Einlægt ákall Ástrósar hreyfði við Karli Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 7. júní 2017 12:44 Karl sagði, í viðtali við Vísi, að umfjöllun Ástrósar Rutar um málefni krabbameinsveikra hafi hreyft við honum. „Þetta er alveg ótrúlegt! Við hoppuðum hæð okkar af gleði,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir, verkefnastjóri Krafts, um samstarf Apótekarans og stuðningsfélagsins Krafts sem aðstoðar og styður við ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Samningurinn var undirritaður 1.júní síðastliðinn. Apótekarinn hefur lagt Krafti lið í formi fjárstuðnings. Stjórnendur Apótekarans vildu ekki gefa upp hve há fjárhæðin er en heimildir Vísis herma að um sé að ræða 500 þúsund krónur mánaðarlega. Sjóðurinn er ætlaður að nýtast krabbameinsveikum sem þurfa að nálgast lyf sem oft á tíðum eru dýr. Með því að leggja inn beiðni til Krafts og sækja um aðgang eiga sjúklingar tækifæri að nálgast krabbameinslyfin sín í Apótekaranum endurgjaldslaust.Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdarstjóri Krafts og Kjartan Örn Þórðarson, lyfjafræðingur, skrifa undir samninginn.Vísir/KrafurÁkall Ástrósar hafði áhrif Samstarfið kemur í kjölfar gagnrýni Ástrósar Rutar Sigurðardóttur á gífurlegan kostnað krabbameinsveikra einstaklinga og vakti það gríðarlega athygli. Ástrós birti færslu á Facebook þar sem hún ræddi um kostnað eiginmanns síns sem greindur er með krabbamein.Sjá einnig: Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“„Í kjölfarið hafði Karl Wernersson samband við okkur og sagði að sér hefði runnið blóðið til skyldunnar og vildi gera eitthvað fyrir okkar fólk. Þetta er alveg óskaplega flottur styrkur sem þeir láta okkur hafa. Þeir vilja gera við okkur samning út þetta ár og næsta ár,“ segir Ragnheiður. Hún nefnir þó að blendnar tilfinningar fylgi þessu að því leyti að henni finnist að fólk með langvinna sjúkdóma eigi almennt að fá lyfin án endurgjalds líkt og í samanburðarlöndum. Þau muni halda áfram að berjast með kjaft og klóm fyrir því. Þetta séu hins vegar frábærar fréttir og þau séu glöð með samstarfið. „Það er alltaf verið að hamra á neikvæðum fréttum og stór fyrirtæki sem gera svona lagað eiga ekkert annað en gott skilið. Þetta er sérstaklega rausnarlegt af þeim og við erum afar þakklát,“ segir Ragnheiður.Vildi leggja fram hjálparhönd Vísir hafði samband við Karl Wernersson sem staðfesti að hann hefði haft samband við Kraft persónulega. Sjálfur segist hann vera starfsmaður hjá Apótekaranum og vinnur á skrifstofunni með framkvæmdarstjóra ásamt öðrum. Karl sagði að umfjöllun Ástrósar Rutar um málefni krabbameinsveikra hafi hreyft við honum. „Ég heyrði bara þetta samtal og fannst að þarna væri staður sem við gætum lagt til hjálparhönd. Þannig fór verkefnið á stað,“ segir Karl í samtali við Vísi og segir að það hafi verið ákveðin skilda hjá þeim að aðstoða Kraft. Kjartan Örn Þórðarson, lyfjafræðingur og fulltrúi Apótekarans, sagði í samtali við Vísi að þetta væri gleðiefni. „Við höfum í gegnum árin verið að styrkja sambærileg verkefni og ákváðum að þessu sinni að einbeita okkur að þessu og styðja við bakið á þeim,“sagði Kjartan. Karl Wernersson Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Þetta er alveg ótrúlegt! Við hoppuðum hæð okkar af gleði,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir, verkefnastjóri Krafts, um samstarf Apótekarans og stuðningsfélagsins Krafts sem aðstoðar og styður við ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Samningurinn var undirritaður 1.júní síðastliðinn. Apótekarinn hefur lagt Krafti lið í formi fjárstuðnings. Stjórnendur Apótekarans vildu ekki gefa upp hve há fjárhæðin er en heimildir Vísis herma að um sé að ræða 500 þúsund krónur mánaðarlega. Sjóðurinn er ætlaður að nýtast krabbameinsveikum sem þurfa að nálgast lyf sem oft á tíðum eru dýr. Með því að leggja inn beiðni til Krafts og sækja um aðgang eiga sjúklingar tækifæri að nálgast krabbameinslyfin sín í Apótekaranum endurgjaldslaust.Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdarstjóri Krafts og Kjartan Örn Þórðarson, lyfjafræðingur, skrifa undir samninginn.Vísir/KrafurÁkall Ástrósar hafði áhrif Samstarfið kemur í kjölfar gagnrýni Ástrósar Rutar Sigurðardóttur á gífurlegan kostnað krabbameinsveikra einstaklinga og vakti það gríðarlega athygli. Ástrós birti færslu á Facebook þar sem hún ræddi um kostnað eiginmanns síns sem greindur er með krabbamein.Sjá einnig: Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“„Í kjölfarið hafði Karl Wernersson samband við okkur og sagði að sér hefði runnið blóðið til skyldunnar og vildi gera eitthvað fyrir okkar fólk. Þetta er alveg óskaplega flottur styrkur sem þeir láta okkur hafa. Þeir vilja gera við okkur samning út þetta ár og næsta ár,“ segir Ragnheiður. Hún nefnir þó að blendnar tilfinningar fylgi þessu að því leyti að henni finnist að fólk með langvinna sjúkdóma eigi almennt að fá lyfin án endurgjalds líkt og í samanburðarlöndum. Þau muni halda áfram að berjast með kjaft og klóm fyrir því. Þetta séu hins vegar frábærar fréttir og þau séu glöð með samstarfið. „Það er alltaf verið að hamra á neikvæðum fréttum og stór fyrirtæki sem gera svona lagað eiga ekkert annað en gott skilið. Þetta er sérstaklega rausnarlegt af þeim og við erum afar þakklát,“ segir Ragnheiður.Vildi leggja fram hjálparhönd Vísir hafði samband við Karl Wernersson sem staðfesti að hann hefði haft samband við Kraft persónulega. Sjálfur segist hann vera starfsmaður hjá Apótekaranum og vinnur á skrifstofunni með framkvæmdarstjóra ásamt öðrum. Karl sagði að umfjöllun Ástrósar Rutar um málefni krabbameinsveikra hafi hreyft við honum. „Ég heyrði bara þetta samtal og fannst að þarna væri staður sem við gætum lagt til hjálparhönd. Þannig fór verkefnið á stað,“ segir Karl í samtali við Vísi og segir að það hafi verið ákveðin skilda hjá þeim að aðstoða Kraft. Kjartan Örn Þórðarson, lyfjafræðingur og fulltrúi Apótekarans, sagði í samtali við Vísi að þetta væri gleðiefni. „Við höfum í gegnum árin verið að styrkja sambærileg verkefni og ákváðum að þessu sinni að einbeita okkur að þessu og styðja við bakið á þeim,“sagði Kjartan.
Karl Wernersson Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira