Lögreglan var tilbúin að rýma hverfið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. maí 2017 09:57 Mikill eldur logaði, og sömuleiðis lagði mikinn reyk frá húsnæðinu. mynd/lögreglan á norðurlandi eystra Lögreglan var með mikinn viðbúnað við Goðanes á Akureyri í nótt vegna elds sem kom upp í stórri verksmiðju plastbátasmiðjunnar Seigs. Óttast var um tíma að rýma þyrfti Síðuhverfi þegar eitraðan reyk tók að leggja í átt að bænum, en reykurinn steig upp á við áður en til þess kom. Líklega er um altjón að ræða. Jóhannes Sigfússon, varðstjóri á Akureyri, segir að lögreglan hafi lokað öllum nærliggjandi götum í nótt og í framhaldinu búið sig undir rýmingu. Fyrsta skrefið var að tilkynna fólki á Facebook um eldsvoðann og hvetja það til þess að loka gluggum og hækka í kyndingu. „Síðan setti ég upp reykvakt þannig að það voru lögreglumenn á nokkrum stöðum í því hverfi bæjarins þar sem reykurinn fór yfir og gáði að því hvort reykurinn kæmi niður og legðist yfir íbúabúðina. Það lét nú nærri á tímabili,“ segir Jóhannes. Smáskilaboð hafi verið næsta skref. „Þá vorum við tilbúnir með það að senda neyðar-sms, þannig að það færi sama sms-ið á alla síma sem tengdust inn á viðkomandi möstur, og fólki ráðlagt þetta sama; að loka híbýlum sínum og auka kyndinguna.“ Lokaúrræðið hafi verið að vekja fólk með sírenum: „Til þrautavara vorum við tilbúnir til að keyra hreinlega um hverfið með sírenur og hátalarakerfi lögreglubílanna í gangi til þess að vekja fólkið, því klukkan var um eitt og flestir komnir til náða þegar þetta var.“ Húsið er hátt í tvö þúsund metrar og er í iðnaðarhverfinu við Goðanes 12. Útkallið barst laust fyrir klukkan eitt í nótt en þegar slökkvilið bar að garði var húsið nánast alelda en í því var mikið af eldfimum plastefnum og gaskútar. Jóhann Þór Jónsson slökkviliðsmaður segir slökkviliðið hafa verið meðvitað um hættuna á staðnum. „Þannig að við sendum enga reykkafara inn í húsið eða svoleiðis. Þetta var bara allt utan frá – slökkvistarf fór eingöngu fram utanhúss,“ segir hann. Eldsupptök eru enn sem komið er ókunn en lögreglan á Akureyri fer með rannsókn málsins.mynd/lögreglan á norðurlandi eystramynd/lögreglan á norðurlandi eystramynd/lögreglan á norðurlandi eystra Tengdar fréttir Mikið tjón í stórbruna á Akureyri Tugmilljóna tjón varð í nótt þegar tvö þúsund fermetra háreist verksmiðjuhús plastbátasmiðjunnar Seigs að Goðanesi 12 á Akureyri brann nánast til kaldra kola og eru slökkviliðsmenn enn að slökkva í glæðum. 31. maí 2017 07:07 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Lögreglan var með mikinn viðbúnað við Goðanes á Akureyri í nótt vegna elds sem kom upp í stórri verksmiðju plastbátasmiðjunnar Seigs. Óttast var um tíma að rýma þyrfti Síðuhverfi þegar eitraðan reyk tók að leggja í átt að bænum, en reykurinn steig upp á við áður en til þess kom. Líklega er um altjón að ræða. Jóhannes Sigfússon, varðstjóri á Akureyri, segir að lögreglan hafi lokað öllum nærliggjandi götum í nótt og í framhaldinu búið sig undir rýmingu. Fyrsta skrefið var að tilkynna fólki á Facebook um eldsvoðann og hvetja það til þess að loka gluggum og hækka í kyndingu. „Síðan setti ég upp reykvakt þannig að það voru lögreglumenn á nokkrum stöðum í því hverfi bæjarins þar sem reykurinn fór yfir og gáði að því hvort reykurinn kæmi niður og legðist yfir íbúabúðina. Það lét nú nærri á tímabili,“ segir Jóhannes. Smáskilaboð hafi verið næsta skref. „Þá vorum við tilbúnir með það að senda neyðar-sms, þannig að það færi sama sms-ið á alla síma sem tengdust inn á viðkomandi möstur, og fólki ráðlagt þetta sama; að loka híbýlum sínum og auka kyndinguna.“ Lokaúrræðið hafi verið að vekja fólk með sírenum: „Til þrautavara vorum við tilbúnir til að keyra hreinlega um hverfið með sírenur og hátalarakerfi lögreglubílanna í gangi til þess að vekja fólkið, því klukkan var um eitt og flestir komnir til náða þegar þetta var.“ Húsið er hátt í tvö þúsund metrar og er í iðnaðarhverfinu við Goðanes 12. Útkallið barst laust fyrir klukkan eitt í nótt en þegar slökkvilið bar að garði var húsið nánast alelda en í því var mikið af eldfimum plastefnum og gaskútar. Jóhann Þór Jónsson slökkviliðsmaður segir slökkviliðið hafa verið meðvitað um hættuna á staðnum. „Þannig að við sendum enga reykkafara inn í húsið eða svoleiðis. Þetta var bara allt utan frá – slökkvistarf fór eingöngu fram utanhúss,“ segir hann. Eldsupptök eru enn sem komið er ókunn en lögreglan á Akureyri fer með rannsókn málsins.mynd/lögreglan á norðurlandi eystramynd/lögreglan á norðurlandi eystramynd/lögreglan á norðurlandi eystra
Tengdar fréttir Mikið tjón í stórbruna á Akureyri Tugmilljóna tjón varð í nótt þegar tvö þúsund fermetra háreist verksmiðjuhús plastbátasmiðjunnar Seigs að Goðanesi 12 á Akureyri brann nánast til kaldra kola og eru slökkviliðsmenn enn að slökkva í glæðum. 31. maí 2017 07:07 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Mikið tjón í stórbruna á Akureyri Tugmilljóna tjón varð í nótt þegar tvö þúsund fermetra háreist verksmiðjuhús plastbátasmiðjunnar Seigs að Goðanesi 12 á Akureyri brann nánast til kaldra kola og eru slökkviliðsmenn enn að slökkva í glæðum. 31. maí 2017 07:07