Óvænt töpuð stig hjá Bayern | Augsburg varð af mikilvægum stigum Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. apríl 2017 15:45 Thiago hleypir af í jöfnunarmarkinu. Vísir/getty Bayern Munchen lenti í tvígang undir og þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Mainz á heimavelli í þýsku deildinni í dag en fyrir vikið getur Leipzig minnkað forskot Bæjara niður í sex stig. Eftir að hafa fallið úr leik gegn Real Madrid fyrr í vikunni í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu lenti Bayern í tvígang undir í fyrri hálfleik. Bojan Krkic kom Mainz yfir á 3. mínútu og Daniel Brosinski kom Mainz aftur yfir á 40. mínútu eftir jöfnunarmark frá Arjen Robben. Bæjarar sóttu stíft í seinni hálfleik og jöfnuðu verðskuldað á 73. mínútu þegar Thiago kom boltanum í netið með skoti frá vítateigslínunni en lengra komust heimamenn ekki. Þeir eru því með níu stiga forskot á toppi deildarinnar þegar skammt er eftir en nýliðarnir í Leipzig geta saxað á það með sigri gegn Schalke á morgun. Gestirnir frá Mainz voru hinsvegar hæstánægðir með stigið frá heimavelli meistaranna sem lyfti þeim upp í 13. sæti. Alfreð Finnbogason var ekki með Augsburg í dag eftir að hafa fengið rautt spjald í leiknum þar á undan í 1-3 tapi gegn Eintracht Frankfurt á útivelli en þrjú mörk heimamanna á seinasta korterinu breyttu gangi leiksins. Augsburg komst yfir snemma leiks og hélt forskotinu allt þar til á 78. mínútu þegar Marco Fabian jafnaði metin fyrir Frankfurt. Stuttu síðar bætti hann við marki en Frankfurt innsiglaði sigurinn á 91. mínútu með þriðja markinu. Aron Jóhannsson kom ekkert við sögu er Werder Bremen vann upp forskot Ingolstadt í tvígang og vann að lokum 4-2 sigur á útivelli en þýski framherjinn Max Kruse skoraði öll mörk Werder í leiknum. Þá vann Hertha Berlin 1-0 sigur á Wolfsburg á heimavelli og botnlið Darmstadt vann annan leik sinn í röð 2-1 gegn hinu sögufræga félagi Hamburg SV sem situr við fallsætin. Lokaleikur dagsins er svo leikur Borussia Mönchengladbach og Borussia Dortmund. Úrslit dagsins: Bayern Munchen 2-2 FSV Mainz Eintracht Frankfurt 3-1 Augsburg Hamburg SV 1-2 Darmstadt Hertha Berlin 1-0 Wolfsburg Ingolstadt 2-4 Werder Bremen Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Bayern Munchen lenti í tvígang undir og þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Mainz á heimavelli í þýsku deildinni í dag en fyrir vikið getur Leipzig minnkað forskot Bæjara niður í sex stig. Eftir að hafa fallið úr leik gegn Real Madrid fyrr í vikunni í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu lenti Bayern í tvígang undir í fyrri hálfleik. Bojan Krkic kom Mainz yfir á 3. mínútu og Daniel Brosinski kom Mainz aftur yfir á 40. mínútu eftir jöfnunarmark frá Arjen Robben. Bæjarar sóttu stíft í seinni hálfleik og jöfnuðu verðskuldað á 73. mínútu þegar Thiago kom boltanum í netið með skoti frá vítateigslínunni en lengra komust heimamenn ekki. Þeir eru því með níu stiga forskot á toppi deildarinnar þegar skammt er eftir en nýliðarnir í Leipzig geta saxað á það með sigri gegn Schalke á morgun. Gestirnir frá Mainz voru hinsvegar hæstánægðir með stigið frá heimavelli meistaranna sem lyfti þeim upp í 13. sæti. Alfreð Finnbogason var ekki með Augsburg í dag eftir að hafa fengið rautt spjald í leiknum þar á undan í 1-3 tapi gegn Eintracht Frankfurt á útivelli en þrjú mörk heimamanna á seinasta korterinu breyttu gangi leiksins. Augsburg komst yfir snemma leiks og hélt forskotinu allt þar til á 78. mínútu þegar Marco Fabian jafnaði metin fyrir Frankfurt. Stuttu síðar bætti hann við marki en Frankfurt innsiglaði sigurinn á 91. mínútu með þriðja markinu. Aron Jóhannsson kom ekkert við sögu er Werder Bremen vann upp forskot Ingolstadt í tvígang og vann að lokum 4-2 sigur á útivelli en þýski framherjinn Max Kruse skoraði öll mörk Werder í leiknum. Þá vann Hertha Berlin 1-0 sigur á Wolfsburg á heimavelli og botnlið Darmstadt vann annan leik sinn í röð 2-1 gegn hinu sögufræga félagi Hamburg SV sem situr við fallsætin. Lokaleikur dagsins er svo leikur Borussia Mönchengladbach og Borussia Dortmund. Úrslit dagsins: Bayern Munchen 2-2 FSV Mainz Eintracht Frankfurt 3-1 Augsburg Hamburg SV 1-2 Darmstadt Hertha Berlin 1-0 Wolfsburg Ingolstadt 2-4 Werder Bremen
Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira