Ekkja Jóhannesar í Bónus til starfa hjá Costco Jakob Bjarnar skrifar 9. júní 2017 14:49 Guðrún Þórsdóttir hefur nú gengið til liðs við Costco en flest virðist ganga stórversluninni þeirri í hag; opnun búðarinnar hefur gengið vonum framar. Guðrún Þórsdóttir, ekkja Jóhannesar Jónssonar sem ávallt var kenndur við Bónus, hefur hafið störf hjá Costco. Þetta má heita eftirtektarverð og jafnvel skondin vending því koma stórverslunarinnar á markað hefur valdið verulegum titringi á smávöru- og matvælamarkaði. Og flest verður versluninni þeirri að vopni, allt gengur þeim í hag því víst er að þeim hefur bæst góður liðsauki í Guðrúnu. Nafn Jóhannesar í Bónus er skráð feitu letri í verslunarsögu landsins en stofnun Bónuss olli straumhvörfum í matvöruverslun á Íslandi.Það er Eiríkur Jónsson sem greinir frá þessu á vef sínum og birtir spjall við Guðrúnu. Vísir setti sig í samband við Guðrúnu og hringdi í Costco með það fyrir augum að heyra ofan í hana. Þar varð fyrir svörum Guðrún sjálf, sem starfar á skrifstofunni þar í Kauptúni í Garðabæ auk þess sem hún gengur í tilfallandi störf. En, hún tók það skýrt fram í samtali við blaðamann að hún veitti engin viðtöl. Hins vegar sé ekkert leyndarmál að hún starfar þar, enda fyrir augunum á þúsundum manna sem koma kátir í Costco á degi hverjum. Og þó ekki vildi hún veita Vísi viðtal var verulega hressilegt og gott í henni hljóðið. Eiríkur hins vegar hefur eftir henni að gott sé að hrista uppí markaðinum og Costco sé á svipuðum slóðum og Bónus var á sínum tíma. Sjálf starfaði Guðrún á þeim vettvangi og þekkir vel til. Guðrún og Jóhannes í Bónus bjuggu saman í um áratug og gengu í hjónaband árið 2010. Costco Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Guðrún Þórsdóttir, ekkja Jóhannesar Jónssonar sem ávallt var kenndur við Bónus, hefur hafið störf hjá Costco. Þetta má heita eftirtektarverð og jafnvel skondin vending því koma stórverslunarinnar á markað hefur valdið verulegum titringi á smávöru- og matvælamarkaði. Og flest verður versluninni þeirri að vopni, allt gengur þeim í hag því víst er að þeim hefur bæst góður liðsauki í Guðrúnu. Nafn Jóhannesar í Bónus er skráð feitu letri í verslunarsögu landsins en stofnun Bónuss olli straumhvörfum í matvöruverslun á Íslandi.Það er Eiríkur Jónsson sem greinir frá þessu á vef sínum og birtir spjall við Guðrúnu. Vísir setti sig í samband við Guðrúnu og hringdi í Costco með það fyrir augum að heyra ofan í hana. Þar varð fyrir svörum Guðrún sjálf, sem starfar á skrifstofunni þar í Kauptúni í Garðabæ auk þess sem hún gengur í tilfallandi störf. En, hún tók það skýrt fram í samtali við blaðamann að hún veitti engin viðtöl. Hins vegar sé ekkert leyndarmál að hún starfar þar, enda fyrir augunum á þúsundum manna sem koma kátir í Costco á degi hverjum. Og þó ekki vildi hún veita Vísi viðtal var verulega hressilegt og gott í henni hljóðið. Eiríkur hins vegar hefur eftir henni að gott sé að hrista uppí markaðinum og Costco sé á svipuðum slóðum og Bónus var á sínum tíma. Sjálf starfaði Guðrún á þeim vettvangi og þekkir vel til. Guðrún og Jóhannes í Bónus bjuggu saman í um áratug og gengu í hjónaband árið 2010.
Costco Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira