Kjarasamningar mörg þúsund manns í húfi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. maí 2017 20:00 Búast má við að einhver órói muni skapast á vinnumarkaði í ár þegar allt að fimmtíu kjarasamningar verða lausir. Þá verður lífeyrissjóðskerfinu breytt um næstu mánaðamót en þá verða kjör nýrra opinberra starfsmanna lakari en áður. Launakjör mörg þúsund starfsmanna eru undir og eru stéttarfélög flest byrjuð að undirbúa komandi viðræður, en umfangsmestu samningarnir liggja hjá Bandalagi háskólamanna. Nokkurrar reiði gætti á vinnumarkaði eftir að gerðardómur úrskurðaði um kaup og kjör stéttarfélaga sautján stéttarfélaga innan BHM. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir erfitt að segja til um hvaða þýðingu það muni hafa í komandi viðræðum. „Aðildarfélögin eru að undirbúa þessar viðræður, undirbúa sína kröfugerð, og þau losna undan gerðardómi núna í lok sumars. Það hefur væntanlega áhrif á kröfugerðina að það hefur ekkert tillit verið tekið til sérkrafna félaganna. Svo er það þannig líka að ríkið hefur gengið fram með kjararáðsúrskurðum sem ég geri ráð fyrir að setji viðmið í kröfugerðina,“ segir Þórunn. Þá taka breytingar á lífeyrissjóðskerfinu gildi um næstu mánaðamót en þær eiga að jafna og samræma launakjör á opinberum og almennum vinnumarkaði. Það þýðir hins vegar að starfsmenn sem hefja störf hjá hinu opinbera eftir fyrsta júní fá lakari kjör. Sjóðsfélagar í A-deildum LSR og Brúar verða jafnsettir eftir breytingarnar. Þórunn segist vona að fólk sýni þessum breytingum skilning. „Það er auðvitað grundvallarbreyting á lífeyriskerfi landsmanna. Nú er búið að samræma réttindin þannig að þeir sem fara nýir að starfa fyrir sveitarfélög og ríki fá sömu lífeyrisréttindi og eru á almenna markaðnum. Það þýðir að sú klisa að opinberir starfsmenn hafi mikil og rík lífeyrisréttindi eru úr sögunni og það verður að bæta þeim upp í launum.“ Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Búast má við að einhver órói muni skapast á vinnumarkaði í ár þegar allt að fimmtíu kjarasamningar verða lausir. Þá verður lífeyrissjóðskerfinu breytt um næstu mánaðamót en þá verða kjör nýrra opinberra starfsmanna lakari en áður. Launakjör mörg þúsund starfsmanna eru undir og eru stéttarfélög flest byrjuð að undirbúa komandi viðræður, en umfangsmestu samningarnir liggja hjá Bandalagi háskólamanna. Nokkurrar reiði gætti á vinnumarkaði eftir að gerðardómur úrskurðaði um kaup og kjör stéttarfélaga sautján stéttarfélaga innan BHM. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir erfitt að segja til um hvaða þýðingu það muni hafa í komandi viðræðum. „Aðildarfélögin eru að undirbúa þessar viðræður, undirbúa sína kröfugerð, og þau losna undan gerðardómi núna í lok sumars. Það hefur væntanlega áhrif á kröfugerðina að það hefur ekkert tillit verið tekið til sérkrafna félaganna. Svo er það þannig líka að ríkið hefur gengið fram með kjararáðsúrskurðum sem ég geri ráð fyrir að setji viðmið í kröfugerðina,“ segir Þórunn. Þá taka breytingar á lífeyrissjóðskerfinu gildi um næstu mánaðamót en þær eiga að jafna og samræma launakjör á opinberum og almennum vinnumarkaði. Það þýðir hins vegar að starfsmenn sem hefja störf hjá hinu opinbera eftir fyrsta júní fá lakari kjör. Sjóðsfélagar í A-deildum LSR og Brúar verða jafnsettir eftir breytingarnar. Þórunn segist vona að fólk sýni þessum breytingum skilning. „Það er auðvitað grundvallarbreyting á lífeyriskerfi landsmanna. Nú er búið að samræma réttindin þannig að þeir sem fara nýir að starfa fyrir sveitarfélög og ríki fá sömu lífeyrisréttindi og eru á almenna markaðnum. Það þýðir að sú klisa að opinberir starfsmenn hafi mikil og rík lífeyrisréttindi eru úr sögunni og það verður að bæta þeim upp í launum.“
Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira