Segir eldflaugar Bandaríkjahers hafa eyðilagt 20 prósent sýrlensks herflugvélaflota Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. apríl 2017 22:02 James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að 20 prósent af starfhæfum herflugvélaflota Sýrlands hafi eyðilagst í nýlegri árás Bandaríkjahers á Shayrat-herflugvöllinn í Sýrlandi. Hann sagði einnig að í kjölfar árásarinnar myndi stjórnarher Sýrlands hugsa sig tvisvar um áður en efnavopnum væri beitt. BBC greinir frá. Föstudaginn 7. apríl skaut Bandaríkjaher 59 Tomahawk-eldflaugum að Shayrat-herflugvellinum í Sýrlandi í kjölfar efnavopnaárásar þar í landi daginn áður. Þetta er fyrsta beina árás Bandaríkjamanna gegn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Sýrlensk yfirvöld hafa neitað aðild að efnavopnaárásinni, sem gerð var á bæinn Khan Sheikhoun. 89 manns létust í árásinni en bærinn er í höndum uppreisnarmanna.„Bandaríkin munu ekki sitja hjá með hendur í skauti“Mattis sagði að árás Bandaríkjamanna hefði eyðilagt eldsneytis- og skotvopnaaðstöðu, skaðað loftvarnir og um 20 prósent af flugvélum sýrlenska stjórnarhersins. „Sýrlenska ríkisstjórnin getur ekki lengur sett eldsneyti á flugvélar sínar eða hlaðið þær vopnum á Shayrat-herflugvellinum,“ bætti hann við, auk þess sem að haft var eftir honum að Bandaríkin myndu ekki „sitja hjá með hendur í skauti á meðan forseti Sýrlands myrðir saklaust fólk með efnavopnum.“ Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins sagði þó að aðeins 6 sýrlenskar þotur af gerðinni MiG-23 hefðu eyðilagst í árásinni, auk nokkurra bygginga, og að aðeins 23 af 59 eldflaugum Bandaríkjahers hefðu náð alla leið að skotmarkinu. Fulltrúar G7-ríkjanna, stærstu iðnríkja heims, funda um þessar mundir á Ítalíu, m.a. um samband Rússlands og Sýrlands.Bandamenn hóta að svara í sömu mynt Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði að möguleiki væri á frekari eldflaugaárásum af hendi Bandaríkjahers. Í sameiginlegri fréttatilkynningu frá fjölmiðlafulltrúum ríkisstjórna Rússlands og Íran, helstu bandamönnum Sýrlands, kemur fram að löndin hóti að svara í sömu mynt. „Nú munum við svara hverjum þeim af krafti sem fer yfir strikið eða reynist árásaraðili. Ameríka veit að við getum svarað fyrir okkur.“ Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Árásin reynir á samband Bandaríkjanna við Rússa Bandaríkjaher réðst á sýrlenskan herflugvöll. Sex hermenn féllu. Gengið er út frá því að ráðist hafi verið á bæinn Khan Sheikhoun frá flugvellinum og efnavopnum beitt. Rússar bregðast illa við árásinni. 8. apríl 2017 06:00 Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Bandamenn Assad hóta hefndum Bandamenn Bashar al-Assad sýrlandsforseta sögðu í dag að þeir muni bregðast við öllum árásum á Sýrland. 9. apríl 2017 16:53 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að 20 prósent af starfhæfum herflugvélaflota Sýrlands hafi eyðilagst í nýlegri árás Bandaríkjahers á Shayrat-herflugvöllinn í Sýrlandi. Hann sagði einnig að í kjölfar árásarinnar myndi stjórnarher Sýrlands hugsa sig tvisvar um áður en efnavopnum væri beitt. BBC greinir frá. Föstudaginn 7. apríl skaut Bandaríkjaher 59 Tomahawk-eldflaugum að Shayrat-herflugvellinum í Sýrlandi í kjölfar efnavopnaárásar þar í landi daginn áður. Þetta er fyrsta beina árás Bandaríkjamanna gegn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Sýrlensk yfirvöld hafa neitað aðild að efnavopnaárásinni, sem gerð var á bæinn Khan Sheikhoun. 89 manns létust í árásinni en bærinn er í höndum uppreisnarmanna.„Bandaríkin munu ekki sitja hjá með hendur í skauti“Mattis sagði að árás Bandaríkjamanna hefði eyðilagt eldsneytis- og skotvopnaaðstöðu, skaðað loftvarnir og um 20 prósent af flugvélum sýrlenska stjórnarhersins. „Sýrlenska ríkisstjórnin getur ekki lengur sett eldsneyti á flugvélar sínar eða hlaðið þær vopnum á Shayrat-herflugvellinum,“ bætti hann við, auk þess sem að haft var eftir honum að Bandaríkin myndu ekki „sitja hjá með hendur í skauti á meðan forseti Sýrlands myrðir saklaust fólk með efnavopnum.“ Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins sagði þó að aðeins 6 sýrlenskar þotur af gerðinni MiG-23 hefðu eyðilagst í árásinni, auk nokkurra bygginga, og að aðeins 23 af 59 eldflaugum Bandaríkjahers hefðu náð alla leið að skotmarkinu. Fulltrúar G7-ríkjanna, stærstu iðnríkja heims, funda um þessar mundir á Ítalíu, m.a. um samband Rússlands og Sýrlands.Bandamenn hóta að svara í sömu mynt Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði að möguleiki væri á frekari eldflaugaárásum af hendi Bandaríkjahers. Í sameiginlegri fréttatilkynningu frá fjölmiðlafulltrúum ríkisstjórna Rússlands og Íran, helstu bandamönnum Sýrlands, kemur fram að löndin hóti að svara í sömu mynt. „Nú munum við svara hverjum þeim af krafti sem fer yfir strikið eða reynist árásaraðili. Ameríka veit að við getum svarað fyrir okkur.“
Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Árásin reynir á samband Bandaríkjanna við Rússa Bandaríkjaher réðst á sýrlenskan herflugvöll. Sex hermenn féllu. Gengið er út frá því að ráðist hafi verið á bæinn Khan Sheikhoun frá flugvellinum og efnavopnum beitt. Rússar bregðast illa við árásinni. 8. apríl 2017 06:00 Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Bandamenn Assad hóta hefndum Bandamenn Bashar al-Assad sýrlandsforseta sögðu í dag að þeir muni bregðast við öllum árásum á Sýrland. 9. apríl 2017 16:53 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40
Árásin reynir á samband Bandaríkjanna við Rússa Bandaríkjaher réðst á sýrlenskan herflugvöll. Sex hermenn féllu. Gengið er út frá því að ráðist hafi verið á bæinn Khan Sheikhoun frá flugvellinum og efnavopnum beitt. Rússar bregðast illa við árásinni. 8. apríl 2017 06:00
Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28
Bandamenn Assad hóta hefndum Bandamenn Bashar al-Assad sýrlandsforseta sögðu í dag að þeir muni bregðast við öllum árásum á Sýrland. 9. apríl 2017 16:53