Leikmenn Warriors ætla ekki að láta 16-0 umræðuna trufla sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2017 22:00 Draymond Green er hér ið það að taka frákast í úrslitaeinvíginu. Vísir/Getty Golden State Warriors hefur fyrst NBA-liða unnið fjórtán fyrstu leiki úrslitakeppninnar og nú þegar liðinu vantar bara tvo sigra til að vinna titilinn eru margir að velta því fyrir sér hvort liðið geti farið taplaust í gegnum úrslitakeppnina. Bandarískir fjölmiðlar eru að sjálfsögðu farnir á flug eftir tvo sannfærandi sigra Golden State Warriors í röð á móti Cleveland Cavaliers. Leikmenn Warriors voru að sjálfsögðu spurðir út í möguleikann á því að enda úrslitakeppnina 16-0. Draymond Green segir að Golden State liðið hafi lært af reynslunni í fyrra þegar þeir settu nýtt met í sigurleikjum í deildarkeppninni (73) en misstu síðan af NBA-titlinum. „Við höfum áður gert þau mistök að velta okkur upp úr því að ná 73 sigrum og einbeita okkur að röngum hlutum,“ sagði Draymond Green en GSW var líka 2-0 yfir í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland í fyrra. ESPN segir frá. „Þetta skiptir ekki máli. Það væri frábært að ná þessu, frábær saga. Ég er samt viss um að ef við færum að tala um meistaratitla að ég væri ekki að monta mig af því að við höfum verið eina liðið sem hefur klárað 16-0. Ég myndi segja að við höfum unnið titilinn því það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Draymond Green. Það eru samt miklar líkur á því að Golden State Warriors vinni úrslitaeinvígið 4-0 og klári úrslitakeppnina því 16-0. Liðið hefur unnið 29 af síðustu 30 leikjum sínum og Cleveland hefur átt engin svör í síðustu tveimur leikjum. En ef þeir vinna alla sextán leikina í úrslitakeppninni geta þeir þá kallað sig besta lið sögunnar? „Það myndi ekki loka umræðunni. Lið eru að spila á mismunandi tímum og spila á móti mismunandi liðum,“ sagði Green en í dag telja menn að valið standi á milli Golden State liðsins og Chicago Bulls liðsins 1995-96. „Við höfum kannski unnið fjögur lið fjórum sinnum í röð en það voru ekki sömu liðin og þeir unnu. Allir vilja að við skrifum söguna upp á nýtt en ég vil bara vinna fjóra leiki. Meistaratitilinn er eina sagan sem við þurfum að skrifa,“ sagði Green. Þriðji leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram í Cleveland í kvöld og hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Hann verður að sjálfsögðu sýndur beint á Stöð 2 Sport eins og allir leikir lokaúrslitanna. NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Sjá meira
Golden State Warriors hefur fyrst NBA-liða unnið fjórtán fyrstu leiki úrslitakeppninnar og nú þegar liðinu vantar bara tvo sigra til að vinna titilinn eru margir að velta því fyrir sér hvort liðið geti farið taplaust í gegnum úrslitakeppnina. Bandarískir fjölmiðlar eru að sjálfsögðu farnir á flug eftir tvo sannfærandi sigra Golden State Warriors í röð á móti Cleveland Cavaliers. Leikmenn Warriors voru að sjálfsögðu spurðir út í möguleikann á því að enda úrslitakeppnina 16-0. Draymond Green segir að Golden State liðið hafi lært af reynslunni í fyrra þegar þeir settu nýtt met í sigurleikjum í deildarkeppninni (73) en misstu síðan af NBA-titlinum. „Við höfum áður gert þau mistök að velta okkur upp úr því að ná 73 sigrum og einbeita okkur að röngum hlutum,“ sagði Draymond Green en GSW var líka 2-0 yfir í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland í fyrra. ESPN segir frá. „Þetta skiptir ekki máli. Það væri frábært að ná þessu, frábær saga. Ég er samt viss um að ef við færum að tala um meistaratitla að ég væri ekki að monta mig af því að við höfum verið eina liðið sem hefur klárað 16-0. Ég myndi segja að við höfum unnið titilinn því það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Draymond Green. Það eru samt miklar líkur á því að Golden State Warriors vinni úrslitaeinvígið 4-0 og klári úrslitakeppnina því 16-0. Liðið hefur unnið 29 af síðustu 30 leikjum sínum og Cleveland hefur átt engin svör í síðustu tveimur leikjum. En ef þeir vinna alla sextán leikina í úrslitakeppninni geta þeir þá kallað sig besta lið sögunnar? „Það myndi ekki loka umræðunni. Lið eru að spila á mismunandi tímum og spila á móti mismunandi liðum,“ sagði Green en í dag telja menn að valið standi á milli Golden State liðsins og Chicago Bulls liðsins 1995-96. „Við höfum kannski unnið fjögur lið fjórum sinnum í röð en það voru ekki sömu liðin og þeir unnu. Allir vilja að við skrifum söguna upp á nýtt en ég vil bara vinna fjóra leiki. Meistaratitilinn er eina sagan sem við þurfum að skrifa,“ sagði Green. Þriðji leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram í Cleveland í kvöld og hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Hann verður að sjálfsögðu sýndur beint á Stöð 2 Sport eins og allir leikir lokaúrslitanna.
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Sjá meira