Tiger segist ekki hafa verið undir áhrifum áfengis Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. maí 2017 08:02 Handtökumyndin af Tiger hefur vakið mikla athygli. Vísir/Getty Tiger Woods fullyrðir að hann hafi ekki verið undir áhrifum áfengis þegar hann var handtekinn í bænum Jupiter í Flórída í gær. Frettir bárust af handtöku Tigers um heimsbyggðina síðdegis í gær en hann var sakaður um að hafa ekið undir áhrifum vímugjafa. „Ég vil að almenningur viti að áfengi kom ekki við sögu. Þetta var vegna óvæntra samverkandi áhrifa lyfseðilsskyldra lyfja,“ sagði Tiger samkvæmt fjölmiðlum í Bandaríkjunum. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þessi blanda af lyfjum hefðu haft svona mikil áhrif á mig.“ Þess má geta að Tiger hefur glímt við erfið meiðsli í baki undanfarin á. Kylfingurinn er nýkominn úr sinni fjórðu bakaðgerð og sagði á dögunum að sér hefði ekki liðið svona vel lengi. „Ég vil biðja fjölskyldu mína, vini og aðdáendur afsökunar. Ég geri líka meiri kröfur til mín.“ Myndin af Tiger sem fór um heimsbyggðina eftir handtökuna hefur vakið mikla athygli. Þetta er mikið áfall fyrir hann eftir að hjónaband hans hrundi árið 2009 og upp komst um stórfellt framhjáhald hans. Woods hefur unnið samtals fjórtán stórmót á ferlinum, næstflest allra frá upphafi. Hann hefur hins vegar ekki unnið stórmót síðan hann fagnaði sigri á opna bandaríska meistaramótinu árið 2008. Golf Tengdar fréttir Tiger gripinn ölvaður undir stýri Vandræðunum í lífi Tiger Woods virðist ekki vera lokið en hann var handtekinn í nótt. Hann var þá ölvaður undir stýri. 29. maí 2017 15:44 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods fullyrðir að hann hafi ekki verið undir áhrifum áfengis þegar hann var handtekinn í bænum Jupiter í Flórída í gær. Frettir bárust af handtöku Tigers um heimsbyggðina síðdegis í gær en hann var sakaður um að hafa ekið undir áhrifum vímugjafa. „Ég vil að almenningur viti að áfengi kom ekki við sögu. Þetta var vegna óvæntra samverkandi áhrifa lyfseðilsskyldra lyfja,“ sagði Tiger samkvæmt fjölmiðlum í Bandaríkjunum. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þessi blanda af lyfjum hefðu haft svona mikil áhrif á mig.“ Þess má geta að Tiger hefur glímt við erfið meiðsli í baki undanfarin á. Kylfingurinn er nýkominn úr sinni fjórðu bakaðgerð og sagði á dögunum að sér hefði ekki liðið svona vel lengi. „Ég vil biðja fjölskyldu mína, vini og aðdáendur afsökunar. Ég geri líka meiri kröfur til mín.“ Myndin af Tiger sem fór um heimsbyggðina eftir handtökuna hefur vakið mikla athygli. Þetta er mikið áfall fyrir hann eftir að hjónaband hans hrundi árið 2009 og upp komst um stórfellt framhjáhald hans. Woods hefur unnið samtals fjórtán stórmót á ferlinum, næstflest allra frá upphafi. Hann hefur hins vegar ekki unnið stórmót síðan hann fagnaði sigri á opna bandaríska meistaramótinu árið 2008.
Golf Tengdar fréttir Tiger gripinn ölvaður undir stýri Vandræðunum í lífi Tiger Woods virðist ekki vera lokið en hann var handtekinn í nótt. Hann var þá ölvaður undir stýri. 29. maí 2017 15:44 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger gripinn ölvaður undir stýri Vandræðunum í lífi Tiger Woods virðist ekki vera lokið en hann var handtekinn í nótt. Hann var þá ölvaður undir stýri. 29. maí 2017 15:44