Steingrímur: Fjármálaráðherra aleinn og yfirgefinn á evrubolnum sínum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. maí 2017 13:38 Steingrímur minntist sérstaklega á klæðnað Benedikts í ræðu sinni á þingi. vísir/skjáskot/rúv Fjármálaáætlunin, sem átti að vera aðalumræðuefni dagsins, er í hreinu uppnámi enda ljóst að forsætisráðherra stendur ekki við bakið á fjármálaráðherra hvað áætlunina varðar, sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, á Alþingi í dag.Algjört uppnám „Með öðrum orðum: hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra, formaður Viðreisnar, stendur aleinn, yfirgefinn á sviðinu, á evrubolnum sínum og enginn í þessari ríkisstjórn ber blak af áformum hans. Með öðrum orðum aftur, frú forseti, málið er í algjöru uppnámi,“ sagði Steingrímur. Steingrímur vísaði með þessu til klæðaburðar Benedikts Jóhannssonar fjármálaráðherra í sjónvarpsfréttum RÚV í gær þar sem hann skartaði fagurbláum stuttermabol merktum evrunni en fréttin fjallaði um gjaldmiðil okkar – íslensku krónuna. „Í gær kom hér í þinginu skýrt í ljós að hæstvirtur forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, stendur ekki við bakið á fjármálaráðherra sínum varðandi ríkisfjármálaáætlun og gaf algjörlega upp að til stæði að falla frá væntum virðisaukaskattsbreytingum á ferðaþjónustuna eða slaka þar til,“ sagði hann.„Heyr, heyr“ Steingrímur fór hörðum orðum um ríkisstjórnina við undirtektir úr þingsal. „Þetta er ónýt ríkisstjórn, kemur sér ekki saman um neitt, hefur tekist að verða ótrúlega sundruð á örfáum mánuðum og það er stórhættulegt fyrir landið að búa við ónýta ríkisstjórn meðan ójafnvægið hleðst upp í hagkerfinu og endar með þeim mun meiri ósköpum sem lengur dregst að taka á því,“ sagði hann og heyrðist þá úr þingsal: „Heyr, heyr!“ Tengdar fréttir Fresta eigi hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu verði frestað og að í staðinn verði álagning komugjalda skoðuð. 18. maí 2017 22:37 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Fjármálaáætlunin, sem átti að vera aðalumræðuefni dagsins, er í hreinu uppnámi enda ljóst að forsætisráðherra stendur ekki við bakið á fjármálaráðherra hvað áætlunina varðar, sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, á Alþingi í dag.Algjört uppnám „Með öðrum orðum: hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra, formaður Viðreisnar, stendur aleinn, yfirgefinn á sviðinu, á evrubolnum sínum og enginn í þessari ríkisstjórn ber blak af áformum hans. Með öðrum orðum aftur, frú forseti, málið er í algjöru uppnámi,“ sagði Steingrímur. Steingrímur vísaði með þessu til klæðaburðar Benedikts Jóhannssonar fjármálaráðherra í sjónvarpsfréttum RÚV í gær þar sem hann skartaði fagurbláum stuttermabol merktum evrunni en fréttin fjallaði um gjaldmiðil okkar – íslensku krónuna. „Í gær kom hér í þinginu skýrt í ljós að hæstvirtur forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, stendur ekki við bakið á fjármálaráðherra sínum varðandi ríkisfjármálaáætlun og gaf algjörlega upp að til stæði að falla frá væntum virðisaukaskattsbreytingum á ferðaþjónustuna eða slaka þar til,“ sagði hann.„Heyr, heyr“ Steingrímur fór hörðum orðum um ríkisstjórnina við undirtektir úr þingsal. „Þetta er ónýt ríkisstjórn, kemur sér ekki saman um neitt, hefur tekist að verða ótrúlega sundruð á örfáum mánuðum og það er stórhættulegt fyrir landið að búa við ónýta ríkisstjórn meðan ójafnvægið hleðst upp í hagkerfinu og endar með þeim mun meiri ósköpum sem lengur dregst að taka á því,“ sagði hann og heyrðist þá úr þingsal: „Heyr, heyr!“
Tengdar fréttir Fresta eigi hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu verði frestað og að í staðinn verði álagning komugjalda skoðuð. 18. maí 2017 22:37 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Fresta eigi hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu verði frestað og að í staðinn verði álagning komugjalda skoðuð. 18. maí 2017 22:37