Vindhviður náð allt að 50 metrum á sekúndu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. maí 2017 11:19 Vindaspáin fyrir hádegi í dag. mynd/veðurstofa íslands Mikið hvassviðri gengur nú yfir landið norðvestanvert og Vestfirði og hafa hviður á Gemlufallsheiði á Vestfjörðum náð allt að 50 metrum á sekúndu að sögn Helgu Ívarsdóttur, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Helga segir að á þessu hluta landsins hafi veðrið náð hámarki sínu en síðdegis nær það svo hámarki á Suður-og Suðausturlandi. Hefur verið brugðið á það ráð að loka veginum á milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns frá klukkan 11 í dag sökum þessa. Þá er búist við því að þjóðveginum undir Eyjafjöllum verði lokað seinna í dag en ákvörðun þess efnis verður tekin í hádeginu. Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk til að festa lausa muni en trampólín fauk á Höfn í Hornafirði í morgun.Að sögn Helgu má búast við mjög hvössum vindhviðum á Suður- og Suðausturlandi í dag en um veðrið á Vestfjörðum í morgun segir hún: „Í morgun á Vestfjörðum hafa þetta víða verið rúmlega 30 metrar á sekúndu en svo hefur þetta náð alveg 50 metrum á sekúndu á Gemlufallsheiði.“ Þá er varasamt að vera á ferðinni á fjallvegum þar sem hitinn er nálægt frostmarki með tilheyrandi snjókomu og slyddu en nánar má lesa um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar. Aðspurð hvenær veðrið gangi niður segir Helga að verði hvasst á landinu fram á laugardag. Vindur verður þó heldur hægari en hann verður í dag en það er ekki búist við rólegra veðri fyrr en á sunnudag. Þá verðru nokkuð kalt á landinu næstu daga og ekki búist við því að það hlýni neitt af ráði fyrr en um helgina.Veðurhorfur næstu daga samkvæmt spá Veðurstofu Íslands: Norðaustan 15-25 m/s, hvassast norðvestantil á landinu fram yfir hádegi, en við suðurströndina síðdegis og víða hvassir vindstrengir við fjöll. Víða rigning, einkum austanlands, en sums staðar slydda norðantil, en snjókoma til fjalla. Heldur hægari á morgun, stöku él fyrir norðan, dálítil rigning um landið suðaustanvert, en þurrt að mestu vestanlands. Hiti 0 til 8 stig, mildast sunnantil, en heldur svalara á morgun.Á föstudag og laugardag:Austan 10-20 m/s, hvassast við suður- og norðurströndina. Rigning með köflum, en talsverð rigning suðaustan- og austanlands. Hlýnandi veður.Á sunnudag:Austlæg átt 5-13 og rigning suðaustan- og austanlands, en annars úrkomulítið. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast um landið vestanvert.Á mánudag:Austlæg eða breytileg átt og úrkomulítið, en rigning suðaustantil um kvöldið. Milt í veðri.Á þriðjudag:Suðaustlæg átt, skýjað með köflum, en skúrir á stöku stað og hiti 8 til 15 stig.Fréttin var uppfærð klukkan 11:39. Veður Tengdar fréttir Lokað á milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Þá má búast við að þjóðveginum undir Eyjafjöllum verði lokað seinna í dag. 10. maí 2017 10:08 Byrjað að hvessa Stormur er allvíða á Vestfjörðum og farið að bæta í vind í öðrum landshlutum. 10. maí 2017 07:40 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Sjá meira
Mikið hvassviðri gengur nú yfir landið norðvestanvert og Vestfirði og hafa hviður á Gemlufallsheiði á Vestfjörðum náð allt að 50 metrum á sekúndu að sögn Helgu Ívarsdóttur, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Helga segir að á þessu hluta landsins hafi veðrið náð hámarki sínu en síðdegis nær það svo hámarki á Suður-og Suðausturlandi. Hefur verið brugðið á það ráð að loka veginum á milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns frá klukkan 11 í dag sökum þessa. Þá er búist við því að þjóðveginum undir Eyjafjöllum verði lokað seinna í dag en ákvörðun þess efnis verður tekin í hádeginu. Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk til að festa lausa muni en trampólín fauk á Höfn í Hornafirði í morgun.Að sögn Helgu má búast við mjög hvössum vindhviðum á Suður- og Suðausturlandi í dag en um veðrið á Vestfjörðum í morgun segir hún: „Í morgun á Vestfjörðum hafa þetta víða verið rúmlega 30 metrar á sekúndu en svo hefur þetta náð alveg 50 metrum á sekúndu á Gemlufallsheiði.“ Þá er varasamt að vera á ferðinni á fjallvegum þar sem hitinn er nálægt frostmarki með tilheyrandi snjókomu og slyddu en nánar má lesa um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar. Aðspurð hvenær veðrið gangi niður segir Helga að verði hvasst á landinu fram á laugardag. Vindur verður þó heldur hægari en hann verður í dag en það er ekki búist við rólegra veðri fyrr en á sunnudag. Þá verðru nokkuð kalt á landinu næstu daga og ekki búist við því að það hlýni neitt af ráði fyrr en um helgina.Veðurhorfur næstu daga samkvæmt spá Veðurstofu Íslands: Norðaustan 15-25 m/s, hvassast norðvestantil á landinu fram yfir hádegi, en við suðurströndina síðdegis og víða hvassir vindstrengir við fjöll. Víða rigning, einkum austanlands, en sums staðar slydda norðantil, en snjókoma til fjalla. Heldur hægari á morgun, stöku él fyrir norðan, dálítil rigning um landið suðaustanvert, en þurrt að mestu vestanlands. Hiti 0 til 8 stig, mildast sunnantil, en heldur svalara á morgun.Á föstudag og laugardag:Austan 10-20 m/s, hvassast við suður- og norðurströndina. Rigning með köflum, en talsverð rigning suðaustan- og austanlands. Hlýnandi veður.Á sunnudag:Austlæg átt 5-13 og rigning suðaustan- og austanlands, en annars úrkomulítið. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast um landið vestanvert.Á mánudag:Austlæg eða breytileg átt og úrkomulítið, en rigning suðaustantil um kvöldið. Milt í veðri.Á þriðjudag:Suðaustlæg átt, skýjað með köflum, en skúrir á stöku stað og hiti 8 til 15 stig.Fréttin var uppfærð klukkan 11:39.
Veður Tengdar fréttir Lokað á milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Þá má búast við að þjóðveginum undir Eyjafjöllum verði lokað seinna í dag. 10. maí 2017 10:08 Byrjað að hvessa Stormur er allvíða á Vestfjörðum og farið að bæta í vind í öðrum landshlutum. 10. maí 2017 07:40 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Sjá meira
Lokað á milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Þá má búast við að þjóðveginum undir Eyjafjöllum verði lokað seinna í dag. 10. maí 2017 10:08
Byrjað að hvessa Stormur er allvíða á Vestfjörðum og farið að bæta í vind í öðrum landshlutum. 10. maí 2017 07:40
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent