Barkley og Shaq kepptust við að gera lítið úr afrekum hvors annars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2017 23:30 Reggie Miller með þeim Charles Barkley og Shaquille O'Neal. Vísir/Getty Það er ekkert skrýtið að TNT-sjónvarpsstöðin láti þá Shaquille O'Neal og Charles Barkley sitja eins langt frá hvorum öðrum og þeir geta í pallaborðsumræðum um úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þeir Barkley og Shaq voru mættir til að ræða fjórða leik Cleveland Cavaliers og Boston Celtics. Cleveland vann leikinn og er komið í 3-1. Þeir eru sjaldan sammála og voru alls ekki sammála um hvort að þetta væri leikur sem mátti alls ekki tapast. Það besta í spjallinu var þó þegar þeir kepptust við að gera lítið úr afrekum hvors annars inn á körfuboltavellinum. Shaquille O'Neal byrjaði en hann vildi meina að Barkley þekkti þessa stöðu ekki nægilega vel þar sem að hann hafði aðeins farið í úrslitaeinvígið einu sinni á ferlinum. Barkley fór í úrslitin með Phoenix Suns árið 1993 en varð þá að sætta sig við tap á móti Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls. O'Neal vann NBA-titilinn fjórum sinnum, þrisvar með Los Angeles Lakers og einu sinni með Miami Heat. Það stoppaði samt ekkert Charles Barkley þegar hann skaut til baka. Barkley hélt því fram að að Shaq hafi aðeins orðið meistari vegna þess að hann var liðsfélagi Kobe Bryant og Dwyane Wade. Barkley fór reyndar einu skrefi lengra og bætti við nafni Alonzo Mourning. Það er hægt að sjá spjallið þeirra hér fyrir neðan.The Chuck vs. @SHAQ saga continues on #InsidetheNBA... pic.twitter.com/dPMXWc0XLL — NBA on TNT (@NBAonTNT) May 24, 2017 Þegar Lakers vann titilinn 2000 þá var Shaquille O'Neal með 30,7 stig og 15,4 fráköst að meðaltali í úrslitakeppninni, hann var með 30,4 stig og 15,4 fráköst í leik í sigrinum í úrslitakeppninni árið eftir og svo með 28,5 stig og 12,6 fráköst í leik í úrslitakeppninni 2002 þar sem Lakers vann þriðja árið í röð. Kobe Bryant var með 21,1 stig, 29,4 stig og 26,6 stig að meðaltali í þessum þremur úrslitakeppnum frá 2000 til 2002. Þegar Shaq varð meistari með Miami Heat fjórum árum síðar þá var hann með 18,4 stig og 9,8 fráköst að meðaltali í leik. Dwyane Wade var þá með 28,4 stig, 5,9 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira
Það er ekkert skrýtið að TNT-sjónvarpsstöðin láti þá Shaquille O'Neal og Charles Barkley sitja eins langt frá hvorum öðrum og þeir geta í pallaborðsumræðum um úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þeir Barkley og Shaq voru mættir til að ræða fjórða leik Cleveland Cavaliers og Boston Celtics. Cleveland vann leikinn og er komið í 3-1. Þeir eru sjaldan sammála og voru alls ekki sammála um hvort að þetta væri leikur sem mátti alls ekki tapast. Það besta í spjallinu var þó þegar þeir kepptust við að gera lítið úr afrekum hvors annars inn á körfuboltavellinum. Shaquille O'Neal byrjaði en hann vildi meina að Barkley þekkti þessa stöðu ekki nægilega vel þar sem að hann hafði aðeins farið í úrslitaeinvígið einu sinni á ferlinum. Barkley fór í úrslitin með Phoenix Suns árið 1993 en varð þá að sætta sig við tap á móti Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls. O'Neal vann NBA-titilinn fjórum sinnum, þrisvar með Los Angeles Lakers og einu sinni með Miami Heat. Það stoppaði samt ekkert Charles Barkley þegar hann skaut til baka. Barkley hélt því fram að að Shaq hafi aðeins orðið meistari vegna þess að hann var liðsfélagi Kobe Bryant og Dwyane Wade. Barkley fór reyndar einu skrefi lengra og bætti við nafni Alonzo Mourning. Það er hægt að sjá spjallið þeirra hér fyrir neðan.The Chuck vs. @SHAQ saga continues on #InsidetheNBA... pic.twitter.com/dPMXWc0XLL — NBA on TNT (@NBAonTNT) May 24, 2017 Þegar Lakers vann titilinn 2000 þá var Shaquille O'Neal með 30,7 stig og 15,4 fráköst að meðaltali í úrslitakeppninni, hann var með 30,4 stig og 15,4 fráköst í leik í sigrinum í úrslitakeppninni árið eftir og svo með 28,5 stig og 12,6 fráköst í leik í úrslitakeppninni 2002 þar sem Lakers vann þriðja árið í röð. Kobe Bryant var með 21,1 stig, 29,4 stig og 26,6 stig að meðaltali í þessum þremur úrslitakeppnum frá 2000 til 2002. Þegar Shaq varð meistari með Miami Heat fjórum árum síðar þá var hann með 18,4 stig og 9,8 fráköst að meðaltali í leik. Dwyane Wade var þá með 28,4 stig, 5,9 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik.
NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira