Upplifun fjölskyldunnar ekki með þeim hætti sem spítalinn vildi Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 17. apríl 2017 20:36 Hafþór Magni Sólmundsson segir að bæta verði úr alvarlegum samskiptavanda innan heilbrigðiskerfisins. Landspítalinn segist ætla að rannsaka með ítarlegum hætti hvað það var sem fór úrskeiðis þegar íslenskur karlmaður varð fyrir hrinu mistaka eftir skurðaðgerð. Málið sé litið alvarlegum augum en að mikilvægt sé að fjölskyldan hafi ákveðið að deila upplifun sinni. Sonur mannsins, Hafþór Magni Sólmundsson, greindi frá mistökunum á Facebook-síðu sinni á dögunum, þar sem hann sagði föður sinn til dæmis hafa verið sendan einan í almenningsflug til Akureyrar nokkrum dögum eftir aðgerðina, á morfínlyfjum og með ógróið sár. Hann sagði að um alvarlegan samskiptavanda innan heilbrigðiskerfisins væri að ræða. Landspítalinn sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í kvöld en þar segir að upplifun fjölskyldunnar af þjónustunni á Landspítalanum sé ekki með þeim hætti sem spítalinn vilji. Það sé mikilvægt að fjölskyldan hafi ákveðið að deila upplifun sinni því það geri spítalanum kleift að skoða málið ítarlega og kanna hvað kunni að hafa farið úrskeiðis. Þá verði málið rannsakað kerfisbundið og gripið í kjölfarið til úrvinnslu og viðeigandi aðgerða til að fyrirbyggja að mistök og frávik endurtaki sig.Mistakahrina í kjölfar aðgerðarinnar Faðir Hafþórs, sem er búsettur á Akureyri, fór í skurðaðgerð á Landspítalanum í síðustu viku til að láta fjarlægja illkynja æxli. Hafþór sagði frá því í framhaldinu að hrina mistaka hafi átt sér stað eftir aðgerðina. Til að mynda hafi gleymst að taka föður hans úr svokölluðum flugsokkum sem hann fór í fyrir aðgerðina en slíkir sokkar eru notaðir sem forvörn fyrir blóðflæði og bjúg við aðgerð. Þá átti faðir hans að fá flautu eftir aðgerðina til að koma önduninni í eðlilegt horf að nýju og passa upp á að vökvi færi ekki í lungun. Á degi tvö, þegar hjúkrunarfræðingur minnti á að hann fengi að blása í flautuna, uppgötvaðist að hann hafði enga flautu fengið. Alvarlegustu mistökin voru að sögn Hafþórs flutningurinn norður þegar faðir hans var skilinn einn eftir á Reykjavíkurflugvelli. Þá hafi hann verið illa haldinn eftir aðgerðina og að honum hafi ítrekað verið sagt að hann mætti ekkert reyna á sig. Þegar komið var á Akureyri kom í ljós að enginn sjúkrabíll var á flugvellinum. Hafþór segir að það hafi einnig gleymst að biðja um bíl til að flytja hann og þegar á sjúkrahúsið á Akureyri var komið kom í ljós að engar læknaskýrslur eða pappírar um lyfjagjöf hefðu fylgt pabba hans. Rætt var við Hafþór í kvöldfréttum Stöðvar 2, líkt og sjá má hér fyrir neðan. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Landspítalinn segist ætla að rannsaka með ítarlegum hætti hvað það var sem fór úrskeiðis þegar íslenskur karlmaður varð fyrir hrinu mistaka eftir skurðaðgerð. Málið sé litið alvarlegum augum en að mikilvægt sé að fjölskyldan hafi ákveðið að deila upplifun sinni. Sonur mannsins, Hafþór Magni Sólmundsson, greindi frá mistökunum á Facebook-síðu sinni á dögunum, þar sem hann sagði föður sinn til dæmis hafa verið sendan einan í almenningsflug til Akureyrar nokkrum dögum eftir aðgerðina, á morfínlyfjum og með ógróið sár. Hann sagði að um alvarlegan samskiptavanda innan heilbrigðiskerfisins væri að ræða. Landspítalinn sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í kvöld en þar segir að upplifun fjölskyldunnar af þjónustunni á Landspítalanum sé ekki með þeim hætti sem spítalinn vilji. Það sé mikilvægt að fjölskyldan hafi ákveðið að deila upplifun sinni því það geri spítalanum kleift að skoða málið ítarlega og kanna hvað kunni að hafa farið úrskeiðis. Þá verði málið rannsakað kerfisbundið og gripið í kjölfarið til úrvinnslu og viðeigandi aðgerða til að fyrirbyggja að mistök og frávik endurtaki sig.Mistakahrina í kjölfar aðgerðarinnar Faðir Hafþórs, sem er búsettur á Akureyri, fór í skurðaðgerð á Landspítalanum í síðustu viku til að láta fjarlægja illkynja æxli. Hafþór sagði frá því í framhaldinu að hrina mistaka hafi átt sér stað eftir aðgerðina. Til að mynda hafi gleymst að taka föður hans úr svokölluðum flugsokkum sem hann fór í fyrir aðgerðina en slíkir sokkar eru notaðir sem forvörn fyrir blóðflæði og bjúg við aðgerð. Þá átti faðir hans að fá flautu eftir aðgerðina til að koma önduninni í eðlilegt horf að nýju og passa upp á að vökvi færi ekki í lungun. Á degi tvö, þegar hjúkrunarfræðingur minnti á að hann fengi að blása í flautuna, uppgötvaðist að hann hafði enga flautu fengið. Alvarlegustu mistökin voru að sögn Hafþórs flutningurinn norður þegar faðir hans var skilinn einn eftir á Reykjavíkurflugvelli. Þá hafi hann verið illa haldinn eftir aðgerðina og að honum hafi ítrekað verið sagt að hann mætti ekkert reyna á sig. Þegar komið var á Akureyri kom í ljós að enginn sjúkrabíll var á flugvellinum. Hafþór segir að það hafi einnig gleymst að biðja um bíl til að flytja hann og þegar á sjúkrahúsið á Akureyri var komið kom í ljós að engar læknaskýrslur eða pappírar um lyfjagjöf hefðu fylgt pabba hans. Rætt var við Hafþór í kvöldfréttum Stöðvar 2, líkt og sjá má hér fyrir neðan.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira