Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna á að byrja lagningu borgarlínu eftir tvö ár Heimir Már Pétursson skrifar 7. júní 2017 19:00 Forráðamenn sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir við borgarlínu árið 2019. Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. Í dag ferðast um fjögur prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu með strætisvögnum. En markmiðið er að með tilkomu borgarlínu ferðist tólf prósent íbúanna með strætisvögnum og borgarlínu. Í dag var kynnt vinnslutillaga að lagningu borgarlínu sem ætlað er að greiða fyrir almenningssamgöngum í sveitarfélögunum sex á höfuðborgarsvæðinu. Fullkláruð mun hún kosta allt að 65 milljarða króna. Hagsmunaaðilar og almenningur hafa fram til 20. júní að skila inn athugasemdum en fólk getur kynnt sér áætlanirnar á www.borgarlina.is . Allri áætlanagerð á að vera lokið fyrir lok þessa árs. Eyjólfur Árni Rafnsson verkefnisstjóri borgarlínu fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu segir að markmiðið sé að koma fólki á milli ystu marka og helstu kjarna sveitarfélaganna sex á skömmum tíma. „En þetta gengur út á að geta komið almenningssamgöngum í sérrými. Óháð því hvaða farartæki síðan keyra þar inni. Léttlestir eða strætisvagnar eða tveggja liða vagnar. Reyndar erum við að horfa á vagna ekki lestir,“ segir Eyjólfur Árni. Borgarlínan mun styðja við strætisvagnakerfið og ganga á fimm til sjö mínútuna fresti á annatímum. Reiknað er með að íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi um 40 prósent eða sjötíu þúsund til ársins 2040 og miðar allt byggða- og samgönguskipulag bæjarfélaganna við það. Borgarlína verður byggð upp í mörgum áföngum en sveitarfélögin vilja byrja sem fyrst.Hvenær eru bjartsýnustu menn að vona að framkvæmdir geti byrjað? „Við höfum sett fram árið 2019 og ég ætla ekki að nefna neina aðra tölu þar að lútandi.“Liggur kostnaðarmat fyrir? „Já það liggur fyrir. Við erum með varfærið kostnaðarmat. Við viljum vera öruggum megin og vonandi er hægt að lækka þá upphæð. En þetta er um 1,1 milljarður og rúmlega það á hvern kílómetra að jafnaði. Þá er öll fjárfesting í innviðnum sjálfum innifalin,“ segir verkefnisstjórinn. Viðræður eru þegar hafnar við ríkið um aðkomu þess að framkvæmdinni og er Eyjólfur bjartsýnn á að þær verði leiddar til lykta á næstu mánuðum. Borgarlína Samgöngur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Forráðamenn sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir við borgarlínu árið 2019. Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. Í dag ferðast um fjögur prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu með strætisvögnum. En markmiðið er að með tilkomu borgarlínu ferðist tólf prósent íbúanna með strætisvögnum og borgarlínu. Í dag var kynnt vinnslutillaga að lagningu borgarlínu sem ætlað er að greiða fyrir almenningssamgöngum í sveitarfélögunum sex á höfuðborgarsvæðinu. Fullkláruð mun hún kosta allt að 65 milljarða króna. Hagsmunaaðilar og almenningur hafa fram til 20. júní að skila inn athugasemdum en fólk getur kynnt sér áætlanirnar á www.borgarlina.is . Allri áætlanagerð á að vera lokið fyrir lok þessa árs. Eyjólfur Árni Rafnsson verkefnisstjóri borgarlínu fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu segir að markmiðið sé að koma fólki á milli ystu marka og helstu kjarna sveitarfélaganna sex á skömmum tíma. „En þetta gengur út á að geta komið almenningssamgöngum í sérrými. Óháð því hvaða farartæki síðan keyra þar inni. Léttlestir eða strætisvagnar eða tveggja liða vagnar. Reyndar erum við að horfa á vagna ekki lestir,“ segir Eyjólfur Árni. Borgarlínan mun styðja við strætisvagnakerfið og ganga á fimm til sjö mínútuna fresti á annatímum. Reiknað er með að íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi um 40 prósent eða sjötíu þúsund til ársins 2040 og miðar allt byggða- og samgönguskipulag bæjarfélaganna við það. Borgarlína verður byggð upp í mörgum áföngum en sveitarfélögin vilja byrja sem fyrst.Hvenær eru bjartsýnustu menn að vona að framkvæmdir geti byrjað? „Við höfum sett fram árið 2019 og ég ætla ekki að nefna neina aðra tölu þar að lútandi.“Liggur kostnaðarmat fyrir? „Já það liggur fyrir. Við erum með varfærið kostnaðarmat. Við viljum vera öruggum megin og vonandi er hægt að lækka þá upphæð. En þetta er um 1,1 milljarður og rúmlega það á hvern kílómetra að jafnaði. Þá er öll fjárfesting í innviðnum sjálfum innifalin,“ segir verkefnisstjórinn. Viðræður eru þegar hafnar við ríkið um aðkomu þess að framkvæmdinni og er Eyjólfur bjartsýnn á að þær verði leiddar til lykta á næstu mánuðum.
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira