 2014. Þróunin er því í áttina að aukinni upplýsingagjöf fyrirtækja um umhverfis- og félagslega þætti í rekstri sínum. Slíkar skýrslur eru oft sannreyndar af óháðum aðila líkt og endurskoðendur gera við ársreikninga félaga. Fleiri og fleiri íslensk fyrirtæki, stofnanir, sjóðir og sveitafélög vilja innleiða ábyrga starfshætti í starfsemi sína. Árið 2011 var Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, stofnuð í þeim tilgangi að styðja við fyrirtæki sem vilja vinna að samfélagslegri ábyrgð. Nú, sex árum síðar, hafa 93 fyrirtæki gerst aðilar að Festu og sækja þangað upplýsingar um þróun samfélagsábyrgðar innan lands og utan. Fyrirtækjum hérlendis fjölgar einnig sem birta árlega upplýsingar um árangur sinn í umhverfis- og samfélagsmálum. Slíkar upplýsingar eru ýmist birtar í sérstökum samfélagsskýrslum eða sem hluti af ársskýrslum fyrirtækjanna. Það er spennandi að sjá að í mörgum tilfellum nýta fyrirtæki samfélagsskýrslurnar til að segja frá nýsköpun og árangri á sviði umhverfis- og samfélagsmála sem augljóslega stuðlar bæði að betri rekstrarafkomu þeirra og skilar sér til samfélagsins. Mörg fyrirtæki virðast hafa komið auga á að stærstu tækifæri þeirra til vaxtar og nýsköpunar eru einmitt á sviði sjálfbærni og félagslega ábyrgra starfshátta. Fimmtudaginn 8. júní nk. kl. 8.30 mun Festa og Stjórnvísi standa fyrir fundi um samfélagsskýrslur fyrirtækja. Þar munu forsvarsmenn fyrirtækja fjalla um samfélagsskýrslur sínar og lýsa því hvernig þær nýtast í starfsemi fyrirtækjanna.Höfundar eru Fanney Karlsdóttir stjórnarformaður og Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ketill Berg Magnússon Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Fyrirtæki og aðrar skipulagsheildir gera í auknum mæli grein fyrir áhrifum sínum á umhverfið og samfélagið með svokölluðum umhverfis- og/eða samfélagsskýrslum. Líkt og ársreikningar og ársskýrslur fyrirtækja og stofnana þá eru samfélagsskýrslur gjarnan gefnar út árlega með upplýsingum um starfsemi fyrirtækisins síðastliðið ár, en með fókusinn á umhverfis- og samfélagsáhrif fyrirtækisins. Þannig geta fjárfestar, viðskiptavinir, lánadrottnar, samstarfsaðilar og aðrir sem eiga hagsmuna að gæta af rekstri fyrirtækisins fengið ítarlegri upplýsingar um reksturinn og betur metið árangur þess. Sú tíð er liðin þegar fjárhagsleg afkoma fyrirtækja var eini mælikvarðinn á árangur í rekstri. Fyrirtæki hafa víðtæk áhrif á samfélögin sem þau starfa í svo krafan um meira gagnsæi um starfsemi þeirra þykir orðið sjálfsögð. Mikilvægt er að mæla umhverfisáhrif fyrirtækja og þau áhrif sem starfsemi þeirra hefur á félagslega þætti í samfélaginu. Þannig er augljóst að fyrirtæki sem hirðir ekki um mengunarvarnir eða skilur eftir sig sviðna jörð í samskiptum sínum við viðskiptavini hefur ekki eins jákvæð áhrif á samfélagið og fyrirtæki sem með starfsemi sinni lágmarkar umhverfisspor sín og leggur sig fram við að viðskiptin séu siðræn og hafi gagnkvæman ávinning fyrir eigendurna og aðra hagsmunaaðila fyrirtækisins. Undanfarin ár hafa verið þróaðar aðferðir til að meta og mæla umhverfis- og félagsleg áhrif fyrirtækja. Smám saman hafa mælikvarðar orðið samræmdari þannig að auðveldara er að skilja og bera saman árangur fyrirtækja á þessum sviðum. Þróuð hafa verið alþjóðleg ófjárhagsleg árangursviðmið fyrirtækja, meðal annars í Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna, viðmiðum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), af samtökunum Global Reporting Initiative auk þess sem alþjóðasamtök sjálfbærra kauphalla, og þar með Kauphöll Íslands, hafa gefið út leiðbeiningar um birtingu upplýsinga um umhverfismál, samfélagslega þætti og stjórnarhætti. Flest þessara viðmiða eru valfrjáls og velja fjölmörg fyrirtæki að gangast undir þau af fúsum og frjálsum vilja því þau sjá að það bætir árangur fyrirtækjanna og skapar meiri sátt um reksturinn meðal hagsmunaaðila. Á miðju síðasta ári var fest í lög á Íslandi að stór fyrirtæki verða að birta upplýsingar um umhverfis- og félagsleg áhrif sín í ársreikningum sínum. Slík lög hafa verið í gildi í nokkur ár á Norðurlöndunum og verða innleidd í löndum ESB samkvæmt tilskipun ESB frá árinu 2014. Þróunin er því í áttina að aukinni upplýsingagjöf fyrirtækja um umhverfis- og félagslega þætti í rekstri sínum. Slíkar skýrslur eru oft sannreyndar af óháðum aðila líkt og endurskoðendur gera við ársreikninga félaga. Fleiri og fleiri íslensk fyrirtæki, stofnanir, sjóðir og sveitafélög vilja innleiða ábyrga starfshætti í starfsemi sína. Árið 2011 var Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, stofnuð í þeim tilgangi að styðja við fyrirtæki sem vilja vinna að samfélagslegri ábyrgð. Nú, sex árum síðar, hafa 93 fyrirtæki gerst aðilar að Festu og sækja þangað upplýsingar um þróun samfélagsábyrgðar innan lands og utan. Fyrirtækjum hérlendis fjölgar einnig sem birta árlega upplýsingar um árangur sinn í umhverfis- og samfélagsmálum. Slíkar upplýsingar eru ýmist birtar í sérstökum samfélagsskýrslum eða sem hluti af ársskýrslum fyrirtækjanna. Það er spennandi að sjá að í mörgum tilfellum nýta fyrirtæki samfélagsskýrslurnar til að segja frá nýsköpun og árangri á sviði umhverfis- og samfélagsmála sem augljóslega stuðlar bæði að betri rekstrarafkomu þeirra og skilar sér til samfélagsins. Mörg fyrirtæki virðast hafa komið auga á að stærstu tækifæri þeirra til vaxtar og nýsköpunar eru einmitt á sviði sjálfbærni og félagslega ábyrgra starfshátta. Fimmtudaginn 8. júní nk. kl. 8.30 mun Festa og Stjórnvísi standa fyrir fundi um samfélagsskýrslur fyrirtækja. Þar munu forsvarsmenn fyrirtækja fjalla um samfélagsskýrslur sínar og lýsa því hvernig þær nýtast í starfsemi fyrirtækjanna.Höfundar eru Fanney Karlsdóttir stjórnarformaður og Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun