Spennumynd með draugaívafi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2017 10:45 Óskar Þór finnur fyrir spenningi í þjóðfélaginu fyrir nýju myndinni. Vísir/GVA Óskar Þór Axelsson kvikmyndagerðarmaður hefur haft veg og vanda af tökum myndarinnar Ég man þig. Hann viðurkennir að finna fyrir talsverðum spenningi í þjóðfélaginu fyrir frumsýningunni í kvöld í Háskólabíói, bæði hjá eldra fólk og yngra. „Yrsa á aðdáendur á öllum aldri og Ég man þig er ábyggilega hennar frægasta bók, bæði hér á landi og erlendis. Hún hefur fengið afbragðsgóða dóma alls staðar og það hefur hjálpað mikið til í öllu okkar ferli.“ Óskar Þór skrifaði handritið ásamt Ottó Geir Borg. „Í raun er um tvær aðskildar sögur að ræða sem tengjast þegar á líður. Haustið 2015 tókum við upp þá sögu sem gerist á Hesteyri. Fengum þokkalega ákjósanlegt veður, það snjóaði aðeins undir lokin en ef allt hefði verið á kafi í snjó hefði það verið bagalegt því auðvitað mega ekki vera spor neins staðar. Atriðin úr húsinu eru tekin í Grindavík. Þar þurftum við að bræða snjó af jörðinni með heitu vatni af því enginn snjór var í útitökunum fyrir vestan. Svo þökulögðum við götu beint fyrir framan húsið til að láta allt passa. Síðasta daginn vorum við á Árbæjarsafni, það var stóri snjóadagurinn þann veturinn, við vorum aðallega inni og tjölduðum yfir okkur úti. Þetta er partur af því að taka myndir á Íslandi.“ Þegar seinni helmingurinn var tekinn síðasta haust rigndi mikið, að sögn Óskars Þórs. „Það lúkkar alltaf vel í mynd og hér er um hráslagalegt efni að ræða, spennumynd með draugaívafi.“ Nú er Óskar Þór í miðjum tökum á sjónvarpsseríunni Stellu Blómkvist. „Það eru sex þættir og við erum búin með einn þriðja en áætlum að ljúka tökum um miðjan júní,“ lýsir hann. Skyldi höfundurinn vera í sambandi við hann? „Nei, hinn óþekkti höfundur er ekki í beinu sambandi við mig en hann hafði smá samskipti við framleiðendur þegar rétturinn var keyptur og einnig við handritshöfunda en það er allt í gegnum einhverja síu. Þetta er eins og að vera í njósnamynd og ég vil að það haldist. Þá geta allir haldið áfram að giska á hver höfundurinn er, það er gaman að því.“ Menning Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Óskar Þór Axelsson kvikmyndagerðarmaður hefur haft veg og vanda af tökum myndarinnar Ég man þig. Hann viðurkennir að finna fyrir talsverðum spenningi í þjóðfélaginu fyrir frumsýningunni í kvöld í Háskólabíói, bæði hjá eldra fólk og yngra. „Yrsa á aðdáendur á öllum aldri og Ég man þig er ábyggilega hennar frægasta bók, bæði hér á landi og erlendis. Hún hefur fengið afbragðsgóða dóma alls staðar og það hefur hjálpað mikið til í öllu okkar ferli.“ Óskar Þór skrifaði handritið ásamt Ottó Geir Borg. „Í raun er um tvær aðskildar sögur að ræða sem tengjast þegar á líður. Haustið 2015 tókum við upp þá sögu sem gerist á Hesteyri. Fengum þokkalega ákjósanlegt veður, það snjóaði aðeins undir lokin en ef allt hefði verið á kafi í snjó hefði það verið bagalegt því auðvitað mega ekki vera spor neins staðar. Atriðin úr húsinu eru tekin í Grindavík. Þar þurftum við að bræða snjó af jörðinni með heitu vatni af því enginn snjór var í útitökunum fyrir vestan. Svo þökulögðum við götu beint fyrir framan húsið til að láta allt passa. Síðasta daginn vorum við á Árbæjarsafni, það var stóri snjóadagurinn þann veturinn, við vorum aðallega inni og tjölduðum yfir okkur úti. Þetta er partur af því að taka myndir á Íslandi.“ Þegar seinni helmingurinn var tekinn síðasta haust rigndi mikið, að sögn Óskars Þórs. „Það lúkkar alltaf vel í mynd og hér er um hráslagalegt efni að ræða, spennumynd með draugaívafi.“ Nú er Óskar Þór í miðjum tökum á sjónvarpsseríunni Stellu Blómkvist. „Það eru sex þættir og við erum búin með einn þriðja en áætlum að ljúka tökum um miðjan júní,“ lýsir hann. Skyldi höfundurinn vera í sambandi við hann? „Nei, hinn óþekkti höfundur er ekki í beinu sambandi við mig en hann hafði smá samskipti við framleiðendur þegar rétturinn var keyptur og einnig við handritshöfunda en það er allt í gegnum einhverja síu. Þetta er eins og að vera í njósnamynd og ég vil að það haldist. Þá geta allir haldið áfram að giska á hver höfundurinn er, það er gaman að því.“
Menning Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira