Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Keflavík 77-68 | Skallagrímur náði að knýja fram oddaleik Stefán Árni Pálsson í Fjósinu skrifar 10. apríl 2017 20:45 Tavelyn Tillman var frábær í kvöld. vísir/andri marinó Skallagrímur náði að knýja fram oddaleik í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið bar sigur úr býtum, 77-68, gegn Keflavík í fjórða leik liðanna. Staðan í einvíginu er því 2-2 og þarf oddaleik til að skera úr um það hvað lið mætir Snæfell í úrslitarimmunni. Oddaleikurinn fer fram suður með sjó á fimmtudagskvöldið. Tavelyn Tillman var frábær í kvöld og skoraði hún 36 stig fyrir Skallagrím.Af hverju vann Skallagrímur?Liðið naut sín vel á heimavelli og nýtti sér stuðning áhorfenda sem fjölmenntu í Fjósið. Tavelyn Tillman stjórnaði leik Skallanna eins og herforingi og átti hún frábæran leik. Liðið spilaði mjög góða vörn og það skóp þennan sigur.Bestu menn vallarins? Tavelyn Tillman var besti maður vallarins og gjörsamlega dómineraði allt hjá heimamönnum. Sex leikmenn Skallagríms komust á blað í kvöld og dreifðist stigaskorið vel. Það var kannski liðsheild Skallagríms sem var næstbesti maður vallarins. Hjá Keflavík voru Ariana Moorer og Thelma Dís atkvæðamestar og spiluðu nokkuð vel.Hvað gekk illa? Keflavík réði illa við vörn Skallagríms og voru oft á tíðum í stökustu vandræðum með að skapa sér góða sóknarstöðu. Það var svona einna helst sem klikkaði í kvöld, en annars var leikurinn nokkuð vel spilaður.Skallagrímur-Keflavík 77-68 (20-14, 18-13, 12-16, 27-25)Skallagrímur: Tavelyn Tillman 36, Fanney Lind Thomas 10/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10/10 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 6/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 5, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 0, Arna Hrönn Ámundaóttir 0, Gunnhildur Lind Hansdóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Þórunn Birta Þórðardóttir 0. Keflavík: Ariana Moorer 19/12 fráköst/6 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 16/8 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 12/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8/4 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/5 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0. Sverrir: Þetta var bara ekki okkar dagur„Þetta var bara ekki nægilega gott hjá okkur í kvöld,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir tapið í kvöld. „Varnarlega var þetta ekki nægilega gott hjá okkur í kvöld og sóknarlega var ekki nægilega mikið flæði í okkar leik. Þetta var bara ekki okkar dagur og við verðum bara að mæta klárar í oddaleikinn.“ Sverrir segir að það hafi oft bara vantað herslumuninn í kvöld. „Liðið var kannski búið að minnka muninn í nokkur stig og þá hleypum við þeim aftur vel framúr okkur. Sóknarleikur okkar var svo hægur og létt fyrir Skallagrím að dekka okkur. Núna er það bara sæti í úrslitum eða sumarfrí.“ Sigrún Sjöfn: Margir spáðu því að Keflavík myndi sópa okkur„Við vorum búnar að laga það sem var að í síðustu tveimur leikjum,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Skallagríms, eftir leikinn. „Það var síðan ekkert erfitt að gíra sig upp í þennan leik þar sem sumir miðlar skrifuðu um að þetta yrði auðvelt sóp fyrir Keflavík. Ég trúi á liðið og alla í kringum liðið. Við vorum bara mættar hingað í kvöld til að sækja leik fimm.“ Sigrún segir að í kvöld hafi liðið ekki leyft Keflavík að vaða yfir sig. Hún var mjög ánægð með stuðninginn í Fjósinu í kvöld. „Þetta gefur okkur rosalega mikið. Þetta hefur manni bara orku. Maður er kannski ótrúlega þreyttur og svo heyrir maður í stúkunni og maður fær bara tíu sinnum meiri orku. Það verður erfitt að fara til Keflavíkur og ég býst við troðfullu húsi þar.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Skallagrímur náði að knýja fram oddaleik í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið bar sigur úr býtum, 77-68, gegn Keflavík í fjórða leik liðanna. Staðan í einvíginu er því 2-2 og þarf oddaleik til að skera úr um það hvað lið mætir Snæfell í úrslitarimmunni. Oddaleikurinn fer fram suður með sjó á fimmtudagskvöldið. Tavelyn Tillman var frábær í kvöld og skoraði hún 36 stig fyrir Skallagrím.Af hverju vann Skallagrímur?Liðið naut sín vel á heimavelli og nýtti sér stuðning áhorfenda sem fjölmenntu í Fjósið. Tavelyn Tillman stjórnaði leik Skallanna eins og herforingi og átti hún frábæran leik. Liðið spilaði mjög góða vörn og það skóp þennan sigur.Bestu menn vallarins? Tavelyn Tillman var besti maður vallarins og gjörsamlega dómineraði allt hjá heimamönnum. Sex leikmenn Skallagríms komust á blað í kvöld og dreifðist stigaskorið vel. Það var kannski liðsheild Skallagríms sem var næstbesti maður vallarins. Hjá Keflavík voru Ariana Moorer og Thelma Dís atkvæðamestar og spiluðu nokkuð vel.Hvað gekk illa? Keflavík réði illa við vörn Skallagríms og voru oft á tíðum í stökustu vandræðum með að skapa sér góða sóknarstöðu. Það var svona einna helst sem klikkaði í kvöld, en annars var leikurinn nokkuð vel spilaður.Skallagrímur-Keflavík 77-68 (20-14, 18-13, 12-16, 27-25)Skallagrímur: Tavelyn Tillman 36, Fanney Lind Thomas 10/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10/10 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 6/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 5, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 0, Arna Hrönn Ámundaóttir 0, Gunnhildur Lind Hansdóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Þórunn Birta Þórðardóttir 0. Keflavík: Ariana Moorer 19/12 fráköst/6 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 16/8 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 12/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8/4 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/5 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0. Sverrir: Þetta var bara ekki okkar dagur„Þetta var bara ekki nægilega gott hjá okkur í kvöld,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir tapið í kvöld. „Varnarlega var þetta ekki nægilega gott hjá okkur í kvöld og sóknarlega var ekki nægilega mikið flæði í okkar leik. Þetta var bara ekki okkar dagur og við verðum bara að mæta klárar í oddaleikinn.“ Sverrir segir að það hafi oft bara vantað herslumuninn í kvöld. „Liðið var kannski búið að minnka muninn í nokkur stig og þá hleypum við þeim aftur vel framúr okkur. Sóknarleikur okkar var svo hægur og létt fyrir Skallagrím að dekka okkur. Núna er það bara sæti í úrslitum eða sumarfrí.“ Sigrún Sjöfn: Margir spáðu því að Keflavík myndi sópa okkur„Við vorum búnar að laga það sem var að í síðustu tveimur leikjum,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Skallagríms, eftir leikinn. „Það var síðan ekkert erfitt að gíra sig upp í þennan leik þar sem sumir miðlar skrifuðu um að þetta yrði auðvelt sóp fyrir Keflavík. Ég trúi á liðið og alla í kringum liðið. Við vorum bara mættar hingað í kvöld til að sækja leik fimm.“ Sigrún segir að í kvöld hafi liðið ekki leyft Keflavík að vaða yfir sig. Hún var mjög ánægð með stuðninginn í Fjósinu í kvöld. „Þetta gefur okkur rosalega mikið. Þetta hefur manni bara orku. Maður er kannski ótrúlega þreyttur og svo heyrir maður í stúkunni og maður fær bara tíu sinnum meiri orku. Það verður erfitt að fara til Keflavíkur og ég býst við troðfullu húsi þar.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins