Sveinn Aron: Förum ekki út til að tapa með sjö, við ætlum að vinna Stefán Árni Pálsson skrifar 22. apríl 2017 20:06 Sveinn skoraði sex mörk fyrir Val í kvöld. „Ég er ekki frá því að þetta sé okkar besti leikur í vetur. Við byrjuðum leikinn sterkt og spiluðum frábæran varnarleik allan tíman,“ segir Sveinn Aron Sveinsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn á AHC Potaissa Turda frá Rúmeníu, 30-22, í fyrri leik í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. „Þeir voru oft seinir til baka og við nýttum okkur það vel með hraðaupphlaupum. Þetta var bara geggjaður leikur.“ Sveinn segir að það hafi verið erfitt að undirbúa sig fyrir þennan leik þar sem Valur hafi fengið mjög lélegt myndefni af rúmenska liðinu. „Þetta var þannig lagað ekkert svaðalega mikill undirbúningur fyrir þetta lið. Við vitum bara að þegar við spilum þessa vörn, þá vinnum við þessi lið. Það skiptir ekki máli hvaða lið það er, og hvað þá svona hæg lið frá Austur-Evrópu, við bara eigum þá.“ Hann segir að menn hafi aldrei fundið fyrir neinu stressi fyrir þessum leik. „Maður er kominn svo langt inn í þetta augnablik að maður er farinn að finnst þetta bara eðlilegt. Maður kannski fattar þetta bara ekki alveg eins vel og kannski fólkið sem er að horfa á leikinn.“ Sveinn segir að Valsmönnum þykir mjög gaman að spila pressuleiki og úrslitaleiki. „Núna erum við bara í úrslitaleikjum um þessar mundir og það hentar okkur bara vel.“ Hornamaðurinn segir að liðið ætli alls ekki að fara út til Rúmeníu til að verja eitthvað forskot. „Það er svolítið þannig í þessu Evrópukeppnum að heimavöllurinn skiptir miklu máli. Við förum í næsta leik bara alveg eins og í þennan. Við erum ekki að fara verja neitt og förum út til að vinna annan leik. Við ætlum ekki að fara út til að tapa með sjö, það er ekki að fara gerast.“ Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - AHC Potaissa Turda 30-22 | Valsmenn rústuðu Potaissa Turda Valur vann frábæran sigur á rúmenska liðinu AHC Potaissa Turda, 30-22, í fyrri leik í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Josip Juric fór á kostum í kvöld og skoraði átta mörk. 22. apríl 2017 20:15 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira
„Ég er ekki frá því að þetta sé okkar besti leikur í vetur. Við byrjuðum leikinn sterkt og spiluðum frábæran varnarleik allan tíman,“ segir Sveinn Aron Sveinsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn á AHC Potaissa Turda frá Rúmeníu, 30-22, í fyrri leik í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. „Þeir voru oft seinir til baka og við nýttum okkur það vel með hraðaupphlaupum. Þetta var bara geggjaður leikur.“ Sveinn segir að það hafi verið erfitt að undirbúa sig fyrir þennan leik þar sem Valur hafi fengið mjög lélegt myndefni af rúmenska liðinu. „Þetta var þannig lagað ekkert svaðalega mikill undirbúningur fyrir þetta lið. Við vitum bara að þegar við spilum þessa vörn, þá vinnum við þessi lið. Það skiptir ekki máli hvaða lið það er, og hvað þá svona hæg lið frá Austur-Evrópu, við bara eigum þá.“ Hann segir að menn hafi aldrei fundið fyrir neinu stressi fyrir þessum leik. „Maður er kominn svo langt inn í þetta augnablik að maður er farinn að finnst þetta bara eðlilegt. Maður kannski fattar þetta bara ekki alveg eins vel og kannski fólkið sem er að horfa á leikinn.“ Sveinn segir að Valsmönnum þykir mjög gaman að spila pressuleiki og úrslitaleiki. „Núna erum við bara í úrslitaleikjum um þessar mundir og það hentar okkur bara vel.“ Hornamaðurinn segir að liðið ætli alls ekki að fara út til Rúmeníu til að verja eitthvað forskot. „Það er svolítið þannig í þessu Evrópukeppnum að heimavöllurinn skiptir miklu máli. Við förum í næsta leik bara alveg eins og í þennan. Við erum ekki að fara verja neitt og förum út til að vinna annan leik. Við ætlum ekki að fara út til að tapa með sjö, það er ekki að fara gerast.“
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - AHC Potaissa Turda 30-22 | Valsmenn rústuðu Potaissa Turda Valur vann frábæran sigur á rúmenska liðinu AHC Potaissa Turda, 30-22, í fyrri leik í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Josip Juric fór á kostum í kvöld og skoraði átta mörk. 22. apríl 2017 20:15 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira
Umfjöllun: Valur - AHC Potaissa Turda 30-22 | Valsmenn rústuðu Potaissa Turda Valur vann frábæran sigur á rúmenska liðinu AHC Potaissa Turda, 30-22, í fyrri leik í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Josip Juric fór á kostum í kvöld og skoraði átta mörk. 22. apríl 2017 20:15