Tyrkneska þjóðin greiðir atkvæði um aukin völd forsetans Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. apríl 2017 09:11 Kjörstaðir voru opnaðir í morgun. Búast má við fyrstu niðurstöðum seint í kvöld. vísir/afp Kjörstaðir voru opnaðir í Tyrklandi í morgun þar sem þjóðin mun greiða atkvæði um breytta stjórnarskrá. Breytingin mun koma til með að auka völd Tyrklandsforseta þannig að hann fari með framkvæmdavaldið en ekki forsætisráðherrann. Skoðanakannanir benda til að breytingin verði samþykkt með naumum meirihluta. Tillagan er frá forsetanum sjálfum, Recep Tayyip Erdogan, komin, en hann hefur beitt sér fyrir frekari völdum frá misheppnuðu valdaráni hersins í júlí í fyrra. Þá geta breytingarnar þýtt að Erdogan verði á valdastóli allt til ársins 2029.Völdin færast nær alfarið til forsetans Með breytingunum mun forsetinn geta skipað ráðherra í ríkisstjórn, undirritað forsetatilskipanir, valið dómara í Hæstarétt og leyst þing landsins frá störfum. Þannig myndi forsetinn fara fyrir framkvæmdavaldinu í stað forsætisráðherrans, og í raun gera embætti forsætisráðherrans nánast óþarft. Stuðningsmenn tillögunnar segja að hún muni auðvelda ákvarðanatöku framkvæmdavaldsins. Breytingarnar séu mikilvægar á ólgutímum líkt og nú, þar sem kúrdískir aðskilnaðarsinnar, borgarastyrjöld í Sýrlandi og íslamskir hryðjuverkamenn ógni Tyrklandi. Hinir andsnúnu óttast að breytingarnar muni leiða til of mikilla valda forsetans því engar hindranir verði lengur til staðar. Þá hefur stjórnarandstaðan sakað Erdogan um að vilja breyta stjórnkerfi landsins í „eins manns stjórnkerfi“. Alls eru 55 milljón manna á kjörskrá á 167 þúsund kjörstöðum. Búast má við fyrstu tölum seint í kvöld. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Kjörstaðir voru opnaðir í Tyrklandi í morgun þar sem þjóðin mun greiða atkvæði um breytta stjórnarskrá. Breytingin mun koma til með að auka völd Tyrklandsforseta þannig að hann fari með framkvæmdavaldið en ekki forsætisráðherrann. Skoðanakannanir benda til að breytingin verði samþykkt með naumum meirihluta. Tillagan er frá forsetanum sjálfum, Recep Tayyip Erdogan, komin, en hann hefur beitt sér fyrir frekari völdum frá misheppnuðu valdaráni hersins í júlí í fyrra. Þá geta breytingarnar þýtt að Erdogan verði á valdastóli allt til ársins 2029.Völdin færast nær alfarið til forsetans Með breytingunum mun forsetinn geta skipað ráðherra í ríkisstjórn, undirritað forsetatilskipanir, valið dómara í Hæstarétt og leyst þing landsins frá störfum. Þannig myndi forsetinn fara fyrir framkvæmdavaldinu í stað forsætisráðherrans, og í raun gera embætti forsætisráðherrans nánast óþarft. Stuðningsmenn tillögunnar segja að hún muni auðvelda ákvarðanatöku framkvæmdavaldsins. Breytingarnar séu mikilvægar á ólgutímum líkt og nú, þar sem kúrdískir aðskilnaðarsinnar, borgarastyrjöld í Sýrlandi og íslamskir hryðjuverkamenn ógni Tyrklandi. Hinir andsnúnu óttast að breytingarnar muni leiða til of mikilla valda forsetans því engar hindranir verði lengur til staðar. Þá hefur stjórnarandstaðan sakað Erdogan um að vilja breyta stjórnkerfi landsins í „eins manns stjórnkerfi“. Alls eru 55 milljón manna á kjörskrá á 167 þúsund kjörstöðum. Búast má við fyrstu tölum seint í kvöld.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira