Meirihlutinn styður tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2017 18:37 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í Alþingishúsinu í dag. vísir/anton brink Tillaga Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, um skipan dómara við Landsrétt var afgreidd í ágreiningi úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd nú á sjöunda tímanum. Meirihluti nefndarinnar styður tillögu ráðherrans en minnihlutinn vildi fá meiri tíma til að fara yfir málið og var því ekki sáttur við að málið skyldi afgreitt úr nefndinni í dag. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við þau Birgi Ármannsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, en hún hafði boðað það að hún myndi leggja fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra ef ekki fengist fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan dómaranna 15 við Landsrétt. Í fréttum Stöðvar 2 sagði hún að nú myndi hún fara yfir það hvort slík tillaga yrði lögð fram en hún sagði málið snúast um fagleg vinnubrögð þar sem hún teldi að meiri tíma þyrfti til þess að fara yfir það. Birgir sagði hins vegar að meirihluti teldi rökstuðning ráðherra fyrir tillögunni fullnægjandi og styðji hann tillöguna. Í tillögu dómsmálaráðherra eru fjórir einstaklingar sem hæfnisnefnd mat ekki á meðal þeirra fimmtán hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Ýmsir hafa gagnrýnt það, þar á meðal Lögmannafélagið og Ástráður Haraldsson, sem er einn þeirra sem nefndin mat hæfasta en hlýtur ekki náð fyrir augum ráðherrans. Áætluð þinglok eru í kvöld eða nótt og mun þingið þurfa að greiða atkvæði um tillögu ráðherrans um skipan dómara við Landsrétt. Telja má líklegt að þá muni reyna á meirihlutann á þingi en ríkisstjórnin hefur aðeins eins manns meirihluta. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ætlar að leggja fram vantraust á Sigríði fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ætla að leggja fram vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra áður en þing klárast fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan 15 dómara við Landsrétt. 31. maí 2017 14:51 Svekktir með Sigríði og segja tillöguna minnka traust á nýjum dómstól Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. 31. maí 2017 14:51 Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd mun funda fram á kvöld. 30. maí 2017 19:19 Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur Sigríður Á. Andersen hafnar því að hún leiti heimilda Alþingis til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu vegna skipana við Landsrétt. 30. maí 2017 12:30 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Tillaga Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, um skipan dómara við Landsrétt var afgreidd í ágreiningi úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd nú á sjöunda tímanum. Meirihluti nefndarinnar styður tillögu ráðherrans en minnihlutinn vildi fá meiri tíma til að fara yfir málið og var því ekki sáttur við að málið skyldi afgreitt úr nefndinni í dag. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við þau Birgi Ármannsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, en hún hafði boðað það að hún myndi leggja fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra ef ekki fengist fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan dómaranna 15 við Landsrétt. Í fréttum Stöðvar 2 sagði hún að nú myndi hún fara yfir það hvort slík tillaga yrði lögð fram en hún sagði málið snúast um fagleg vinnubrögð þar sem hún teldi að meiri tíma þyrfti til þess að fara yfir það. Birgir sagði hins vegar að meirihluti teldi rökstuðning ráðherra fyrir tillögunni fullnægjandi og styðji hann tillöguna. Í tillögu dómsmálaráðherra eru fjórir einstaklingar sem hæfnisnefnd mat ekki á meðal þeirra fimmtán hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Ýmsir hafa gagnrýnt það, þar á meðal Lögmannafélagið og Ástráður Haraldsson, sem er einn þeirra sem nefndin mat hæfasta en hlýtur ekki náð fyrir augum ráðherrans. Áætluð þinglok eru í kvöld eða nótt og mun þingið þurfa að greiða atkvæði um tillögu ráðherrans um skipan dómara við Landsrétt. Telja má líklegt að þá muni reyna á meirihlutann á þingi en ríkisstjórnin hefur aðeins eins manns meirihluta.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ætlar að leggja fram vantraust á Sigríði fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ætla að leggja fram vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra áður en þing klárast fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan 15 dómara við Landsrétt. 31. maí 2017 14:51 Svekktir með Sigríði og segja tillöguna minnka traust á nýjum dómstól Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. 31. maí 2017 14:51 Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd mun funda fram á kvöld. 30. maí 2017 19:19 Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur Sigríður Á. Andersen hafnar því að hún leiti heimilda Alþingis til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu vegna skipana við Landsrétt. 30. maí 2017 12:30 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Ætlar að leggja fram vantraust á Sigríði fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ætla að leggja fram vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra áður en þing klárast fáist ekki fullnægjandi rökstuðningur og álit sérfræðinga um skipan 15 dómara við Landsrétt. 31. maí 2017 14:51
Svekktir með Sigríði og segja tillöguna minnka traust á nýjum dómstól Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. 31. maí 2017 14:51
Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd mun funda fram á kvöld. 30. maí 2017 19:19
Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur Sigríður Á. Andersen hafnar því að hún leiti heimilda Alþingis til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu vegna skipana við Landsrétt. 30. maí 2017 12:30