Jón Arnór og Thelma Dís bestu leikmenn tímabilsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2017 13:00 Jón Arnór Stefánsson, 34 ára, og Thelma Dís Ágústsdóttir, 18 ára, eru bestu leikmenn Domino´s-deildanna. vísir/anton brink/ernir Jón Arnór Stefánsson, leikmaður Íslandsmeistara KR í Domino´s-deild karla í körfubolta og Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Keflavíkur í Domino´s-deild kvenna kvenna, voru kjörnir bestu leikmenn tímabilsins en körfuboltaveturinn var gerður upp í Ægisgarði úti á Granda í hádeginu í dag. Jón Arnór leiddi KR-liðið til fjórða Íslandsmeistaratitilsins í röð en þetta er sá þriðji sem hann vinnur á ferlinum. Jón Arnór var einnig valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir einvígið á móti Grindavík í lokaúrslitum Íslandsmótsins. Jón Arnór er eini KR-ingurinn í úrvalsliðinu en það skipa einnig Matthías Orri Sigurðarson úr ÍR, Logi Gunnarsson úr Njarðvík, Ólafur Ólafsson úr Grindavík og Hlynur Bæringsson úr Stjörnunni. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sem kom öllum á óvart með því að koma Grindavíkurliðinu í oddaleik um Íslandsmeistaratitiilinn, var kjörinn þjálfari ársins en það eru þjálfarar deildarinnar sem velja það. Önnur verðlaun eru kosin af leikmönnum og sérstakri dómnefnd. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson úr KR var kjörinn besti ungi leikmaðurinn, Hlynur Bæringsson var varnarmaður ársins, Tryggvi Snær Hlinason úr Þór var prúðasti leikmaðurinn og Amin Stevens, leikmaður Keflavíkur, var besti erlendi leikmaðurinn í vetur.Jóhann Þór Ólafsson, Grindavík, og Sverrir Þór Sverrrisson, Keflavík, eru bestu þjálfarar vetrarins.vísir/anton brink/eyþórThelma Dís Ágústsdóttir, sem var nú var kjörin besti leikmaður Domino´s-deildarinar kvenna, var besti ungi leikmaðurinn á síðustu leiktíð. Thelma var frábær í vetur en hún bætti sinn leik mikið í úrslitakeppninni og fór fyrir Keflavíkurliðinu sem stóð uppi sem Íslandsmeistari. Hún er önnur af tveimur stúlkum úr Keflavíkurliðinu sem eru í úrvalsliði vetrarins en í því eru einnig Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík, Berglind Gunnarsdóttir, Snæfelli, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrími og Ragna Margrét Brynjarsdóttir úr Stjörnunni. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistaranna, var kjörinn besti þjálfari deildarinnar, en leikmenn hans sópuðu svo sannarlega að sér verðlaunum. Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík var kjörin besti ungi leikmaður deildarinnar en hún er aðeins sextán ára gömul. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var besti varnarmaðurinn og Ariana Moorer besti erlendi leikmaður vetrarins í kvennaboltanum. Salbjörg Ragna var einnig kjörin prúðasti leikmaðurinn en það eru dómarar deildarinnar sem kjósa til um þann heiður. Dómari ársins var svo á endanum kjörinn Sigmundur Már Herbertsson. Róbert Sigurðsson úr Fjölni var kjörinn besti leikmaður ársins í 1. deild karla og Sóllilja Bjarnadóttir besti leikmaður 1. deildar kvenna en öll verðlaun vetrarins má finna hér að neðan.Domino´s deild karla 2016-17:Úrvalslið Matthías Orri Sigurðarson ÍR Logi Gunnarsson Njarðvík Jón Arnór Stefánsson KR Ólafur Ólafsson Grindavík Hlynur Bæringsson StjarnanLeikmaður ársins Jón Arnór Stefánsson KRÞjálfari ársins Jóhann Þór Ólafsson GrindavíkBesti ungi leikmaðurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson KRVarnarmaður ársins Hlynur Bæringsson StjarnanBesti erlendi leikmaður ársins Amir Stevens KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn Tryggvi Hlinason Þór Ak.1. deild karla 2016-17:Úrvalslið Róbert Sigurðsson Fjölnir Austin Bracey Valur Ragnar Gerald Albertsson Höttur Örn Sigurðarson Hamar Mirko Virijevic HötturLeikmaður ársins Róbert Sigurðsson FjölnirÞjálfari ársins Viðar Hafsteinsson HötturBesti ungi leikmaðurinn Hilmar Pétursson HamarDomino´s deild kvenna 2016-17:Úrvalslið Berglind Gunnarsdóttir Snæfell Emelía Ósk Gunnarsdóttir Keflavík Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Skallagrímur Ragna Margrét Brynjarsdóttir StjarnanLeikmaður ársins Thelma Dís Ágústsdóttir KeflavíkÞjálfari ársins Sverrir Þór Sverrisson KeflavíkBesti ungi leikmaðurinn Birna Benónýsdóttir KeflavíkVarnarmaður ársins Salbjörg Sævarsdóttir KeflavíkBesti erlendi leikmaður ársins Ariana Moorer KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn Salbjörg Sævarsdóttir Keflavík1. deild kvenna: Úrvalslið Sóllilja Bjarnadóttir Breiðablik Telma Lind Ásgeirsdóttir Breiðablik Unnur Lára Ásgeirsdóttir Þór Ak. Rut Herner Konráðsdóttir Þór Ak. Isabella Ósk Sigurðardóttir BreiðablikLeikmaður ársins Sóllilja Bjarnadóttir BreiðablikÞjálfari ársins Hildur Sigurðardóttir BreiðablikBesti ungi leikmaðurinn Ásta Júlía Grímsdóttir KRDómari ársins 2016-17 Sigmundur Már Herbertsson Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, leikmaður Íslandsmeistara KR í Domino´s-deild karla í körfubolta og Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Keflavíkur í Domino´s-deild kvenna kvenna, voru kjörnir bestu leikmenn tímabilsins en körfuboltaveturinn var gerður upp í Ægisgarði úti á Granda í hádeginu í dag. Jón Arnór leiddi KR-liðið til fjórða Íslandsmeistaratitilsins í röð en þetta er sá þriðji sem hann vinnur á ferlinum. Jón Arnór var einnig valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir einvígið á móti Grindavík í lokaúrslitum Íslandsmótsins. Jón Arnór er eini KR-ingurinn í úrvalsliðinu en það skipa einnig Matthías Orri Sigurðarson úr ÍR, Logi Gunnarsson úr Njarðvík, Ólafur Ólafsson úr Grindavík og Hlynur Bæringsson úr Stjörnunni. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sem kom öllum á óvart með því að koma Grindavíkurliðinu í oddaleik um Íslandsmeistaratitiilinn, var kjörinn þjálfari ársins en það eru þjálfarar deildarinnar sem velja það. Önnur verðlaun eru kosin af leikmönnum og sérstakri dómnefnd. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson úr KR var kjörinn besti ungi leikmaðurinn, Hlynur Bæringsson var varnarmaður ársins, Tryggvi Snær Hlinason úr Þór var prúðasti leikmaðurinn og Amin Stevens, leikmaður Keflavíkur, var besti erlendi leikmaðurinn í vetur.Jóhann Þór Ólafsson, Grindavík, og Sverrir Þór Sverrrisson, Keflavík, eru bestu þjálfarar vetrarins.vísir/anton brink/eyþórThelma Dís Ágústsdóttir, sem var nú var kjörin besti leikmaður Domino´s-deildarinar kvenna, var besti ungi leikmaðurinn á síðustu leiktíð. Thelma var frábær í vetur en hún bætti sinn leik mikið í úrslitakeppninni og fór fyrir Keflavíkurliðinu sem stóð uppi sem Íslandsmeistari. Hún er önnur af tveimur stúlkum úr Keflavíkurliðinu sem eru í úrvalsliði vetrarins en í því eru einnig Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík, Berglind Gunnarsdóttir, Snæfelli, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrími og Ragna Margrét Brynjarsdóttir úr Stjörnunni. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistaranna, var kjörinn besti þjálfari deildarinnar, en leikmenn hans sópuðu svo sannarlega að sér verðlaunum. Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík var kjörin besti ungi leikmaður deildarinnar en hún er aðeins sextán ára gömul. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var besti varnarmaðurinn og Ariana Moorer besti erlendi leikmaður vetrarins í kvennaboltanum. Salbjörg Ragna var einnig kjörin prúðasti leikmaðurinn en það eru dómarar deildarinnar sem kjósa til um þann heiður. Dómari ársins var svo á endanum kjörinn Sigmundur Már Herbertsson. Róbert Sigurðsson úr Fjölni var kjörinn besti leikmaður ársins í 1. deild karla og Sóllilja Bjarnadóttir besti leikmaður 1. deildar kvenna en öll verðlaun vetrarins má finna hér að neðan.Domino´s deild karla 2016-17:Úrvalslið Matthías Orri Sigurðarson ÍR Logi Gunnarsson Njarðvík Jón Arnór Stefánsson KR Ólafur Ólafsson Grindavík Hlynur Bæringsson StjarnanLeikmaður ársins Jón Arnór Stefánsson KRÞjálfari ársins Jóhann Þór Ólafsson GrindavíkBesti ungi leikmaðurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson KRVarnarmaður ársins Hlynur Bæringsson StjarnanBesti erlendi leikmaður ársins Amir Stevens KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn Tryggvi Hlinason Þór Ak.1. deild karla 2016-17:Úrvalslið Róbert Sigurðsson Fjölnir Austin Bracey Valur Ragnar Gerald Albertsson Höttur Örn Sigurðarson Hamar Mirko Virijevic HötturLeikmaður ársins Róbert Sigurðsson FjölnirÞjálfari ársins Viðar Hafsteinsson HötturBesti ungi leikmaðurinn Hilmar Pétursson HamarDomino´s deild kvenna 2016-17:Úrvalslið Berglind Gunnarsdóttir Snæfell Emelía Ósk Gunnarsdóttir Keflavík Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Skallagrímur Ragna Margrét Brynjarsdóttir StjarnanLeikmaður ársins Thelma Dís Ágústsdóttir KeflavíkÞjálfari ársins Sverrir Þór Sverrisson KeflavíkBesti ungi leikmaðurinn Birna Benónýsdóttir KeflavíkVarnarmaður ársins Salbjörg Sævarsdóttir KeflavíkBesti erlendi leikmaður ársins Ariana Moorer KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn Salbjörg Sævarsdóttir Keflavík1. deild kvenna: Úrvalslið Sóllilja Bjarnadóttir Breiðablik Telma Lind Ásgeirsdóttir Breiðablik Unnur Lára Ásgeirsdóttir Þór Ak. Rut Herner Konráðsdóttir Þór Ak. Isabella Ósk Sigurðardóttir BreiðablikLeikmaður ársins Sóllilja Bjarnadóttir BreiðablikÞjálfari ársins Hildur Sigurðardóttir BreiðablikBesti ungi leikmaðurinn Ásta Júlía Grímsdóttir KRDómari ársins 2016-17 Sigmundur Már Herbertsson
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins