Pútín gefur lítið fyrir gagnrýni Vesturlanda vegna Sýrlands Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. apríl 2017 22:45 Vladimir Pútín Rússlandsforseti. Vísir/AFP Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gefur lítið fyrir gagnrýni ráðamanna á vesturlöndum, í garð rússneskra stjórnvalda fyrir stuðning sinn við Bashar al-Assad, einræðisherra í Sýrlandi. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í opinberri heimsókn í Rússlandi og mun hann hitta rússneskan kollega sinn, Sergei Lavrov, á morgun. Þar mun hann bera ráðamönnum í Rússlandi þau skilaboð frá helstu leiðtogum Vesturlanda, að það sé ótækt að Rússar haldi áfram stuðningi sínum við stjórnarher sýrlenska einræðisherrans. Eins og alkunna er, skutu Bandaríkjamenn 56 eldflaugum á flugvöll í eigu sýrlenska stjórnarhersins, í kjölfar ásakana um að sýrlenski stjórnarherinn hafi borið ábyrgð á efnavopnaárás gegn almennum borgurum, þar sem rúmlega 80 manns létu lífið, en Rússar hafa stutt stjórnarherinn með vopnum og þá er jafnframt talið að rússneskir hermenn hafi einnig tekið þátt í stríðinu í Sýrlandi. Ljóst er að skilaboð vestrænna ráðamanna hljóta ekki hljómgrunn í eyrum Pútíns, en hann segir að að umrædd efnavopnaárás hafi verið gerð af uppreisnarmönnum, sem hafi með árásinni vonast til þess að fá Bandaríkin til þess að beita sér gegn stjórnarhernum. Þá segir hann að líklegt sé að slíkt verði gert aftur. Við höfum upplýsingar undir hendi sem benda til þess að fleiri slíkar árásir séu í undirbúningi, í öðrum hlutum Sýrlands, þar sem á aftur að koma sökinni á sýrlenska stjórnarherinn. Pútín hefur ekki sýnt fram á nein gögn máli sínu til stuðnings. Hann segir að Rússar muni kalla eftir því að Sameinuðu þjóðirnar muni rannsaka umrædda efnavopnaárás og þá sakaði hann vestræna ráðamenn um að styðja árás Bandaríkjahers, einungis til þess að koma sér í mjúkinn hjá Donald Trump, Bandaríkjaforseta. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að bandarísk yfirvöld væru í engum vafa um það að sýrlenski stjórnarherinn hefði vissulega staðið að baki efnavopnaárásinni. Óljóst er með hvaða hætti vesturlönd munu þrýsta á Rússa um að láta af stuðningi sínum við Assad, en ekki ríkir einhugur um hvaða aðferðum á að beita. Þannig hafa Bretar lagt til að Rússar verði beittir frekari efnahagslegum þvingunum, líkt og eftir innlimun þeirra á Krímskaga 2014, en sagt er að öðrum vestrænum leiðtogum lítist ekki á þá hugmynd og vilji frekar láta reyna á að sannfæra Rússa. Sýrland Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gefur lítið fyrir gagnrýni ráðamanna á vesturlöndum, í garð rússneskra stjórnvalda fyrir stuðning sinn við Bashar al-Assad, einræðisherra í Sýrlandi. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í opinberri heimsókn í Rússlandi og mun hann hitta rússneskan kollega sinn, Sergei Lavrov, á morgun. Þar mun hann bera ráðamönnum í Rússlandi þau skilaboð frá helstu leiðtogum Vesturlanda, að það sé ótækt að Rússar haldi áfram stuðningi sínum við stjórnarher sýrlenska einræðisherrans. Eins og alkunna er, skutu Bandaríkjamenn 56 eldflaugum á flugvöll í eigu sýrlenska stjórnarhersins, í kjölfar ásakana um að sýrlenski stjórnarherinn hafi borið ábyrgð á efnavopnaárás gegn almennum borgurum, þar sem rúmlega 80 manns létu lífið, en Rússar hafa stutt stjórnarherinn með vopnum og þá er jafnframt talið að rússneskir hermenn hafi einnig tekið þátt í stríðinu í Sýrlandi. Ljóst er að skilaboð vestrænna ráðamanna hljóta ekki hljómgrunn í eyrum Pútíns, en hann segir að að umrædd efnavopnaárás hafi verið gerð af uppreisnarmönnum, sem hafi með árásinni vonast til þess að fá Bandaríkin til þess að beita sér gegn stjórnarhernum. Þá segir hann að líklegt sé að slíkt verði gert aftur. Við höfum upplýsingar undir hendi sem benda til þess að fleiri slíkar árásir séu í undirbúningi, í öðrum hlutum Sýrlands, þar sem á aftur að koma sökinni á sýrlenska stjórnarherinn. Pútín hefur ekki sýnt fram á nein gögn máli sínu til stuðnings. Hann segir að Rússar muni kalla eftir því að Sameinuðu þjóðirnar muni rannsaka umrædda efnavopnaárás og þá sakaði hann vestræna ráðamenn um að styðja árás Bandaríkjahers, einungis til þess að koma sér í mjúkinn hjá Donald Trump, Bandaríkjaforseta. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að bandarísk yfirvöld væru í engum vafa um það að sýrlenski stjórnarherinn hefði vissulega staðið að baki efnavopnaárásinni. Óljóst er með hvaða hætti vesturlönd munu þrýsta á Rússa um að láta af stuðningi sínum við Assad, en ekki ríkir einhugur um hvaða aðferðum á að beita. Þannig hafa Bretar lagt til að Rússar verði beittir frekari efnahagslegum þvingunum, líkt og eftir innlimun þeirra á Krímskaga 2014, en sagt er að öðrum vestrænum leiðtogum lítist ekki á þá hugmynd og vilji frekar láta reyna á að sannfæra Rússa.
Sýrland Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira