Sex manna alsírskri fjölskyldu vísað úr landi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. júní 2017 22:45 Þegar ljósmyndara bar að garði var Haddouche fjölskyldan á leið á Keflavíkurflugvöll í lögreglufylgd. Vísir/Andri Marinó Sex manna alsírskri fjölskyldu verður vísað úr landi í kvöld. Fjölskyldan var sótt á heimili sitt um klukkan tíu í kvöld og fylgdi lögregla þeim á Keflavíkurflugvöll þar sem þau verða flutt til Spánar. Vinir fjölskyldunnar fengu að fylgja þeim út á flugvöll.Sid Ahmed Haddouche og eiginkona hans Mimouna eiga fjögur börn. Tvíburana Aymane og Imane sem eru nítján ára, drenginn Hichem sem er þrettán ára og stúlkuna Aya sem er sex ára. Fjölskyldan kom til Íslands í ágúst 2016 og sóttu þá um alþjóðlega vernd. Á styrktarsíðu fjölskyldunnar segir að Sid hafi verið lögreglumaður í bænum Remchi sem er nálægt landamærum Marokkó. Árið 2013 hafi Sid tekið þátt í handtöku á meðlimi AIS (Islamic Salvation Army). Í kjölfarið hafi samstarfsmaður Sid verið myrtur af meðlimum AIS og Sid hafi kjölfarið farið einn til Írlands og sótt um hæli. Hann sneri aftur til Alsír árið 2014.Morgane Priet-MaheoVísir/Andri MarinóMorgane Priet-Maheo er vinkona fjölskyldunnar og hafa þau veitt henni umboð til að fara með mál þeirra, en lögmaður fjölskyldunnar er staddur erlendis. Hún segist hafa síðast í dag sótt um endurupptöku á máli fjölskyldunnar. „Þau voru núna að taka þau í burtu og ég er búin að reyna alls konar í dag til að fresta þessu. Það er ekki búið að tala við Aya og HIchem, yngstu börnin þeirra. Það eru alls konar brot á réttindum barna í máli þeirra,“ segir Morgane í samtali við Vísi. „Ég sendi beiðni um endurupptöku á máli þeirra í dag og mér var sagt að það myndi fresta brottvísuninni en það gerðist ekki.“ Hún segist hafa fengið þau svör að fjölskyldunni hafi verið neitað um hæli og að brottvísun þeirra yrði ekki frestað en að hún gæti lagt fram ný gögn í málinu. „Það var ekkert rætt við Ayu og Hichem. Í skýrslu kærunefndar eru þau nefnd einu sinni í byrjun þegar það er sagt hvenær þau fæddust og svo er bara talað um þau sem börn hennar,“ segir Morgane. „Ég er búin að finna skýrslur frá umboðsmanni í Spáni þar sem segir að oft þurfi fólk að bíða í állt að mánuð til að fá húsnæði.“ Hún segir að fjölskyldan þekki engan á Spáni og tali enga spænsku. Á styrktarsíðu fjölskyldunnar segir einnig að Aymane, elsti sonur þeirra hjóna, hafi neitað að gegna herskyldu og getur hann átt yfir sér fangelsisdóm í Alsír fyrir vikið. Auk þess hafi föðurbróður Sid reynt að neyða Imane, eldri dóttur þeirra, í hjónaband með ókunnugum manni á meðan Sid var á Írlandi. Þar segir að Sid sé sannfærður um að þrýstingur frá AIS hafi legið á baki tilrauninni til nauðgunargiftingarinnar. Flóttamenn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Sex manna alsírskri fjölskyldu verður vísað úr landi í kvöld. Fjölskyldan var sótt á heimili sitt um klukkan tíu í kvöld og fylgdi lögregla þeim á Keflavíkurflugvöll þar sem þau verða flutt til Spánar. Vinir fjölskyldunnar fengu að fylgja þeim út á flugvöll.Sid Ahmed Haddouche og eiginkona hans Mimouna eiga fjögur börn. Tvíburana Aymane og Imane sem eru nítján ára, drenginn Hichem sem er þrettán ára og stúlkuna Aya sem er sex ára. Fjölskyldan kom til Íslands í ágúst 2016 og sóttu þá um alþjóðlega vernd. Á styrktarsíðu fjölskyldunnar segir að Sid hafi verið lögreglumaður í bænum Remchi sem er nálægt landamærum Marokkó. Árið 2013 hafi Sid tekið þátt í handtöku á meðlimi AIS (Islamic Salvation Army). Í kjölfarið hafi samstarfsmaður Sid verið myrtur af meðlimum AIS og Sid hafi kjölfarið farið einn til Írlands og sótt um hæli. Hann sneri aftur til Alsír árið 2014.Morgane Priet-MaheoVísir/Andri MarinóMorgane Priet-Maheo er vinkona fjölskyldunnar og hafa þau veitt henni umboð til að fara með mál þeirra, en lögmaður fjölskyldunnar er staddur erlendis. Hún segist hafa síðast í dag sótt um endurupptöku á máli fjölskyldunnar. „Þau voru núna að taka þau í burtu og ég er búin að reyna alls konar í dag til að fresta þessu. Það er ekki búið að tala við Aya og HIchem, yngstu börnin þeirra. Það eru alls konar brot á réttindum barna í máli þeirra,“ segir Morgane í samtali við Vísi. „Ég sendi beiðni um endurupptöku á máli þeirra í dag og mér var sagt að það myndi fresta brottvísuninni en það gerðist ekki.“ Hún segist hafa fengið þau svör að fjölskyldunni hafi verið neitað um hæli og að brottvísun þeirra yrði ekki frestað en að hún gæti lagt fram ný gögn í málinu. „Það var ekkert rætt við Ayu og Hichem. Í skýrslu kærunefndar eru þau nefnd einu sinni í byrjun þegar það er sagt hvenær þau fæddust og svo er bara talað um þau sem börn hennar,“ segir Morgane. „Ég er búin að finna skýrslur frá umboðsmanni í Spáni þar sem segir að oft þurfi fólk að bíða í állt að mánuð til að fá húsnæði.“ Hún segir að fjölskyldan þekki engan á Spáni og tali enga spænsku. Á styrktarsíðu fjölskyldunnar segir einnig að Aymane, elsti sonur þeirra hjóna, hafi neitað að gegna herskyldu og getur hann átt yfir sér fangelsisdóm í Alsír fyrir vikið. Auk þess hafi föðurbróður Sid reynt að neyða Imane, eldri dóttur þeirra, í hjónaband með ókunnugum manni á meðan Sid var á Írlandi. Þar segir að Sid sé sannfærður um að þrýstingur frá AIS hafi legið á baki tilrauninni til nauðgunargiftingarinnar.
Flóttamenn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira