Björk segist vera Tinder fyrir tækni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. apríl 2017 14:53 Vísir/Getty Söngkonan Björk telur að tíu stærstu tæknifyrirtæki heims ættu hvert að leggja milljarð dollara í púkkið til þess að hreinsa upp mengun í sjónum. Í ítarlegu viðtali við Red Bullettin lýsir Björk sér sem „Tinder fyrir tækni“. „Ég er að reyna að byggja brú á milli tækninnar og tónlistarinnar. Í sífellu koma ný tól fram sem hafa áhrif á líf þitt, sama hvort þér líkar við það eða ekki. Með list minni er ég að reyna að skilja þessi tók. Ég er eins og Tinder fyrir tækni,“ segir Björk. Tinder er stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann og er afar vinsælt. En hvað á Björk við þegar hún segist vera Tinder fyrir tækni? „Ég er stefnumótapp. Þegar ný tækni kemur út fæ ég strax hugmynd í kollinn. Þegar ég fékk mína fyrstu fartölvu árið 1999 vissi ég um leið að hún myndi koma í stað hefðbundinna upptökuvera að vissu leyti,“ segir Björk. Þá segir hún að það sama hafi gilt um þegar spjaldtölvur komu út, hún hafi um leið áttað sig á því að slík tæki gætu verið frábært kennslutól.Býður Zuckerberg og félögum til Íslands Björk fer um víðan völl í viðtalinu áður en að talið berst að lokum að umhverfinu en Björk er mikill umhverfisverndunarsinni og hefur meðal annars barist fyrir friðun hálendis Íslands.Segir hún að tæknin og náttúruan geti vel lifað saman og gott betur, nýta þurfi tæknina til þess að vernda umhverfið. „Í framtíðini þurfum við að leggja áherslu á að tengja þetta tvennt saman. Ímyndaðu þér heim þar sem leiðandi tæknifyrirtæki fjárfesta af alvöru í umhverfisvernd. Það væri auðveldlega hægt að hreinsa höfin af mengun“ segir Björk. Leggur hún til að Apple, Facebook, Google og aðrir risar á tæknimarkaði leggja milljarð dollara í sjóð til þess að hreinsa höfin. Verði það gert sé vel hægt að hreinsa þau fyrir árið 2020. Býðst Björk meðal annars til þess að hýsa forsvarsmenn þessara fyrirtækja til þess að koma hjólunum af stað. „Ég skal bjóða öllum þessum tækni milljarðamæringum í litla húsið mitt á Íslandi. Ég skal útbúa drykki handa þeim. Og kannski elda fyrir þá.“ Tónlist Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Fleiri fréttir Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Sjá meira
Söngkonan Björk telur að tíu stærstu tæknifyrirtæki heims ættu hvert að leggja milljarð dollara í púkkið til þess að hreinsa upp mengun í sjónum. Í ítarlegu viðtali við Red Bullettin lýsir Björk sér sem „Tinder fyrir tækni“. „Ég er að reyna að byggja brú á milli tækninnar og tónlistarinnar. Í sífellu koma ný tól fram sem hafa áhrif á líf þitt, sama hvort þér líkar við það eða ekki. Með list minni er ég að reyna að skilja þessi tók. Ég er eins og Tinder fyrir tækni,“ segir Björk. Tinder er stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann og er afar vinsælt. En hvað á Björk við þegar hún segist vera Tinder fyrir tækni? „Ég er stefnumótapp. Þegar ný tækni kemur út fæ ég strax hugmynd í kollinn. Þegar ég fékk mína fyrstu fartölvu árið 1999 vissi ég um leið að hún myndi koma í stað hefðbundinna upptökuvera að vissu leyti,“ segir Björk. Þá segir hún að það sama hafi gilt um þegar spjaldtölvur komu út, hún hafi um leið áttað sig á því að slík tæki gætu verið frábært kennslutól.Býður Zuckerberg og félögum til Íslands Björk fer um víðan völl í viðtalinu áður en að talið berst að lokum að umhverfinu en Björk er mikill umhverfisverndunarsinni og hefur meðal annars barist fyrir friðun hálendis Íslands.Segir hún að tæknin og náttúruan geti vel lifað saman og gott betur, nýta þurfi tæknina til þess að vernda umhverfið. „Í framtíðini þurfum við að leggja áherslu á að tengja þetta tvennt saman. Ímyndaðu þér heim þar sem leiðandi tæknifyrirtæki fjárfesta af alvöru í umhverfisvernd. Það væri auðveldlega hægt að hreinsa höfin af mengun“ segir Björk. Leggur hún til að Apple, Facebook, Google og aðrir risar á tæknimarkaði leggja milljarð dollara í sjóð til þess að hreinsa höfin. Verði það gert sé vel hægt að hreinsa þau fyrir árið 2020. Býðst Björk meðal annars til þess að hýsa forsvarsmenn þessara fyrirtækja til þess að koma hjólunum af stað. „Ég skal bjóða öllum þessum tækni milljarðamæringum í litla húsið mitt á Íslandi. Ég skal útbúa drykki handa þeim. Og kannski elda fyrir þá.“
Tónlist Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Fleiri fréttir Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Sjá meira