Hallur krefst rökstuðnings vegna ráðningar Dísar Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2017 10:10 Hallur, Ilmur og Dís. Á velferðarsviði eru skilgreindir 15 stjórnendur: 14 konur og 1 karlmaður. Hallur Magnússon, sjálfstætt starfandi ráðgjafi í Noregi, telur líklegt að jafnréttislög hafi verið brotin við ráðningu skrifstofustjóra á velferðarsvið. Hann hefur nú sent bréf á alla borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar auk velferðarsviðs og velferðarráðs þar sem hann fer fram á rökstuðning: Hvers vegna Dís Sigurgeirsdóttir var ráðin en ekki hann? Hallur vísar til jafnréttislaga og tekur fram í bréfi sínu að hann muni leita réttar síns ef svo ber undir. Hallur bendir á að á velferðarsviði eru skilgreindir 15 stjórnendur: 14 konur og 1 karlmaður. Í ljósi jafnréttislaga, sem ganga út á að jafna hlutföll milli kynja, blasir við að ef um er að ræða jafnhæfa umsækjendur þá ber að ráða þann þess kyns sem á hallar. Það er ef jafnréttislög ganga út á jafnréttindi?Regína Ásvaldsdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs.Formaður Velferðarráðs er Ilmur Kristjánsdóttir en sviðsstjóri velferðarsviðs er Regína Ásvaldsdóttir. Hallur gerir ráð fyrir því að það hafi verið hún sem gekk frá ráðningunni. „Þetta fór í gegnum Hagvang, þau tóku viðtal við mig í gegnum Skype,“ segir Hallur í samtali við Vísi. Samkvæmt þeim var það Regína sviðsstjóri sem tók ákvörðun um hver var valinn.“ Hallur bíður nú eftir rökstuðningi en Regína hefur staðfest móttöku erindis hans.Bréf HallsÉg vil byrja á því að óska Velferðarráði og Velferðarsviði til hamingju með nýjan afar hæfan skrifstofustjóra. Dís Sigurgeirsdóttir er afar hæf og með menntun og reynslu sem mun koma að góðum notum á Velferðarsviði. Skil vel af hverju Velferðarráð og Velferðarsvið kaus að velja þennan jafningja minn í starfið.Ég hef barist fyrir jafnrétti í næstum fjóra áratugi. Fyrir jafnrétti kynjanna og jafnrétti þeirra hópa sem hafa átt undir högg að sækja gagnvart öðrum. Hef sem stjórnandi hjá hinu opinbera lagt jafnréttislög sem grunn að mínu starfi sem stjórnandi í atvinnulífinu lagt til grundvallar þá hugsun sem er grunnur jafnréttislaganna og jafnréttishugsjónarinnar.Get ekki látið þessa ráðningu afar hæfrar konu ganga í gegn án þess að fá fram sjónarhorn og rök Velferðarráðs og yfirmanns Velferðarsviðs á ráðningunni.Á Velferðarsviði eru skilgreindir 15 stjórnendur 14 konur og 1 karlmaður. Því er augljóst að við ráðningu skrifstofustjóra á Velferðarsviði er ástæða til þess að hafa til hliðsjónar ákvæði jafnréttislaga. Það var greinilega ekki gert.Í ljósi þessa þá þarf Velferðarráð og yfirmaður Velferðarsviðs að sýna fram á að sú kona sem ráðin var sé HÆFARI en þeir karlmenn sem sóttu um.Því óska ég eftir rökstuðningi Velferðarráðs og yfirmanns Velferðarsviðs fyrir því að hin afar hæfa Dís Sigurgeirsdóttir sé HÆFARI en ég til að gegna starfinu með hliðsjón af ákvæðum jafnréttislaga um jafnrétti kynjanna.Áskil mér rétt til að leita réttar míns þegar svar hefur borist.Hallur Magnússon Ráðningar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Hallur Magnússon, sjálfstætt starfandi ráðgjafi í Noregi, telur líklegt að jafnréttislög hafi verið brotin við ráðningu skrifstofustjóra á velferðarsvið. Hann hefur nú sent bréf á alla borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar auk velferðarsviðs og velferðarráðs þar sem hann fer fram á rökstuðning: Hvers vegna Dís Sigurgeirsdóttir var ráðin en ekki hann? Hallur vísar til jafnréttislaga og tekur fram í bréfi sínu að hann muni leita réttar síns ef svo ber undir. Hallur bendir á að á velferðarsviði eru skilgreindir 15 stjórnendur: 14 konur og 1 karlmaður. Í ljósi jafnréttislaga, sem ganga út á að jafna hlutföll milli kynja, blasir við að ef um er að ræða jafnhæfa umsækjendur þá ber að ráða þann þess kyns sem á hallar. Það er ef jafnréttislög ganga út á jafnréttindi?Regína Ásvaldsdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs.Formaður Velferðarráðs er Ilmur Kristjánsdóttir en sviðsstjóri velferðarsviðs er Regína Ásvaldsdóttir. Hallur gerir ráð fyrir því að það hafi verið hún sem gekk frá ráðningunni. „Þetta fór í gegnum Hagvang, þau tóku viðtal við mig í gegnum Skype,“ segir Hallur í samtali við Vísi. Samkvæmt þeim var það Regína sviðsstjóri sem tók ákvörðun um hver var valinn.“ Hallur bíður nú eftir rökstuðningi en Regína hefur staðfest móttöku erindis hans.Bréf HallsÉg vil byrja á því að óska Velferðarráði og Velferðarsviði til hamingju með nýjan afar hæfan skrifstofustjóra. Dís Sigurgeirsdóttir er afar hæf og með menntun og reynslu sem mun koma að góðum notum á Velferðarsviði. Skil vel af hverju Velferðarráð og Velferðarsvið kaus að velja þennan jafningja minn í starfið.Ég hef barist fyrir jafnrétti í næstum fjóra áratugi. Fyrir jafnrétti kynjanna og jafnrétti þeirra hópa sem hafa átt undir högg að sækja gagnvart öðrum. Hef sem stjórnandi hjá hinu opinbera lagt jafnréttislög sem grunn að mínu starfi sem stjórnandi í atvinnulífinu lagt til grundvallar þá hugsun sem er grunnur jafnréttislaganna og jafnréttishugsjónarinnar.Get ekki látið þessa ráðningu afar hæfrar konu ganga í gegn án þess að fá fram sjónarhorn og rök Velferðarráðs og yfirmanns Velferðarsviðs á ráðningunni.Á Velferðarsviði eru skilgreindir 15 stjórnendur 14 konur og 1 karlmaður. Því er augljóst að við ráðningu skrifstofustjóra á Velferðarsviði er ástæða til þess að hafa til hliðsjónar ákvæði jafnréttislaga. Það var greinilega ekki gert.Í ljósi þessa þá þarf Velferðarráð og yfirmaður Velferðarsviðs að sýna fram á að sú kona sem ráðin var sé HÆFARI en þeir karlmenn sem sóttu um.Því óska ég eftir rökstuðningi Velferðarráðs og yfirmanns Velferðarsviðs fyrir því að hin afar hæfa Dís Sigurgeirsdóttir sé HÆFARI en ég til að gegna starfinu með hliðsjón af ákvæðum jafnréttislaga um jafnrétti kynjanna.Áskil mér rétt til að leita réttar míns þegar svar hefur borist.Hallur Magnússon
Ráðningar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?