Nýir hluthafar í Pressunni: Björn Ingi hættir sem stjórnarformaður Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2017 15:20 Þetta eru mikil tímamót og ég fagna þessum tíðindum mjög, enda höfum við unnið að þessu um margra mánaða skeið, segir Björn Ingi í tilkynningu. Björn Ingi Hrafnsson mun láta af störfum sem stjórnarformaður og útgefandi Pressunnar og hverfa til annarra verkefna innan samstæðunnar. Gunnlaugur Árnason mun taka við starfi stjórnarformanns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pressunni, sem er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Birtíngs. Þar segir að breytingar hafi verið gerðar á stjórn félagsins ásamt því sem hlutafé í félaginu verði aukið um 300 milljónir króna. Formlega verður gengið frá skráningu hlutafjár á næstu dögum.Róbert Wessmann og Skúli í Subway meðal nýju hluthafanna Alls koma sex nýir hluthafar að hlutafjáraukningu í Pressunni. Fjárfestingafélagið Dalurinn mun koma inn með 155 milljónir króna en um er að ræða félag í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Halldórs Kristmannssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar. Þá kemur Kringluturninn, í eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, inn með 50 milljónir króna. OP ehf (Birtíngur) með 47 milljónir króna, FÓ eignarhald ehf (KEA), í eigu Fannars Ólafssonar, fyrrum körfuknattleiksmanns, Andra Gunnarssonar og Gests Breiðfjörð Gestssonar með 20 milljónir króna, Eykt ehf með 15 milljónir króna og Gufupressan með 10 milljónir en það er félag í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oftast er kenndur við Subway. Að lokum kemur Venediktsson samsteypan inn með tvær milljónir króna og Viel ehf með eina milljón króna. Gert er ráð fyrir að sameiginleg velta Pressunnar og tengdra félaga árið 2017 verði um 1,3 milljarðar króna. Meðstjórnendur í nýrri stjórn, sem kosin var á hluthafafundi í dag, eru Þorvarður Gunnarsson, fyrrum forstjóri Deloitte á Íslandi, Sesselja Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins TagPlay og Halldór Kristmannsson, yfirmaður samskipta- og markaðssviðs lyfjafyrirtækisins Alvogen. Gunnlaugur Árnason, nýr stjórnarformaður, mun leiða stefnumótun samstæðunnar fyrir hönd hluthafa. Hann er eigandi bresku fjölmiðlafyrirtækjanna M2 Communications og M2 Bespoke. Núverandi framkvæmdastjóri Birtíngs, Karl Steinar Óskarsson, mun sinna því hlutverki á samstæðugrundvelli. Þá mun Matthías Björnsson, sem verið hefur fjármálastjóri Birtíngs, verða fjármálastjóri samstæðunnar. Sigurvin Ólafsson verður áfram framkvæmdastjóri DV. Björn Ingi, sem hefur verið stjórnarformaður og útgefandi Pressunar frá stofnun fyrirtækisins, mun hafa umsjón með sjónvarpsþættinum Eyjunni á ÍNN. Sem fyrr segir tekur hann þátt í hlutafjáraukningunni en hann og Arnar Ægisson eiga jafnframt kauprétt í félaginu. Fjölmiðlar Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson mun láta af störfum sem stjórnarformaður og útgefandi Pressunnar og hverfa til annarra verkefna innan samstæðunnar. Gunnlaugur Árnason mun taka við starfi stjórnarformanns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pressunni, sem er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Birtíngs. Þar segir að breytingar hafi verið gerðar á stjórn félagsins ásamt því sem hlutafé í félaginu verði aukið um 300 milljónir króna. Formlega verður gengið frá skráningu hlutafjár á næstu dögum.Róbert Wessmann og Skúli í Subway meðal nýju hluthafanna Alls koma sex nýir hluthafar að hlutafjáraukningu í Pressunni. Fjárfestingafélagið Dalurinn mun koma inn með 155 milljónir króna en um er að ræða félag í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Halldórs Kristmannssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar. Þá kemur Kringluturninn, í eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, inn með 50 milljónir króna. OP ehf (Birtíngur) með 47 milljónir króna, FÓ eignarhald ehf (KEA), í eigu Fannars Ólafssonar, fyrrum körfuknattleiksmanns, Andra Gunnarssonar og Gests Breiðfjörð Gestssonar með 20 milljónir króna, Eykt ehf með 15 milljónir króna og Gufupressan með 10 milljónir en það er félag í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oftast er kenndur við Subway. Að lokum kemur Venediktsson samsteypan inn með tvær milljónir króna og Viel ehf með eina milljón króna. Gert er ráð fyrir að sameiginleg velta Pressunnar og tengdra félaga árið 2017 verði um 1,3 milljarðar króna. Meðstjórnendur í nýrri stjórn, sem kosin var á hluthafafundi í dag, eru Þorvarður Gunnarsson, fyrrum forstjóri Deloitte á Íslandi, Sesselja Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins TagPlay og Halldór Kristmannsson, yfirmaður samskipta- og markaðssviðs lyfjafyrirtækisins Alvogen. Gunnlaugur Árnason, nýr stjórnarformaður, mun leiða stefnumótun samstæðunnar fyrir hönd hluthafa. Hann er eigandi bresku fjölmiðlafyrirtækjanna M2 Communications og M2 Bespoke. Núverandi framkvæmdastjóri Birtíngs, Karl Steinar Óskarsson, mun sinna því hlutverki á samstæðugrundvelli. Þá mun Matthías Björnsson, sem verið hefur fjármálastjóri Birtíngs, verða fjármálastjóri samstæðunnar. Sigurvin Ólafsson verður áfram framkvæmdastjóri DV. Björn Ingi, sem hefur verið stjórnarformaður og útgefandi Pressunar frá stofnun fyrirtækisins, mun hafa umsjón með sjónvarpsþættinum Eyjunni á ÍNN. Sem fyrr segir tekur hann þátt í hlutafjáraukningunni en hann og Arnar Ægisson eiga jafnframt kauprétt í félaginu.
Fjölmiðlar Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira