Hátt í 700 tilkynningar um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. maí 2017 19:30 Samtökin Barnaheill fengu á síðasta ári hátt í sjö hundruð tilkynningar um börn sem eru beitt kynferðislegu ofbeldi á netinu. Tilkynningum hefur fækkað um allt að helming á milli ára. Barnaheill hefur frá árinu 2001 tekið þátt í alþjóðlegu verkefni um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi á netinu. Sérstaka ábendingalínu, sem starfrækt er í samstarfi við ríkislögreglustjóra, er að finna á vefsíðu samtakanna, en þar er hægt að senda inn nafnlausar ábendingar um ólöglegt eða óviðeigandi efni á netinu, mansal á börnum, klámefni sem er aðgengilegt börnum og fleira. Alls bárust 649 tilkynningar í gegnum ábendingalínuna á síðasta ári, og þar af leiddu sex þeirra til frekari rannsóknar lögreglu. Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum, segir tilkynningarnar talsvert færri en áður. „Það getur verið vegna þess að innan samfélagsmiðlanna eru tilkynningakerfi og folk notar þau kerfi örugglega í auknum mæli. Svo er kannski umræðan of hljóðlát undanfarin misseri. Það er full ástæða til að vekja aftur athygli á dreifingu myndefnis á netinu,” segir Þóra. Dreifing myndefnis geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Nú er auðvitað uppi gríðarlega hávær umræða um það sem kallast sexting sem getur leitt það af sér að fólk verður fyrir kúgun eða hótunum ef það deilir ekki myndum af sér. Ef einu sinni er komin mynd á netið sem inniheldur nekt eða einhvers konar ofbeldi gegn barni er hægt að nýta þá mynd í þeim tilgangi að fá meira, að kalla eftir meiru," segir hún, og hvetur fólk jafnframt til þess að kynna sér ábendingalínu Barnaheilla. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Samtökin Barnaheill fengu á síðasta ári hátt í sjö hundruð tilkynningar um börn sem eru beitt kynferðislegu ofbeldi á netinu. Tilkynningum hefur fækkað um allt að helming á milli ára. Barnaheill hefur frá árinu 2001 tekið þátt í alþjóðlegu verkefni um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi á netinu. Sérstaka ábendingalínu, sem starfrækt er í samstarfi við ríkislögreglustjóra, er að finna á vefsíðu samtakanna, en þar er hægt að senda inn nafnlausar ábendingar um ólöglegt eða óviðeigandi efni á netinu, mansal á börnum, klámefni sem er aðgengilegt börnum og fleira. Alls bárust 649 tilkynningar í gegnum ábendingalínuna á síðasta ári, og þar af leiddu sex þeirra til frekari rannsóknar lögreglu. Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum, segir tilkynningarnar talsvert færri en áður. „Það getur verið vegna þess að innan samfélagsmiðlanna eru tilkynningakerfi og folk notar þau kerfi örugglega í auknum mæli. Svo er kannski umræðan of hljóðlát undanfarin misseri. Það er full ástæða til að vekja aftur athygli á dreifingu myndefnis á netinu,” segir Þóra. Dreifing myndefnis geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Nú er auðvitað uppi gríðarlega hávær umræða um það sem kallast sexting sem getur leitt það af sér að fólk verður fyrir kúgun eða hótunum ef það deilir ekki myndum af sér. Ef einu sinni er komin mynd á netið sem inniheldur nekt eða einhvers konar ofbeldi gegn barni er hægt að nýta þá mynd í þeim tilgangi að fá meira, að kalla eftir meiru," segir hún, og hvetur fólk jafnframt til þess að kynna sér ábendingalínu Barnaheilla.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira