Halldór Jóhann: Finnst þetta algjört kjaftæði Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2017 22:11 Halldór Jóhann fórnar höndum á hliðarlínunni. vísir/eyþór Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var ánægður með sigurinn á Val að Hlíðarenda í kvöld sem tryggir hans mönnum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag. „Við náðum okkar frumkvæði í leikinn, mér finnst það hafa vantað af okkar hálfu. Við náðum að stýra leiknum varnar- og sóknarlega í dag og vorum í raun bara virkilega ákveðnir og flottir. Það er það sem skóp þennan sigur,“ sagði Halldór Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. FH skoraði 19 mörk á Valsvörnina í fyrri hálfleik, fimm mörkum minna en þeir gerðu í öllum síðasta leik. „Ég vissi alveg að við gætum leyst þessa vörn þeirra. Það þurfa margir þættir að spila inn í. Sigurður Ingiberg kemur inn í markið í seinni hálfleik og ég veit ekki hvað við klikkum á mörgum dauðafærum á þeim kafla. Þeir ná áhlaupi á okkur sem við náum svo að standast.“ Guðlaugur Arnarsson þjálfari Valsmanna sagði að Halldór hefði náð að setja pressu á dómara leiksins með ummælum sínum eftir síðasta leik liðanna um að ekki hefði verið nógu hart tekið á brotum Valsara. Halldór var ekki sammála kollega sínum hvað það varðar. „Ég veit ekki hverju ég á að svara, mér finnst þetta algjört kjaftæði. Þeir fóru í sama pakka eftir leik tvö og byrjuðu að tala um einhverja skrefadóma. Ég held það sé best að leyfa dómurunum að flauta þessa leiki og að við séum ekki að blammera þá í fjölmiðlum. Þeir mega auðvitað segja það sem þeir vilja," sagði Halldór og bætti við að bæði lið gætu eflaust tínt til dóma sem þau væru ósátt með. „Ég held að við höfum verið meira útaf en þeir þegar upp er staðið. Þetta var harður leikur og erfitt að dæma. Auðvitað eru einhver atriði okkar megin sem við getum sagt að voru ekki brottvísanir og þeir líka en ef við ætlum að tína allt úr leiknum þá verður þetta erfitt. Við vissum að þetta einvígi yrði hart, bjuggum okkur undir það og Valur örugglega líka.“ Úrslitaleikurinn fer fram í Kaplakrika á sunnudag og verður án nokkurs vafa hart barist eins og verið hefur í rimmunni til þessa. „Það verður gaman að vera hluti af því dæmi. Við viljum fylla Krikann og vonandi fjölmenna stuðningsmenn beggja liða á leikinn og allir handboltaáhugamenn. Það er frábært fyrir íslenskan handbolta að þessi staða sé komin upp,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Guðlaugur: Dóri náði að koma pressu á dómarana Guðlaugur Arnarsson annar af þjálfurum Vals var svekktur eftir að Valsmenn misstu af tækifærinu að fagna Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli í kvöld. FH lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en þeir leiddu 19-12 í hálfleik. 18. maí 2017 22:07 Leik lokið: Valur - FH 25-30 | FH tryggði sér oddaleik FH tryggði sér oddaleik í úrslitarimmu Olís-deildar karla með mögnuðum sigri á Valsmönnum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik á sunnudaginn í Kaplakrika. 18. maí 2017 22:45 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var ánægður með sigurinn á Val að Hlíðarenda í kvöld sem tryggir hans mönnum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag. „Við náðum okkar frumkvæði í leikinn, mér finnst það hafa vantað af okkar hálfu. Við náðum að stýra leiknum varnar- og sóknarlega í dag og vorum í raun bara virkilega ákveðnir og flottir. Það er það sem skóp þennan sigur,“ sagði Halldór Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. FH skoraði 19 mörk á Valsvörnina í fyrri hálfleik, fimm mörkum minna en þeir gerðu í öllum síðasta leik. „Ég vissi alveg að við gætum leyst þessa vörn þeirra. Það þurfa margir þættir að spila inn í. Sigurður Ingiberg kemur inn í markið í seinni hálfleik og ég veit ekki hvað við klikkum á mörgum dauðafærum á þeim kafla. Þeir ná áhlaupi á okkur sem við náum svo að standast.“ Guðlaugur Arnarsson þjálfari Valsmanna sagði að Halldór hefði náð að setja pressu á dómara leiksins með ummælum sínum eftir síðasta leik liðanna um að ekki hefði verið nógu hart tekið á brotum Valsara. Halldór var ekki sammála kollega sínum hvað það varðar. „Ég veit ekki hverju ég á að svara, mér finnst þetta algjört kjaftæði. Þeir fóru í sama pakka eftir leik tvö og byrjuðu að tala um einhverja skrefadóma. Ég held það sé best að leyfa dómurunum að flauta þessa leiki og að við séum ekki að blammera þá í fjölmiðlum. Þeir mega auðvitað segja það sem þeir vilja," sagði Halldór og bætti við að bæði lið gætu eflaust tínt til dóma sem þau væru ósátt með. „Ég held að við höfum verið meira útaf en þeir þegar upp er staðið. Þetta var harður leikur og erfitt að dæma. Auðvitað eru einhver atriði okkar megin sem við getum sagt að voru ekki brottvísanir og þeir líka en ef við ætlum að tína allt úr leiknum þá verður þetta erfitt. Við vissum að þetta einvígi yrði hart, bjuggum okkur undir það og Valur örugglega líka.“ Úrslitaleikurinn fer fram í Kaplakrika á sunnudag og verður án nokkurs vafa hart barist eins og verið hefur í rimmunni til þessa. „Það verður gaman að vera hluti af því dæmi. Við viljum fylla Krikann og vonandi fjölmenna stuðningsmenn beggja liða á leikinn og allir handboltaáhugamenn. Það er frábært fyrir íslenskan handbolta að þessi staða sé komin upp,“ sagði Halldór Jóhann að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Guðlaugur: Dóri náði að koma pressu á dómarana Guðlaugur Arnarsson annar af þjálfurum Vals var svekktur eftir að Valsmenn misstu af tækifærinu að fagna Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli í kvöld. FH lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en þeir leiddu 19-12 í hálfleik. 18. maí 2017 22:07 Leik lokið: Valur - FH 25-30 | FH tryggði sér oddaleik FH tryggði sér oddaleik í úrslitarimmu Olís-deildar karla með mögnuðum sigri á Valsmönnum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik á sunnudaginn í Kaplakrika. 18. maí 2017 22:45 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Guðlaugur: Dóri náði að koma pressu á dómarana Guðlaugur Arnarsson annar af þjálfurum Vals var svekktur eftir að Valsmenn misstu af tækifærinu að fagna Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli í kvöld. FH lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en þeir leiddu 19-12 í hálfleik. 18. maí 2017 22:07
Leik lokið: Valur - FH 25-30 | FH tryggði sér oddaleik FH tryggði sér oddaleik í úrslitarimmu Olís-deildar karla með mögnuðum sigri á Valsmönnum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik á sunnudaginn í Kaplakrika. 18. maí 2017 22:45