Hlynur: Ég elska að spila handbolta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. maí 2017 06:00 Loksins. Það gladdi Valsmenn að sjá Hlyn lyfta þeim stóra. Vísir/Ernir „Þetta var ólýsanleg tilfinning. Ég grét á bekknum þegar nokkrar mínútur voru eftir. Svo var maður í móki er leiknum lauk. Þegar ég lyfti bikarnum áttaði ég mig á því að þetta var loksins að gerast,“ segir hinn 41 árs gamli markvörður Vals Hlynur Morthens, sem varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti á sunnudag. Hlynur var að taka því rólega er Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Hann var þá að horfa aftur á leikinn og leyndi sér ekki að hann sveif enn á bleiku skýi. „Ég er búinn að vera í meistaraflokki í kringum 23 ár og aldrei náð að landa þeim stóra. Guð minn góður hvað það var sætt er það gerðist loksins. Ég ætlaði ekki að hætta fyrr en ég myndi ná honum. Ég gat ekki klárað meistaraflokksferilinn án þess að verða Íslandsmeistari,“ segir Hlynur sem hefur komið víða við á ferlinum en kann afar vel við sig í herbúðum Vals þar sem hann hefur verið síðustu árin.Vísir/ErnirHeppnir að komast í úrslit Tímabilið hjá Valsmönnum var ótrúlegt. Liðið varð bæði Íslands- og bikarmeistari og komst í undanúrslit í Áskorendakeppni Evrópu. Í deildinni gekk ekki nógu vel og liðið varð aðeins í sjöunda sæti. „Við vorum næstum því heppnir að komast í úrslitakeppnina. Það má alveg segja að þetta sé búið að vera ótrúlegt tímabil,“ segir Hlynur en með því að dreifa álaginu þjappaði liðið sér saman. Allir voru með sín hlutverk á hreinu. Gaf ekki upp vonina Hlynur hefur ekki oft komist mjög nálægt því að verða Íslandsmeistari. Hann fór nokkrum sinnum í undanúrslit en einu sinni fór hann í oddaleik um titilinn. „Það var 2010 er við Valsmenn fórum í oddaleik gegn Haukum. Það var hrikalega svekkjandi að tapa því. Ég gaf aldrei upp vonina og sérstaklega ekki eftir að ég kom til Vals. Við vorum með frábært lið í fyrra en náðum því samt ekki. Núna small þetta hjá okkur,“ segir Hlynur en hann og Sigurður Ingiberg hafa verið mjög öflugir í markinu og eiga sinn þátt í titlinum. „Okkar samstarf hefur verið frábært. Ég veit ekki hvað eru mörg ár á milli okkar en við erum alltaf kallaðir feðgarnir. Ég gæti sennilega verið pabbi hans eins og flestra í liðinu. Hann hefur sprungið út og ég á ekki til orð yfir hvað hann var geggjaður í oddaleiknum.“Stór stund.Vísir/ErnirMarkvörðurinn síungi hefur tekið takmarkaðan þátt síðustu vikur og iðulega bara spilað annan hálfleikinn. Hann hefur verið að glíma við meiðsli og verið mikið þjáður. „Ég meiddist fyrir seinni Evrópuleikinn í undanúrslitunum. Þá gat ég nánast ekki stigið í löppina. Ég hef varla æft síðan. Ég hef brutt töluvert magn af sterkum verkjalyfjum fyrir leiki og eiginlega of mikið. Ég hef síðan tekið þetta á hörkunni. Síðustu þrjár vikur hafa samt verið mjög erfiðar út af verkjum,“ segir Hlynur en hann þarf væntanlega að fara í aðgerð á mjöðm í sumar vegna meiðslanna.Gæti haldið áfram Hlynur verður 42 ára í desember og íhugar að halda áfram. Hann á þó eftir að setjast niður með Valsmönnum og ræða framhaldið en hann langar ekki að hætta. „Mig langar að spila áfram en vissulega er það rómantík að hætta núna og fara í annað hlutverk. Þetta kemur í ljós fljótlega. Þetta er bara svo ógeðslega gaman. Vera með þessum gaurum allan daginn. Það heldur manni ungum og ferskum. Ég elska að spila handbolta. Af hverju ætti ég að hætta á meðan ég hef gaman af þessu og nýtist liðinu eitthvað?“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Bræðurnir sem eru hjartað í vörninni Valur varð Íslandsmeistari í 22. sinn í sögu félagsins í gær. Varnarleikur á heimsmælikvarða og einstök markvarsla skóp sigur á FH í oddaleik í troðfullum Kaplakrika. Bræðurnir Orri Freyr og Ýmir Örn Gíslasynir voru frábærir í vörninni og leiddu Valsmenn til sigurs. 22. maí 2017 06:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 20-27 | Valsmenn eru Íslandsmeistarar Valur er Íslandsmeistari í handknattleik karla eftir 27-20 sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika. Valsmenn tryggðu sér titilinn með frábærum seinni hálfleik en staðan í hálfleik var 11-9 fyrir FH. 21. maí 2017 18:45 Anton: Við slátruðum þeim "Þetta er ótrúlega sætt og líka í ljósi þess að við erum bæði Íslands- og bikarmeistarar. 21. maí 2017 18:36 Ýmir Örn: Liðsheildin skilaði þessu "Tilfinningin er auðvitað alveg mögnuð. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það var erfitt að vera útaf seinustu átta mínúturnar en þeir bara kláruðu þetta. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason leikmaður Vals í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í dag þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. 21. maí 2017 18:09 HB Statz gerir upp lokaúrslitin á skemmtilegan hátt | Þessir voru bestir Valsmenn tryggðu sér í gær Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika. 22. maí 2017 21:30 Guðlaugur og Óskar: Erum með besta varnarlið landsins Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í dag. Þjálfarar Vals, þeir Guðlaugur Arnarsson og Óskar Bjarni Óskarsson, voru vitaskuld hæstánægðir þegar Vísir hitti þá að leik loknum í dag. 21. maí 2017 18:24 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
„Þetta var ólýsanleg tilfinning. Ég grét á bekknum þegar nokkrar mínútur voru eftir. Svo var maður í móki er leiknum lauk. Þegar ég lyfti bikarnum áttaði ég mig á því að þetta var loksins að gerast,“ segir hinn 41 árs gamli markvörður Vals Hlynur Morthens, sem varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti á sunnudag. Hlynur var að taka því rólega er Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Hann var þá að horfa aftur á leikinn og leyndi sér ekki að hann sveif enn á bleiku skýi. „Ég er búinn að vera í meistaraflokki í kringum 23 ár og aldrei náð að landa þeim stóra. Guð minn góður hvað það var sætt er það gerðist loksins. Ég ætlaði ekki að hætta fyrr en ég myndi ná honum. Ég gat ekki klárað meistaraflokksferilinn án þess að verða Íslandsmeistari,“ segir Hlynur sem hefur komið víða við á ferlinum en kann afar vel við sig í herbúðum Vals þar sem hann hefur verið síðustu árin.Vísir/ErnirHeppnir að komast í úrslit Tímabilið hjá Valsmönnum var ótrúlegt. Liðið varð bæði Íslands- og bikarmeistari og komst í undanúrslit í Áskorendakeppni Evrópu. Í deildinni gekk ekki nógu vel og liðið varð aðeins í sjöunda sæti. „Við vorum næstum því heppnir að komast í úrslitakeppnina. Það má alveg segja að þetta sé búið að vera ótrúlegt tímabil,“ segir Hlynur en með því að dreifa álaginu þjappaði liðið sér saman. Allir voru með sín hlutverk á hreinu. Gaf ekki upp vonina Hlynur hefur ekki oft komist mjög nálægt því að verða Íslandsmeistari. Hann fór nokkrum sinnum í undanúrslit en einu sinni fór hann í oddaleik um titilinn. „Það var 2010 er við Valsmenn fórum í oddaleik gegn Haukum. Það var hrikalega svekkjandi að tapa því. Ég gaf aldrei upp vonina og sérstaklega ekki eftir að ég kom til Vals. Við vorum með frábært lið í fyrra en náðum því samt ekki. Núna small þetta hjá okkur,“ segir Hlynur en hann og Sigurður Ingiberg hafa verið mjög öflugir í markinu og eiga sinn þátt í titlinum. „Okkar samstarf hefur verið frábært. Ég veit ekki hvað eru mörg ár á milli okkar en við erum alltaf kallaðir feðgarnir. Ég gæti sennilega verið pabbi hans eins og flestra í liðinu. Hann hefur sprungið út og ég á ekki til orð yfir hvað hann var geggjaður í oddaleiknum.“Stór stund.Vísir/ErnirMarkvörðurinn síungi hefur tekið takmarkaðan þátt síðustu vikur og iðulega bara spilað annan hálfleikinn. Hann hefur verið að glíma við meiðsli og verið mikið þjáður. „Ég meiddist fyrir seinni Evrópuleikinn í undanúrslitunum. Þá gat ég nánast ekki stigið í löppina. Ég hef varla æft síðan. Ég hef brutt töluvert magn af sterkum verkjalyfjum fyrir leiki og eiginlega of mikið. Ég hef síðan tekið þetta á hörkunni. Síðustu þrjár vikur hafa samt verið mjög erfiðar út af verkjum,“ segir Hlynur en hann þarf væntanlega að fara í aðgerð á mjöðm í sumar vegna meiðslanna.Gæti haldið áfram Hlynur verður 42 ára í desember og íhugar að halda áfram. Hann á þó eftir að setjast niður með Valsmönnum og ræða framhaldið en hann langar ekki að hætta. „Mig langar að spila áfram en vissulega er það rómantík að hætta núna og fara í annað hlutverk. Þetta kemur í ljós fljótlega. Þetta er bara svo ógeðslega gaman. Vera með þessum gaurum allan daginn. Það heldur manni ungum og ferskum. Ég elska að spila handbolta. Af hverju ætti ég að hætta á meðan ég hef gaman af þessu og nýtist liðinu eitthvað?“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Bræðurnir sem eru hjartað í vörninni Valur varð Íslandsmeistari í 22. sinn í sögu félagsins í gær. Varnarleikur á heimsmælikvarða og einstök markvarsla skóp sigur á FH í oddaleik í troðfullum Kaplakrika. Bræðurnir Orri Freyr og Ýmir Örn Gíslasynir voru frábærir í vörninni og leiddu Valsmenn til sigurs. 22. maí 2017 06:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 20-27 | Valsmenn eru Íslandsmeistarar Valur er Íslandsmeistari í handknattleik karla eftir 27-20 sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika. Valsmenn tryggðu sér titilinn með frábærum seinni hálfleik en staðan í hálfleik var 11-9 fyrir FH. 21. maí 2017 18:45 Anton: Við slátruðum þeim "Þetta er ótrúlega sætt og líka í ljósi þess að við erum bæði Íslands- og bikarmeistarar. 21. maí 2017 18:36 Ýmir Örn: Liðsheildin skilaði þessu "Tilfinningin er auðvitað alveg mögnuð. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það var erfitt að vera útaf seinustu átta mínúturnar en þeir bara kláruðu þetta. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason leikmaður Vals í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í dag þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. 21. maí 2017 18:09 HB Statz gerir upp lokaúrslitin á skemmtilegan hátt | Þessir voru bestir Valsmenn tryggðu sér í gær Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika. 22. maí 2017 21:30 Guðlaugur og Óskar: Erum með besta varnarlið landsins Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í dag. Þjálfarar Vals, þeir Guðlaugur Arnarsson og Óskar Bjarni Óskarsson, voru vitaskuld hæstánægðir þegar Vísir hitti þá að leik loknum í dag. 21. maí 2017 18:24 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Bræðurnir sem eru hjartað í vörninni Valur varð Íslandsmeistari í 22. sinn í sögu félagsins í gær. Varnarleikur á heimsmælikvarða og einstök markvarsla skóp sigur á FH í oddaleik í troðfullum Kaplakrika. Bræðurnir Orri Freyr og Ýmir Örn Gíslasynir voru frábærir í vörninni og leiddu Valsmenn til sigurs. 22. maí 2017 06:00
Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 20-27 | Valsmenn eru Íslandsmeistarar Valur er Íslandsmeistari í handknattleik karla eftir 27-20 sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika. Valsmenn tryggðu sér titilinn með frábærum seinni hálfleik en staðan í hálfleik var 11-9 fyrir FH. 21. maí 2017 18:45
Anton: Við slátruðum þeim "Þetta er ótrúlega sætt og líka í ljósi þess að við erum bæði Íslands- og bikarmeistarar. 21. maí 2017 18:36
Ýmir Örn: Liðsheildin skilaði þessu "Tilfinningin er auðvitað alveg mögnuð. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það var erfitt að vera útaf seinustu átta mínúturnar en þeir bara kláruðu þetta. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason leikmaður Vals í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í dag þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. 21. maí 2017 18:09
HB Statz gerir upp lokaúrslitin á skemmtilegan hátt | Þessir voru bestir Valsmenn tryggðu sér í gær Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika. 22. maí 2017 21:30
Guðlaugur og Óskar: Erum með besta varnarlið landsins Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í dag. Þjálfarar Vals, þeir Guðlaugur Arnarsson og Óskar Bjarni Óskarsson, voru vitaskuld hæstánægðir þegar Vísir hitti þá að leik loknum í dag. 21. maí 2017 18:24
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti