Styttri vinnuvika talin hafa jákvæð áhrif Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. maí 2017 17:37 Niðurstöður úr tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar benda til jákvæða áhrifa. vísir/gva Stytting vinnuvikunnar bendir til jákvæðra áhrifa þó hún birtist með misjöfnum hætti eftir vinnustöðum, samkvæmt niðurstöðum úr tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttri vinnuviku. Starfsánægja jókst á öllum þeim vinnustöðum sem tóku þátt í verkefninu. „Heilt yfir erum við mjög ánægð að sjá þessar niðurstöður sem styðja við þær tölur sem við sáum eftir fyrsta árið. Okkar bíður nú það verkefni að rýna betur í áhrifin en ekki var hægt að taka út gögn um veikindafjarvistir og yfirvinnu en það horfir til betri vegar,” segir Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um styttingu vinnuvikunnar, í tilkynningu. Um þrjú hundruð manns hafa tekið í verkefninu frá síðasta hausti. Þeir vinnustaðir sem tóku þátt í því voru Barnavernd Reykjavíkur, Þjónustumiðstöð Árbæjar, hverfis-- og verkbækistöðvar á umhverfis- og skipulagssviði, heimaþjónusta og heimahjúkrun í efri byggð, leikskólinn Hof og Laugardalslaug. Verkefninu verður framhaldið til 1. nóvember næstkomandi á öllum starfsstöðunum nema Laugardalslaug, en þar þarf að kanna útfærslu og vinnufyrirkomulag betur áður en áfram verðir haldið þar. „Hjá Barnavernd og á þjónustumiðstöðinni í Árbæ, sem fyrst tóku þátt í verkefninu, dró úr fjarvistum og skammtímaveikindum fyrsta árið og verður fróðlegt að sjá þróunina þar eins og í nýju starfsstöðunum sem hófu þátttöku í verkefninu síðasta haust. Meginmarkmiðið er að stuðla að fjölskylduvænum vinnumarkaði með styttri heildarvinnutíma,” segir Magnús. Í tilkynningu frá borginni segir að þegar á heildina sé litið séu áhrif styttingarinnar jákvæðari en fólk vænti í upphafi, nema í Laugardalslaug. Styttingin hafi haft jákvæð áhrif á andlegt og líkamlegt álag auk þess sem starfsánægja jókst á öllum starfsstöðum. Þó sé talið nauðsynlegt að kanna áhrif verkefnisins betur yfir lengri tíma. Stýrihópurinn leggur því til að tilraunatímabilið fyrir alla starfsstaðina fyrir utan Laugardalslaug verði framlengt. Í millitíðinni verði frekari gagna aflað, samstarf við starfshóp ríkisins um styttingu vinnuviku verði eflt sem og við háskólasamfélagið um áhrif styttingar vinnuvikunnar. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar bendir til jákvæðra áhrifa þó hún birtist með misjöfnum hætti eftir vinnustöðum, samkvæmt niðurstöðum úr tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttri vinnuviku. Starfsánægja jókst á öllum þeim vinnustöðum sem tóku þátt í verkefninu. „Heilt yfir erum við mjög ánægð að sjá þessar niðurstöður sem styðja við þær tölur sem við sáum eftir fyrsta árið. Okkar bíður nú það verkefni að rýna betur í áhrifin en ekki var hægt að taka út gögn um veikindafjarvistir og yfirvinnu en það horfir til betri vegar,” segir Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um styttingu vinnuvikunnar, í tilkynningu. Um þrjú hundruð manns hafa tekið í verkefninu frá síðasta hausti. Þeir vinnustaðir sem tóku þátt í því voru Barnavernd Reykjavíkur, Þjónustumiðstöð Árbæjar, hverfis-- og verkbækistöðvar á umhverfis- og skipulagssviði, heimaþjónusta og heimahjúkrun í efri byggð, leikskólinn Hof og Laugardalslaug. Verkefninu verður framhaldið til 1. nóvember næstkomandi á öllum starfsstöðunum nema Laugardalslaug, en þar þarf að kanna útfærslu og vinnufyrirkomulag betur áður en áfram verðir haldið þar. „Hjá Barnavernd og á þjónustumiðstöðinni í Árbæ, sem fyrst tóku þátt í verkefninu, dró úr fjarvistum og skammtímaveikindum fyrsta árið og verður fróðlegt að sjá þróunina þar eins og í nýju starfsstöðunum sem hófu þátttöku í verkefninu síðasta haust. Meginmarkmiðið er að stuðla að fjölskylduvænum vinnumarkaði með styttri heildarvinnutíma,” segir Magnús. Í tilkynningu frá borginni segir að þegar á heildina sé litið séu áhrif styttingarinnar jákvæðari en fólk vænti í upphafi, nema í Laugardalslaug. Styttingin hafi haft jákvæð áhrif á andlegt og líkamlegt álag auk þess sem starfsánægja jókst á öllum starfsstöðum. Þó sé talið nauðsynlegt að kanna áhrif verkefnisins betur yfir lengri tíma. Stýrihópurinn leggur því til að tilraunatímabilið fyrir alla starfsstaðina fyrir utan Laugardalslaug verði framlengt. Í millitíðinni verði frekari gagna aflað, samstarf við starfshóp ríkisins um styttingu vinnuviku verði eflt sem og við háskólasamfélagið um áhrif styttingar vinnuvikunnar.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sjá meira