Halldór Jóhann: Við ætlum að selja okkur dýrt Smári Jökull Jónsson skrifar 27. apríl 2017 22:08 Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH. Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var hæstánægður að leik loknum í kvöld enda hans lið komið í úrslit Olís-deildarinnar eftir að hafa lagt Aftureldingu að velli. „Ég er virkilega ánægður. Við sýnum gríðarlegan kraft, sérstaklega í seinni hálfleik þegar við slítum þá frá okkur. Liðsheildin er frábær og allir að leggja í púkkið. Það er það sem þetta snýst um, að allir séu klárir á sínu hlutverki og að leggja af mörkum þar sem hann á að gera og kannski aðeins meira, sagði Halldór Jóhann í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Afturelding mætti alls ekki tilbúið í leik númer tvö hjá liðunum þar sem FH fór langt með leikinn í fyrri hálfleik. Annað var uppi á teningunum í kvöld því Mosfellingar mættu grimmir til leiks og höfðu forystu í upphafi. Var Halldór búinn að búa lið sitt undir þessa stöðu? „Klárlega, þeir spiluðu ekki vel í fyrri hálfleik síðast en vel í seinni hálfleik. Við vissum að þeir myndu koma með kraft, mikinn líkamlegan kraft varnarlega og reyna að slá okkur út af laginu. Við áttum í erfiðleikum sóknarlega, ræddum málin í hálfleik og vissum að það væri ekkert alvarlegt búið að gerast, við værum bara að tapa með einu marki.“ „Við þurftum að halda einbeitingunni, ná þéttleika í vörninni og fá auðveld mörk. Um leið og vörnin var farin að standa og Ágúst Elí farinn að taka sína bolta þá kom þetta,“ bætti Halldór Jóhann við. Vörn FH hefur verið lykilatriði í árangri liðsins í vetur og var það áfram í einvíginu gegn Aftureldingu. „Það hefur verið sagt að sóknarleikur getur unnið leiki en vörnin titla. Við þurfum að halda okkar plani, við höfum verið að gera það og vinna leiki á liðsheildinni. Það er enginn einn að skera sig úr og menn þekkja sín takmörk og sín hlutverk. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.“ „Bæði liðin eru erfið og þegar þú ert kominn í einvígi þar sem þú þarft að ná þremur sigrum þá getur svo margt gerst. Við erum fullir tilhlökkunar og hrikalega ánægðir að vera komnir í úrslitaeinvígið. Við ætlum að selja okkur dýrt,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Afturelding 23-19 | FH sópaði Aftureldingu og er komið í úrslit FH er komið í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir 23-19 sigur á Aftureldingu í Kaplakrika í kvöld. FH vinnur því einvígið 3-0 og mætir Val eða Fram í úrslitum. 27. apríl 2017 22:15 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var hæstánægður að leik loknum í kvöld enda hans lið komið í úrslit Olís-deildarinnar eftir að hafa lagt Aftureldingu að velli. „Ég er virkilega ánægður. Við sýnum gríðarlegan kraft, sérstaklega í seinni hálfleik þegar við slítum þá frá okkur. Liðsheildin er frábær og allir að leggja í púkkið. Það er það sem þetta snýst um, að allir séu klárir á sínu hlutverki og að leggja af mörkum þar sem hann á að gera og kannski aðeins meira, sagði Halldór Jóhann í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Afturelding mætti alls ekki tilbúið í leik númer tvö hjá liðunum þar sem FH fór langt með leikinn í fyrri hálfleik. Annað var uppi á teningunum í kvöld því Mosfellingar mættu grimmir til leiks og höfðu forystu í upphafi. Var Halldór búinn að búa lið sitt undir þessa stöðu? „Klárlega, þeir spiluðu ekki vel í fyrri hálfleik síðast en vel í seinni hálfleik. Við vissum að þeir myndu koma með kraft, mikinn líkamlegan kraft varnarlega og reyna að slá okkur út af laginu. Við áttum í erfiðleikum sóknarlega, ræddum málin í hálfleik og vissum að það væri ekkert alvarlegt búið að gerast, við værum bara að tapa með einu marki.“ „Við þurftum að halda einbeitingunni, ná þéttleika í vörninni og fá auðveld mörk. Um leið og vörnin var farin að standa og Ágúst Elí farinn að taka sína bolta þá kom þetta,“ bætti Halldór Jóhann við. Vörn FH hefur verið lykilatriði í árangri liðsins í vetur og var það áfram í einvíginu gegn Aftureldingu. „Það hefur verið sagt að sóknarleikur getur unnið leiki en vörnin titla. Við þurfum að halda okkar plani, við höfum verið að gera það og vinna leiki á liðsheildinni. Það er enginn einn að skera sig úr og menn þekkja sín takmörk og sín hlutverk. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.“ „Bæði liðin eru erfið og þegar þú ert kominn í einvígi þar sem þú þarft að ná þremur sigrum þá getur svo margt gerst. Við erum fullir tilhlökkunar og hrikalega ánægðir að vera komnir í úrslitaeinvígið. Við ætlum að selja okkur dýrt,“ sagði Halldór Jóhann að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Afturelding 23-19 | FH sópaði Aftureldingu og er komið í úrslit FH er komið í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir 23-19 sigur á Aftureldingu í Kaplakrika í kvöld. FH vinnur því einvígið 3-0 og mætir Val eða Fram í úrslitum. 27. apríl 2017 22:15 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun: FH - Afturelding 23-19 | FH sópaði Aftureldingu og er komið í úrslit FH er komið í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir 23-19 sigur á Aftureldingu í Kaplakrika í kvöld. FH vinnur því einvígið 3-0 og mætir Val eða Fram í úrslitum. 27. apríl 2017 22:15
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn