Neituðu að minnast fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í London Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2017 07:15 Leikmenn Ástrala stilla sér upp en ekki leikmenn Sádí Arabíu. Vísir/AP Knattspyrnusamband Sádí Árabíu hefur beðist afsökunar á framkomu leikmanna sinna í Ástralíu í gærkvöldi þar sem landslið Sáda var að spila við Ástralíu í undankeppni HM 2018. Ástæðan er hvað leikmenn Sádí Arabíu gerðu þegar var gerð mínútuþögn til minningar um fórnalömb hryðjuverkaárásarinnar í London á dögunum. Allir leikmenn Ástralíu söfnuðust saman á miðjuhringnum eins og venjan er en allir leikmenn Sádí Árabíu stóðu hingað og þangað út um allan völl eins og þeir væri að fara að byrja leikinn. Þeir tóku því ekki þátt í minningarathöfninni og hneyksluðu marga með því. BBC segir frá. Einn af þingmönnum Ástrala á leiknum kallaði framkomu leikmannanna svívirðilega en það var þó vitað að fulltrúar frá knattspyrnusambandi Sádí Árabíu höfðu látið heimamenn vita af því að þessi hefð var ekki viðhöfð innan menningu Sáda. Knattspyrnusamband Sádí Árabíu hefur engu að síður sent frá sér afsökunarbeiðni. „Leikmennirnir ætluðu sér á engan hátt að vanvirða minningu fórnarlambanna eða koma í uppnám fjölskyldum, vinum eða öðrum sem eiga um sárt að binda eftir þetta grimmdarverk,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Knattspyrnusamband Sádí Árabíu fordæmdi líka öll hryðjuverk og öfgastefnur og sendi öllum aðstandendum hryðjuverkaárásarinnar sínar samúðarkveðjur. Tvær ástralskar konur, Kirsty Boden og Sara Zelenak, létust í árásinni í London. „Þetta snýst ekki um menningu. Þetta snýst um skort á virðingu og mér fannst þetta vera svívirðilegt,“ sagði ástralski þingmaðurinn Anthony Albanese í sjónvarpsviðtali. Ástralía vann leikinn 3-2 en staðan var 2-2 eftir fyrri hálfleikinn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Sádí Árabíu hefur beðist afsökunar á framkomu leikmanna sinna í Ástralíu í gærkvöldi þar sem landslið Sáda var að spila við Ástralíu í undankeppni HM 2018. Ástæðan er hvað leikmenn Sádí Arabíu gerðu þegar var gerð mínútuþögn til minningar um fórnalömb hryðjuverkaárásarinnar í London á dögunum. Allir leikmenn Ástralíu söfnuðust saman á miðjuhringnum eins og venjan er en allir leikmenn Sádí Árabíu stóðu hingað og þangað út um allan völl eins og þeir væri að fara að byrja leikinn. Þeir tóku því ekki þátt í minningarathöfninni og hneyksluðu marga með því. BBC segir frá. Einn af þingmönnum Ástrala á leiknum kallaði framkomu leikmannanna svívirðilega en það var þó vitað að fulltrúar frá knattspyrnusambandi Sádí Árabíu höfðu látið heimamenn vita af því að þessi hefð var ekki viðhöfð innan menningu Sáda. Knattspyrnusamband Sádí Árabíu hefur engu að síður sent frá sér afsökunarbeiðni. „Leikmennirnir ætluðu sér á engan hátt að vanvirða minningu fórnarlambanna eða koma í uppnám fjölskyldum, vinum eða öðrum sem eiga um sárt að binda eftir þetta grimmdarverk,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Knattspyrnusamband Sádí Árabíu fordæmdi líka öll hryðjuverk og öfgastefnur og sendi öllum aðstandendum hryðjuverkaárásarinnar sínar samúðarkveðjur. Tvær ástralskar konur, Kirsty Boden og Sara Zelenak, létust í árásinni í London. „Þetta snýst ekki um menningu. Þetta snýst um skort á virðingu og mér fannst þetta vera svívirðilegt,“ sagði ástralski þingmaðurinn Anthony Albanese í sjónvarpsviðtali. Ástralía vann leikinn 3-2 en staðan var 2-2 eftir fyrri hálfleikinn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira