Fyrsta serían sem Anna Úrsúla tapar í úrslitakeppni í tólf ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. maí 2017 20:30 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir með Íslandsbikarinn. Vísir/Valli Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og félagar hennar í Gróttu eru komnar í sumarfrí og það er tilfinning sem Anna Úrsúla hefur ekki fundið fyrir í meira en áratug. Gróttukonur, Íslandsmeistarar tveggja síðustu ára, komust í 2-0 á móti Stjörnunni í undanúrslitum Olís-deildar kvenna en eru úr leik eftir þrjú töp í röð. Stjarnan mætir því Fram í lokaúrslitunum og hefndi þar með fyrir tap á móti Gróttu í úrslitaeinvíginu undanfarin tvö tímabil. Anna Úrsúla var búin að fagna Íslandsmeistaratitlinum í sex síðustu úrslitakeppnum sínum, fyrst fjórum sinnum með val frá 2010 til 2014 og svo undanfarin tvö tímabil með uppeldisfélagi sínu Gróttu. Valskonur unnu titilinn 2010, 2011, 2012 og 2014 en misstu af honum vorið 2013. Það var einmitt úrslitakeppnina þar sem Anna Úrsúla var í barneignafríi og gat ekki spilað með liðinu. Anna Úrsúla tapaði síðast seríu í úrslitakeppni í apríl 2005 eða fyrir tólf árum síðan. Hún lék þá með liði Gróttu/KR sem datt út úr átta liða úrslitum á móti einmitt Stjörnunni. Það var engin úrslitakeppni á árunum 2006 til 2008 og vorið 2009 var Anna Úrsúla að glíma við meiðsli auk þess að Gróttuliðið hennar komst ekki í úrslitakeppnina. Hún hafði reyndir byrjað 2008-09 tímabilið með Stjörnunni (sem varð meistari vorið 2009) en skipti aftur yfir í Gróttu. Anna Úrsúla skipti yfir í Val sumarið 2009 og við tók mikil sigurganga með Valsliðinu sem hafði þá ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn í 27 ár en vann hann fjórum sinnum á næstu fimm ár eins og áður sagði. Hún var búin að fagna sigri í fimmtán seríum í röð í úrslitakeppninni þegar hún tapaði oddaleiknum á móti Stjörnunni á sunnudaginn.Fagnaði sigri í fimmtán seríum í röð í úrslitakeppniMeð Val2009-10 Íslandsmeistari 1) 2-0 sigur á Haukum í undanúrslitum 2) 3-1 sigur á Fram í lokaúrslitum2010-11 Íslandsmeistari 3) 2-0 sigur á Fylki í undanúrslitum 4) 3-0 sigur á Fram í lokaúrslitum2011-12 Íslandsmeistari 5) 3-0 sigur á Stjörnunni í undanúrslitum 6) 3-2 sigur á Fram í lokaúrslitum2012-13 Barneignafrí2013-14 Íslandsmeistari 7) 2-0 sigur á Haukum í 8 liða úrslitum 8) 3-1 sigur á ÍBV í undanúrslitum 9) 3-2 sigur á Stjörnunni í lokaúrslitumMeð Gróttu2014-15 Íslandsmeistari 10) 2-0 sigur á Selfossi í 8 liða úrslitum 11) 3-2 sigur á ÍBV í undanúrslitum 12) 3-1 sigur á Stjörnunni í lokaúrslitum2015-16 Íslandsmeistari 13) 2-0 sigur á Selfossi í 8 liða úrslitum 14) 3-0 sigur á Fram í undanúrslitum 15) 3-1 sigur á Stjörnunni í lokaúrslitum2016-17 Út í undanúrslitum 3-2 tap á móti Stjörnunni í undanúrslitum Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Grótta 29-25 | Stjarnan í úrslit fimmta árið í röð Stjarnan er komin í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna fimmta árið í röð eftir 29-25 sigur á Gróttu í oddaleik í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Stjarnan vann einvígið 3-2 og mætir Fram í úrslitum. 30. apríl 2017 17:30 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 20-21 | Stjarnan náði að knýja fram oddaleik Stjarnan tryggði sér oddaleik upp á sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna með 21-20 sigri á Gróttu í Hertz-hellinum í kvöld en eftir að hafa lent 0-2 undir í einvíginu eru Garðbæingar búnir að jafna metin. 27. apríl 2017 21:00 Stjarnan ætlar ekki lengra með málið Kvörtun Stjörnunnar til HSÍ vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ á úrslitum í leik liðsins gegn Gróttu bar ekki árangur. 25. apríl 2017 15:07 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 19-14 | Stjarnan nýtti reiðina rétt Stjarnan minnkaði muninn í einvígi sínu við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í 2-1. Liðin mætast aftur á Seltjarnarnesi á fimmtudag. 25. apríl 2017 21:45 Úrslitin í leik Gróttu og Stjörnunnar standa Mótanefnd HSÍ sá ekki ástæðu til þess að breyta úrskurði sínum og Grótta vinnur því leikinn, 10-0. 25. apríl 2017 14:54 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og félagar hennar í Gróttu eru komnar í sumarfrí og það er tilfinning sem Anna Úrsúla hefur ekki fundið fyrir í meira en áratug. Gróttukonur, Íslandsmeistarar tveggja síðustu ára, komust í 2-0 á móti Stjörnunni í undanúrslitum Olís-deildar kvenna en eru úr leik eftir þrjú töp í röð. Stjarnan mætir því Fram í lokaúrslitunum og hefndi þar með fyrir tap á móti Gróttu í úrslitaeinvíginu undanfarin tvö tímabil. Anna Úrsúla var búin að fagna Íslandsmeistaratitlinum í sex síðustu úrslitakeppnum sínum, fyrst fjórum sinnum með val frá 2010 til 2014 og svo undanfarin tvö tímabil með uppeldisfélagi sínu Gróttu. Valskonur unnu titilinn 2010, 2011, 2012 og 2014 en misstu af honum vorið 2013. Það var einmitt úrslitakeppnina þar sem Anna Úrsúla var í barneignafríi og gat ekki spilað með liðinu. Anna Úrsúla tapaði síðast seríu í úrslitakeppni í apríl 2005 eða fyrir tólf árum síðan. Hún lék þá með liði Gróttu/KR sem datt út úr átta liða úrslitum á móti einmitt Stjörnunni. Það var engin úrslitakeppni á árunum 2006 til 2008 og vorið 2009 var Anna Úrsúla að glíma við meiðsli auk þess að Gróttuliðið hennar komst ekki í úrslitakeppnina. Hún hafði reyndir byrjað 2008-09 tímabilið með Stjörnunni (sem varð meistari vorið 2009) en skipti aftur yfir í Gróttu. Anna Úrsúla skipti yfir í Val sumarið 2009 og við tók mikil sigurganga með Valsliðinu sem hafði þá ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn í 27 ár en vann hann fjórum sinnum á næstu fimm ár eins og áður sagði. Hún var búin að fagna sigri í fimmtán seríum í röð í úrslitakeppninni þegar hún tapaði oddaleiknum á móti Stjörnunni á sunnudaginn.Fagnaði sigri í fimmtán seríum í röð í úrslitakeppniMeð Val2009-10 Íslandsmeistari 1) 2-0 sigur á Haukum í undanúrslitum 2) 3-1 sigur á Fram í lokaúrslitum2010-11 Íslandsmeistari 3) 2-0 sigur á Fylki í undanúrslitum 4) 3-0 sigur á Fram í lokaúrslitum2011-12 Íslandsmeistari 5) 3-0 sigur á Stjörnunni í undanúrslitum 6) 3-2 sigur á Fram í lokaúrslitum2012-13 Barneignafrí2013-14 Íslandsmeistari 7) 2-0 sigur á Haukum í 8 liða úrslitum 8) 3-1 sigur á ÍBV í undanúrslitum 9) 3-2 sigur á Stjörnunni í lokaúrslitumMeð Gróttu2014-15 Íslandsmeistari 10) 2-0 sigur á Selfossi í 8 liða úrslitum 11) 3-2 sigur á ÍBV í undanúrslitum 12) 3-1 sigur á Stjörnunni í lokaúrslitum2015-16 Íslandsmeistari 13) 2-0 sigur á Selfossi í 8 liða úrslitum 14) 3-0 sigur á Fram í undanúrslitum 15) 3-1 sigur á Stjörnunni í lokaúrslitum2016-17 Út í undanúrslitum 3-2 tap á móti Stjörnunni í undanúrslitum
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Grótta 29-25 | Stjarnan í úrslit fimmta árið í röð Stjarnan er komin í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna fimmta árið í röð eftir 29-25 sigur á Gróttu í oddaleik í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Stjarnan vann einvígið 3-2 og mætir Fram í úrslitum. 30. apríl 2017 17:30 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 20-21 | Stjarnan náði að knýja fram oddaleik Stjarnan tryggði sér oddaleik upp á sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna með 21-20 sigri á Gróttu í Hertz-hellinum í kvöld en eftir að hafa lent 0-2 undir í einvíginu eru Garðbæingar búnir að jafna metin. 27. apríl 2017 21:00 Stjarnan ætlar ekki lengra með málið Kvörtun Stjörnunnar til HSÍ vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ á úrslitum í leik liðsins gegn Gróttu bar ekki árangur. 25. apríl 2017 15:07 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 19-14 | Stjarnan nýtti reiðina rétt Stjarnan minnkaði muninn í einvígi sínu við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í 2-1. Liðin mætast aftur á Seltjarnarnesi á fimmtudag. 25. apríl 2017 21:45 Úrslitin í leik Gróttu og Stjörnunnar standa Mótanefnd HSÍ sá ekki ástæðu til þess að breyta úrskurði sínum og Grótta vinnur því leikinn, 10-0. 25. apríl 2017 14:54 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Grótta 29-25 | Stjarnan í úrslit fimmta árið í röð Stjarnan er komin í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna fimmta árið í röð eftir 29-25 sigur á Gróttu í oddaleik í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Stjarnan vann einvígið 3-2 og mætir Fram í úrslitum. 30. apríl 2017 17:30
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 20-21 | Stjarnan náði að knýja fram oddaleik Stjarnan tryggði sér oddaleik upp á sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna með 21-20 sigri á Gróttu í Hertz-hellinum í kvöld en eftir að hafa lent 0-2 undir í einvíginu eru Garðbæingar búnir að jafna metin. 27. apríl 2017 21:00
Stjarnan ætlar ekki lengra með málið Kvörtun Stjörnunnar til HSÍ vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ á úrslitum í leik liðsins gegn Gróttu bar ekki árangur. 25. apríl 2017 15:07
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 19-14 | Stjarnan nýtti reiðina rétt Stjarnan minnkaði muninn í einvígi sínu við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í 2-1. Liðin mætast aftur á Seltjarnarnesi á fimmtudag. 25. apríl 2017 21:45
Úrslitin í leik Gróttu og Stjörnunnar standa Mótanefnd HSÍ sá ekki ástæðu til þess að breyta úrskurði sínum og Grótta vinnur því leikinn, 10-0. 25. apríl 2017 14:54