Bráðnun á Grænlandi gæti valdið þurrki í Afríku Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2017 22:02 Ísjakar sem hafa kelfst úr Helheim-jöklinum á Grænlandi bæta við ferskvatni í hafið og hækka yfirborð sjávar. Vísir/EPA Þurrkur og uppskerubrestur gæti þjáð Afríku í framtíðinni ef bráðnun Grænlandsjökuls heldur áfram að dæla ís út í hafið. Ný rannsókn bendir til þess að ferskvatnið gæti haft áhrif á hafstrauma sem hafa mikil áhrif á veðurfar við Atlantshaf. Áhyggjur af því að bráðnun Grænlandsjökuls gæti leitt til þess að Golfstraumurinn hægi á sér eða stoppi hreinlega með tilheyrandi áhrifum á veðurfar á norðlægum slóðum eru vel þekktar. Rannsóknin sem birtist í tímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences varpar hins vegar ljósi á hvernig breyting á hafstraumum á norðurslóðum gæti haft áhrif mun sunnar á jörðinni. Loftslagslíkan var notað til að líkja eftir hvað yrði um suðurkvísl Golfstraumsins (e. Atlantic Meridional Overturning Circulation) haldi bráðnun Grænlandsjökuls áfram af krafti. Þessum hafstraumi hefur verið lýst sem nokkurs konar færibandi sem flytur hlýjan sjó frá miðbaug norður á bóginn og kaldan sjó suður. Þessir varmaflutningar ráða miklu um veður við Atlantshafið, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post.Gæti þýtt uppskerubrest og milljóna fólksflutninga Niðurstaðan var sú að innflæði ferskvatns getur hægt á hafstrauminum. Það hefði aftur áhrif á veðurfar um allt Atlantshafssvæðið.Lífið á Sahel-svæðinu hefur orðið erfiðara undanfarið með auknum þurrki og hita.Vísir/EPASahel-svæðið sem liggur frá Máritaníu í vestri til Súdan í austri er talið sérstaklega viðkvæmt fyrir breytingum af þessu tagi. Líkanið sýndi að hægist á hafstrauminum í samræmi við verstu spár um hækkun yfirborðs sjávar þá gæti dregið úr úrkomu um allt að þriðjung þar á milli 2030 og 2060. Þurrkur af þessu tagi samfara hækkandi hitastigi með áframhaldni hnattrænni hlýnun gæti haft gífurlegar afleiðingar fyrir landbúnað og haft áhrif á tugi, ef ekki hundruð, milljóna manna. Meiriháttar fólksflutningar gætu hafist sem afleiðing af uppskerubresti.Niðurstöðurnar miðast við verstu sviðsmynd losunar og sjávarmálshækkunarÞess ber að geta að sviðsmyndir af þessu tagi byggjast á líkönum af því sem gæti gerst haldi menn áfram að losa gróðurhúsalofttegundir út í lofthjúpinn af sama móð og áður. Þá bendir Stefan Rahmstorf, sjávareðlisfræðingur við Potsdam-loftslagsstofnunina, á að rannsóknin byggist aðeins á einu loftslagslíkani. Þó að hann telji niðurstöðurnar trúverðugar segir að hann prófa þyrfti forsendurnar með fleiri loftslagslíkönum. Grænland Loftslagsmál Máritanía Tengdar fréttir Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Þurrkur og uppskerubrestur gæti þjáð Afríku í framtíðinni ef bráðnun Grænlandsjökuls heldur áfram að dæla ís út í hafið. Ný rannsókn bendir til þess að ferskvatnið gæti haft áhrif á hafstrauma sem hafa mikil áhrif á veðurfar við Atlantshaf. Áhyggjur af því að bráðnun Grænlandsjökuls gæti leitt til þess að Golfstraumurinn hægi á sér eða stoppi hreinlega með tilheyrandi áhrifum á veðurfar á norðlægum slóðum eru vel þekktar. Rannsóknin sem birtist í tímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences varpar hins vegar ljósi á hvernig breyting á hafstraumum á norðurslóðum gæti haft áhrif mun sunnar á jörðinni. Loftslagslíkan var notað til að líkja eftir hvað yrði um suðurkvísl Golfstraumsins (e. Atlantic Meridional Overturning Circulation) haldi bráðnun Grænlandsjökuls áfram af krafti. Þessum hafstraumi hefur verið lýst sem nokkurs konar færibandi sem flytur hlýjan sjó frá miðbaug norður á bóginn og kaldan sjó suður. Þessir varmaflutningar ráða miklu um veður við Atlantshafið, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post.Gæti þýtt uppskerubrest og milljóna fólksflutninga Niðurstaðan var sú að innflæði ferskvatns getur hægt á hafstrauminum. Það hefði aftur áhrif á veðurfar um allt Atlantshafssvæðið.Lífið á Sahel-svæðinu hefur orðið erfiðara undanfarið með auknum þurrki og hita.Vísir/EPASahel-svæðið sem liggur frá Máritaníu í vestri til Súdan í austri er talið sérstaklega viðkvæmt fyrir breytingum af þessu tagi. Líkanið sýndi að hægist á hafstrauminum í samræmi við verstu spár um hækkun yfirborðs sjávar þá gæti dregið úr úrkomu um allt að þriðjung þar á milli 2030 og 2060. Þurrkur af þessu tagi samfara hækkandi hitastigi með áframhaldni hnattrænni hlýnun gæti haft gífurlegar afleiðingar fyrir landbúnað og haft áhrif á tugi, ef ekki hundruð, milljóna manna. Meiriháttar fólksflutningar gætu hafist sem afleiðing af uppskerubresti.Niðurstöðurnar miðast við verstu sviðsmynd losunar og sjávarmálshækkunarÞess ber að geta að sviðsmyndir af þessu tagi byggjast á líkönum af því sem gæti gerst haldi menn áfram að losa gróðurhúsalofttegundir út í lofthjúpinn af sama móð og áður. Þá bendir Stefan Rahmstorf, sjávareðlisfræðingur við Potsdam-loftslagsstofnunina, á að rannsóknin byggist aðeins á einu loftslagslíkani. Þó að hann telji niðurstöðurnar trúverðugar segir að hann prófa þyrfti forsendurnar með fleiri loftslagslíkönum.
Grænland Loftslagsmál Máritanía Tengdar fréttir Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30