Aldrei fór ég suður: „Það eina sem við förum fram á er að fólk skemmti sér fallega“ 13. apríl 2017 21:27 Búist er við því að íbúafjöldi Ísafjarðar tvöfaldist um helgina þegar tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin þar í fjórtánda sinn. Um 2400 manns búa í bænum. Undirbúningur stendur nú sem hæst fyrir hátíðina en hún setur jafnan mikinn svip á bæjarlífið þessa páskahelgi. „Fólk er að flykkjast í bæinn og í dag eru hátíðahöldin víðs vegar, utandagskrárliðir, og svo hefst hérna á föstudagskvöld formleg dagskrá. Við finnum fyrir auknum fólksfjölda í bænum og aukinni stemningu,“ sagði Kristján Freyr rokkstjóri Aldrei fór ég suður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við höfum alltaf leyft okkur að blanda saman landsþekktum tónlistarmönnum auk fólks úr heimabyggð og svo eru ungar og efnilegar hljómsveitir með. Þannig að þetta er frábært prógramm.“ Kristján segir Aldrei fór ég suður vera fjölskylduhátíð og að allir séu tilbúnir að virða það. „Við höfum bara sagt við fólk að við höfum opið fyrir alla, enginn aðgangseyrir og það eina sem við förum fram á er að fólk skemmti sér fallega.“ Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Búist er við því að íbúafjöldi Ísafjarðar tvöfaldist um helgina þegar tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin þar í fjórtánda sinn. Um 2400 manns búa í bænum. Undirbúningur stendur nú sem hæst fyrir hátíðina en hún setur jafnan mikinn svip á bæjarlífið þessa páskahelgi. „Fólk er að flykkjast í bæinn og í dag eru hátíðahöldin víðs vegar, utandagskrárliðir, og svo hefst hérna á föstudagskvöld formleg dagskrá. Við finnum fyrir auknum fólksfjölda í bænum og aukinni stemningu,“ sagði Kristján Freyr rokkstjóri Aldrei fór ég suður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við höfum alltaf leyft okkur að blanda saman landsþekktum tónlistarmönnum auk fólks úr heimabyggð og svo eru ungar og efnilegar hljómsveitir með. Þannig að þetta er frábært prógramm.“ Kristján segir Aldrei fór ég suður vera fjölskylduhátíð og að allir séu tilbúnir að virða það. „Við höfum bara sagt við fólk að við höfum opið fyrir alla, enginn aðgangseyrir og það eina sem við förum fram á er að fólk skemmti sér fallega.“
Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira